Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. október 2024 16:56 Ragnar Þór er svartsýn á horfur í íslensku samfélagi. Vísir/Einar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. Inga Sæland staðfesti þetta við fréttastofu. Ragnar Þór hefur verið formaður VR í sjö ár, síðan hann lagði Ólafíu B. Rafnsdóttur, forvera sinn í embætti, að velli í kosningum. Formannstímabili hans lýkur í mars næsta vor. Í viðtali við Rúv segir Ragnar að framboð hans hafi ekki áhrif á störf hans hjá VR og hann hafi ekki íhugað að fara í leyfi. Hann muni sinna störfum sínum sem formaður VR fram að því. Hann segist leggja áherslu á húsnæðismál og leggja sérstaka áherslu á að taka upp nýtt húsnæðislánakerfi og gera það að danskri fyrirmynd. Kom sér á óvart Tilkynningu frá Tómasi Tómassyni má finna á fréttavef Eiríks Jónssonar. Þar segir hann að allir góðir hlutir taki endi. „Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hringdi í mig í gær kl. 17.47 til að tilkynna mér að ég yrði ekki á lista Flokks fólksins í næstu Alþingiskosningum, en ég var í oddvitasæti 2021 og var kjördæmakjörinn,“ segir í tilkynningunni. „Þetta kom mér svoldið á óvart. Það er búið að vera sannur heiður að fá að vera á þingi með Ingu Sæland og öðrum þingmönnum Flokks fólksins – eitt allsherjar ævintýri ef satt skal segja,“ segir einnig. Þá hrósar hann Ingu fyrir það sem hún hafi áorkað og þakkar henni fyrir tækifærið. „Ég skil leikreglurnar. Það er margt gott fólk í boði og getur verið gott að endurnýja. Svona er lífið. Gangi ykkur vel og áfram veginn!“ segir að lokum. Ekki náðist í Ragnar við vinnslu fréttarinnar. Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Sá elsti vonar að draumur um ráðherrasæti rætist Tómas A. Tómasson segist lifa æskudrauminn. Hann vonast til að verða næsti forseti Alþingis og segir að það hafi tekið tíma að læra að taka fréttir af blundum hans í þingsal ekki inn á sig. 17. október 2024 16:23 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Inga Sæland staðfesti þetta við fréttastofu. Ragnar Þór hefur verið formaður VR í sjö ár, síðan hann lagði Ólafíu B. Rafnsdóttur, forvera sinn í embætti, að velli í kosningum. Formannstímabili hans lýkur í mars næsta vor. Í viðtali við Rúv segir Ragnar að framboð hans hafi ekki áhrif á störf hans hjá VR og hann hafi ekki íhugað að fara í leyfi. Hann muni sinna störfum sínum sem formaður VR fram að því. Hann segist leggja áherslu á húsnæðismál og leggja sérstaka áherslu á að taka upp nýtt húsnæðislánakerfi og gera það að danskri fyrirmynd. Kom sér á óvart Tilkynningu frá Tómasi Tómassyni má finna á fréttavef Eiríks Jónssonar. Þar segir hann að allir góðir hlutir taki endi. „Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hringdi í mig í gær kl. 17.47 til að tilkynna mér að ég yrði ekki á lista Flokks fólksins í næstu Alþingiskosningum, en ég var í oddvitasæti 2021 og var kjördæmakjörinn,“ segir í tilkynningunni. „Þetta kom mér svoldið á óvart. Það er búið að vera sannur heiður að fá að vera á þingi með Ingu Sæland og öðrum þingmönnum Flokks fólksins – eitt allsherjar ævintýri ef satt skal segja,“ segir einnig. Þá hrósar hann Ingu fyrir það sem hún hafi áorkað og þakkar henni fyrir tækifærið. „Ég skil leikreglurnar. Það er margt gott fólk í boði og getur verið gott að endurnýja. Svona er lífið. Gangi ykkur vel og áfram veginn!“ segir að lokum. Ekki náðist í Ragnar við vinnslu fréttarinnar.
Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Sá elsti vonar að draumur um ráðherrasæti rætist Tómas A. Tómasson segist lifa æskudrauminn. Hann vonast til að verða næsti forseti Alþingis og segir að það hafi tekið tíma að læra að taka fréttir af blundum hans í þingsal ekki inn á sig. 17. október 2024 16:23 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Sá elsti vonar að draumur um ráðherrasæti rætist Tómas A. Tómasson segist lifa æskudrauminn. Hann vonast til að verða næsti forseti Alþingis og segir að það hafi tekið tíma að læra að taka fréttir af blundum hans í þingsal ekki inn á sig. 17. október 2024 16:23