Er öldrunarhjúkrun gefandi? Ólína Kristín Jónsdóttir skrifar 20. október 2024 22:01 Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga hélt vinnudag í september síðastliðnum þar sem þverfaglegur hópur kom saman og ræddi um tækifærin í öldrunarþjónustu. Eitt af því sem við gerðum var að upphugsa slagorð fyrir öldrun. Svona fyrir utan: „Er ekki bara best að vinna í öldrun“ komu upp hugtök eins og: „krefjandi,“ „skemmtileg“ og „fjölbreytt,“ sem öldrunarhjúkrun vissulega er og ég spurði hvort að við ættum ekki að segja “gefandi” líka. Einn sessunautur minn andmælti því kröftuglega, ef starfið væri gefandi værum við að segja að við þyrftum ekki að fá borgað almennilega fyrir það. Þetta hefur ekki liðið mér úr minni síðan, því mér finnst svo sannarlega gefandi að sinna starfi mínu. Það þýðir ekki að ég vilji ekki fá borgað fyrir menntun, ábyrgð og reynslu. En ég held að það geri mig að betri fagmanneskju og það er eitthvað sem ég vil að fólk viti af. Að vera í gefandi starfi hvetur mann áfram og maður vill gera enn betur. Það eru margar hliðar á starfinu fyrir utan að uppfylla grunnþarfir. Sem dæmi má nefna að hjálpa fólki að komast yfir erfið einkenni heilabilunar, að styðja við fólk sem er að takast á við nýtt umhverfi og aðstæður og hjálpa því að blómstra. Að veita fjölskyldum ráðgjöf og stuðning við hvernig best er að takast á við veikindi og breyttan veruleika. Að fylgja skjólstæðingum okkar síðustu metrana í lífinu og gera þá fallega í stað kvíðvænlega. En svo er það umræðan á samfélagsmiðlum og jafnvel fjölmiðlum. Það skrifar enginn smá pistil á Facebook um að mamma sé nýflutt á hjúkrunarheimili, það hafi verið tekið vel á móti henni og hún sé ótrúlega sátt þó að auðvitað hefði hún viljað vera lengur heima. Hún sitji við borð með fólki sem hún kannast við úr Breiðholtinu og sé allt í einu farin að syngja og spila bingó, sem hún var löngu hætt að gera eða gerði jafnvel aldrei áður. Að hún sé ekki lengur kvíðin yfir því að vera ein heima heldur sé umkringd fólki í sömu stöðu og góðhjörtuðu starfsfólki. Sem er líklega algengasti raunveruleikinn. Það er engin skömm falin í því að þurfa að flytjast á hjúkrunarheimili eða vera aðstandandi einhverns sem þarf að flytja á hjúkrunarheimili. Að flytjast á hjúkrunarheimili eru réttindi fólks sem ekki getur lengur búið heima vegna ýmissa ástæðna. Raunveruleikinn er sá að það er yfirleitt það neikvæða sem að ratar í umræðuna, hratt og örugglega. Nú er ég ekki að segja að umönnun á hjúkrunarheimilum sé fullkomin. Starfsfólk og stjórnendur eru mannlegir og geta gert mistök eða yfirsést hlutir og mögulega er pottur brotinn einhversstaðar. En þá er mikilvægt að hlutirnir fari í réttan farveg, að ræða við deildarstjóra, framkvæmdastjóra og ef það dugar ekki, þá Landlæknisembættið. Það vinnast engar baráttur á samfélagsmiðlum og umræðan dregur kjarkinn úr almennu starfsfólki sem ekki má segja sína hlið. Í grunninn hef ég þá trú að allir séu að gera sitt besta, og oftast er það nógu gott. Það mætti svo gjarnan heyrast líka. Og vissulega heyrist það, þó að það sé ekki á opinberum vettvangi. Eftir spjall um daginn sagði skjólstæðingur: ”Það er svo gott að tala við þig, það er eins og að fá volgt sjal yfir axlirnar”. Á alþjóða Alzheimerdeginum gekk til mín kona og faðmaði mig, sagði að pabbi hennar hefði verið hjá mér fyrir mörgum árum og vildi þakka fyrir allt. Aðstandendur á deildinni minni vildu gleðja starfsfólkið og keyptu pizzu og ís og mættu með gítar og skemmtilegheit seinni part dags. Svona hlutir eru valdeflandi í krefjandi starfi. Kannski er ég mjúka týpan en ég bara verð að segja að öldrunarhjúkrun er jafn gefandi og hún er fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg. Ég vil samt fá sanngjörn laun. Höfundur er öldrunarhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á hjúkrunarheimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga hélt vinnudag í september síðastliðnum þar sem þverfaglegur hópur kom saman og ræddi um tækifærin í öldrunarþjónustu. Eitt af því sem við gerðum var að upphugsa slagorð fyrir öldrun. Svona fyrir utan: „Er ekki bara best að vinna í öldrun“ komu upp hugtök eins og: „krefjandi,“ „skemmtileg“ og „fjölbreytt,“ sem öldrunarhjúkrun vissulega er og ég spurði hvort að við ættum ekki að segja “gefandi” líka. Einn sessunautur minn andmælti því kröftuglega, ef starfið væri gefandi værum við að segja að við þyrftum ekki að fá borgað almennilega fyrir það. Þetta hefur ekki liðið mér úr minni síðan, því mér finnst svo sannarlega gefandi að sinna starfi mínu. Það þýðir ekki að ég vilji ekki fá borgað fyrir menntun, ábyrgð og reynslu. En ég held að það geri mig að betri fagmanneskju og það er eitthvað sem ég vil að fólk viti af. Að vera í gefandi starfi hvetur mann áfram og maður vill gera enn betur. Það eru margar hliðar á starfinu fyrir utan að uppfylla grunnþarfir. Sem dæmi má nefna að hjálpa fólki að komast yfir erfið einkenni heilabilunar, að styðja við fólk sem er að takast á við nýtt umhverfi og aðstæður og hjálpa því að blómstra. Að veita fjölskyldum ráðgjöf og stuðning við hvernig best er að takast á við veikindi og breyttan veruleika. Að fylgja skjólstæðingum okkar síðustu metrana í lífinu og gera þá fallega í stað kvíðvænlega. En svo er það umræðan á samfélagsmiðlum og jafnvel fjölmiðlum. Það skrifar enginn smá pistil á Facebook um að mamma sé nýflutt á hjúkrunarheimili, það hafi verið tekið vel á móti henni og hún sé ótrúlega sátt þó að auðvitað hefði hún viljað vera lengur heima. Hún sitji við borð með fólki sem hún kannast við úr Breiðholtinu og sé allt í einu farin að syngja og spila bingó, sem hún var löngu hætt að gera eða gerði jafnvel aldrei áður. Að hún sé ekki lengur kvíðin yfir því að vera ein heima heldur sé umkringd fólki í sömu stöðu og góðhjörtuðu starfsfólki. Sem er líklega algengasti raunveruleikinn. Það er engin skömm falin í því að þurfa að flytjast á hjúkrunarheimili eða vera aðstandandi einhverns sem þarf að flytja á hjúkrunarheimili. Að flytjast á hjúkrunarheimili eru réttindi fólks sem ekki getur lengur búið heima vegna ýmissa ástæðna. Raunveruleikinn er sá að það er yfirleitt það neikvæða sem að ratar í umræðuna, hratt og örugglega. Nú er ég ekki að segja að umönnun á hjúkrunarheimilum sé fullkomin. Starfsfólk og stjórnendur eru mannlegir og geta gert mistök eða yfirsést hlutir og mögulega er pottur brotinn einhversstaðar. En þá er mikilvægt að hlutirnir fari í réttan farveg, að ræða við deildarstjóra, framkvæmdastjóra og ef það dugar ekki, þá Landlæknisembættið. Það vinnast engar baráttur á samfélagsmiðlum og umræðan dregur kjarkinn úr almennu starfsfólki sem ekki má segja sína hlið. Í grunninn hef ég þá trú að allir séu að gera sitt besta, og oftast er það nógu gott. Það mætti svo gjarnan heyrast líka. Og vissulega heyrist það, þó að það sé ekki á opinberum vettvangi. Eftir spjall um daginn sagði skjólstæðingur: ”Það er svo gott að tala við þig, það er eins og að fá volgt sjal yfir axlirnar”. Á alþjóða Alzheimerdeginum gekk til mín kona og faðmaði mig, sagði að pabbi hennar hefði verið hjá mér fyrir mörgum árum og vildi þakka fyrir allt. Aðstandendur á deildinni minni vildu gleðja starfsfólkið og keyptu pizzu og ís og mættu með gítar og skemmtilegheit seinni part dags. Svona hlutir eru valdeflandi í krefjandi starfi. Kannski er ég mjúka týpan en ég bara verð að segja að öldrunarhjúkrun er jafn gefandi og hún er fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg. Ég vil samt fá sanngjörn laun. Höfundur er öldrunarhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á hjúkrunarheimili.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun