Sýnir ólíkum skoðunum á komu Arons skilning: „Treysti Aroni hundrað prósent“ Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 11:04 Aron Pálmarsson er vanur að vera númer 4 en verður í treyju númer 44 hjá hinu sigursæla liði Veszprém. Veszprém Handball Spánverjinn Xavier Pascual, þjálfari handknattleiksliðs Veszprém, er í skýjunum með að hafa nú fengið Aron Pálmarsson aftur sem sinn lærisvein. Hann kveðst þó skilja að skoðanir stuðningsfólks Veszprém á endurkomu Arons geti verið mismunandi, eftir viðskilnaðinn 2017. Aron lék undir stjórn Pascual hjá Barcelona eftir að hafa farið þangað frá Veszprém árið 2017. Forráðamenn ungverska félagsins voru æfir út í Aron á þeim tíma og hótuðu málsókn, en nú er Aron mættur aftur til félagsins og gildir samningur hans við Veszprém fram til sumarsins 2026. „Ég vona að allir geti glaðst yfir þessu. Ég skil að skoðanir séu mismunandi en liðið þarf að vera í forgangi og ég er viss um að allir verði á endanum ánægðir með endurkomu hans til Veszprém,“ segir Pascual í myndbandi á vef Veszprém. Aron hafði verið leikmaður FH í rúmt ár en forráðamenn Veszprém leituðu til Hafnfirðinga þegar í ljós kom að Egyptinn Yehia El-Deraa gæti ekki spilað meira á tímabilinu vegna hnémeiðsla. „Ég er gríðarlega ánægður með komu Arons Pálmarssonar og þá staðreynd hve fljótt og greiðlega gekk að semja við bæði félagið hans og hann sjálfan. Við þökkum FH-ingum fyrir þeirra aðstoð,“ sagi Dr. Csaba Bartha, framkvæmdastjóri Veszprém. Aron öllum hnútum kunnugur Pascual segist hafa þurft að stækka sinn leikmannahóp og að það hafi verið snúið að finna leikmann í þeim gæðaflokki sem til þurfti, á þessum tíma. „Mér varð því hugsað til leikmanns sem að gæti hjálpað okkur, þekkir mitt upplegg og er leikmaður sem ég treysti fullkomlega. Þar að auki spilaði hann hér fyrir nokkrum árum. Og ég veit að tíma hans hérna síðast lauk ekki með besta hætti en í þessu tilviki tel ég að Aron gæti orðið stórkostlegur leikmaður fyrir okkur og hjálpað liðinu mikið,“ sagði Pascual, greinilega meðvitaður um hvernig viðskilnaður Arons var við Veszprém á sínum tíma. „Það getur verið erfitt að skilja svona aðstæður en við verðum að hugsa um velferð liðsins. Þess vegna er mikilvægt að fá mann sem skilur markmið liðsins, þekkir leikuppleggið og suma af leikmönnum liðsins eftir að hafa spilað með þeim. Ég tel þetta bestu lausnina og treysti Aroni hundrað prósent. Aron verður með sömu markmið og áður, og ég veit að hann er með í huga að vinna Meistaradeildina fyrir félagið. Það er eitt af markmiðunum sem við þurfum að stefna að. Ég er svo ánægður með að hann komi hingað, og ég vona að allir geti hjálpað honum og liðinu, líkt og í leiknum í gær,“ sagði Pascual og vísaði til framgöngu stuðningsmanna í 37-22 sigri á Eto-Szese í ungversku deildinni í gær. Sjálfur segist Aron, í myndbandskveðju sem félagið birtir, eiga óklárað verk fyrir höndum hjá Veszprém: „Núna hefur félagið gefið mér tækifæri til þess. Ég hef gríðarlegan metnað og geri allt til að ná þeim markmiðum sem fyrir okkur liggja. Ég geri mitt besta. Áfram Veszprém!“ Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Ungverski handboltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Sjá meira
Aron lék undir stjórn Pascual hjá Barcelona eftir að hafa farið þangað frá Veszprém árið 2017. Forráðamenn ungverska félagsins voru æfir út í Aron á þeim tíma og hótuðu málsókn, en nú er Aron mættur aftur til félagsins og gildir samningur hans við Veszprém fram til sumarsins 2026. „Ég vona að allir geti glaðst yfir þessu. Ég skil að skoðanir séu mismunandi en liðið þarf að vera í forgangi og ég er viss um að allir verði á endanum ánægðir með endurkomu hans til Veszprém,“ segir Pascual í myndbandi á vef Veszprém. Aron hafði verið leikmaður FH í rúmt ár en forráðamenn Veszprém leituðu til Hafnfirðinga þegar í ljós kom að Egyptinn Yehia El-Deraa gæti ekki spilað meira á tímabilinu vegna hnémeiðsla. „Ég er gríðarlega ánægður með komu Arons Pálmarssonar og þá staðreynd hve fljótt og greiðlega gekk að semja við bæði félagið hans og hann sjálfan. Við þökkum FH-ingum fyrir þeirra aðstoð,“ sagi Dr. Csaba Bartha, framkvæmdastjóri Veszprém. Aron öllum hnútum kunnugur Pascual segist hafa þurft að stækka sinn leikmannahóp og að það hafi verið snúið að finna leikmann í þeim gæðaflokki sem til þurfti, á þessum tíma. „Mér varð því hugsað til leikmanns sem að gæti hjálpað okkur, þekkir mitt upplegg og er leikmaður sem ég treysti fullkomlega. Þar að auki spilaði hann hér fyrir nokkrum árum. Og ég veit að tíma hans hérna síðast lauk ekki með besta hætti en í þessu tilviki tel ég að Aron gæti orðið stórkostlegur leikmaður fyrir okkur og hjálpað liðinu mikið,“ sagði Pascual, greinilega meðvitaður um hvernig viðskilnaður Arons var við Veszprém á sínum tíma. „Það getur verið erfitt að skilja svona aðstæður en við verðum að hugsa um velferð liðsins. Þess vegna er mikilvægt að fá mann sem skilur markmið liðsins, þekkir leikuppleggið og suma af leikmönnum liðsins eftir að hafa spilað með þeim. Ég tel þetta bestu lausnina og treysti Aroni hundrað prósent. Aron verður með sömu markmið og áður, og ég veit að hann er með í huga að vinna Meistaradeildina fyrir félagið. Það er eitt af markmiðunum sem við þurfum að stefna að. Ég er svo ánægður með að hann komi hingað, og ég vona að allir geti hjálpað honum og liðinu, líkt og í leiknum í gær,“ sagði Pascual og vísaði til framgöngu stuðningsmanna í 37-22 sigri á Eto-Szese í ungversku deildinni í gær. Sjálfur segist Aron, í myndbandskveðju sem félagið birtir, eiga óklárað verk fyrir höndum hjá Veszprém: „Núna hefur félagið gefið mér tækifæri til þess. Ég hef gríðarlegan metnað og geri allt til að ná þeim markmiðum sem fyrir okkur liggja. Ég geri mitt besta. Áfram Veszprém!“
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Ungverski handboltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Sjá meira