Rödd skynseminnar Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar 20. október 2024 19:02 Stjórnvöld og ákvarðanir þeirra spegla þann tíðaranda sem er uppi hverju sinni, enda samsett fólki sem er þverskurður samfélagsins. Það er mikilvægt að líta um öxl og horfa gagnrýnum augum á þær ákvarðanir sem stjórnvöld hafa tekið í tilraun til þess að tryggja að ákvarðanir framtíðarinnar séu hafnar yfir persónulegar kreddur, vanþekkingu, fordóma og óöryggi. Stjórnvöld verða að tryggja það að hagsmunir heildarinnar eru hafðir að leiðarljósi um leið og staða þeirra verst settu í samfélaginu er sett á oddinn og bætt með öllum þeim leiðum sem okkur framast er unnt. Langar mig í framhaldinu að minna á að Ísland á ekki fegurstu söguna þegar kemur að framkomu gagnvart konum og stúlkum. Í því samhengi nefni ég ástandið en bókin Kynlegt stríð eftir Báru Baldursdóttur kom út nýverið og varpar ljósi á tvö lykilskjalasöfn sem varpa algjörlega nýju ljósi á efnið sem við töldum okkur öll þekkja þokkalega vel. Íslensk stjórnvöld stunduðu á þeim tíma miklar persónunjósnir gagnvart konum og börnum og beittu stúlkur ofbeldi og frelsisviptingu vegna mögulegra samneyta þeirra við erlenda karlmenn. Við verðum að læra af sögunni og vinna markvisst að því að hún endurtaki sig ekki, að við stöndum ekki vörð um kerfi sem eru mannanna verk og verja sérhagsmuni eða halda ákveðnum hópum samfélagsins í fjárhagslegri eða félagslegri gíslingu. Bakslag um allan heim í stöðu jafnréttismála er einnig merkjanlegt í íslensku samfélagi og jafnréttisparadísin Ísland rétt slefar í það sæti. Við höfum dregist aftur úr okkar helstu viðlíkjendum hvað varðar t.d. heilsu og menntun kvenna og annarra jaðarsettra hópa hér á landi. Við þurfum í okkar stefnu að beina sjónum okkar að því sem viðheldur bágri stöðu kvenna og annarra jaðarsettra hópa. Eru það þá helst vinnumarkaðstengdir þættir og í fyrsta lagi má nefna lágt virðismat kvennastétta. Ég verð hér að benda á kjarabaráttu kennara, einnar stærstu kvennastéttarinnar. Það virðist vera „landlægur andskoti“ að kennarar þurfi að sætta sig við lág laun og krefjandi vinnuaðstæður af því að þeir eru svo lánsamir að „fá að kenna“ eins og formaður Samtaka Atvinnulífsins komst svo skemmtilega að orði í fjölmiðlum í vikunni. Í öðru lagi og tengist einnig vinnumarkaði eru hlutastörf - en þriðjungur kvenna er í hlutastörfum til að geta axlað frekar þau umönnunarstörf sem falla til innan sem utan heimilisins. Í þriðja lagi og það sem kemur á óvart að er ekki einu sinni breyta í jafnréttismælingum er kynbundið ofbeldi. Við gætum tekið langa stund til að telja upp nýleg atvik sem snúa að kynbundnu ofbeldi þar sem ljótasta birtingarmyndin eru kvenna- og barnamorð. Bakslag hvað stöðu jafnréttis varðar er svo sannarlega greinanlegt hér á landi. Tölfræðin er svört þegar við skoðum fjölda kvenna sem starfa eða starfað hafa á Alþingi bæði sem kjörnir fulltrúar og sem starfsmenn þingsins og hafa orðið fyrir kynbundinni áreitni eða ofbeldi í starfi eða 80%. Það eru svimandi háar tölur. Þetta er ekki fasti, þetta er menning sem þarf að uppræta. Þessar tölur birtast á sama tíma og við þurfum að hvetja konur til að taka aukinn þátt í stjórnmálum svo jafnrétti verði hér náð. En þátttaka kvenna í stjórnmálum er grundvöllur jafnréttis. Í stjórnmálum höfum við val um stefnu og strauma. Við höfum valið að setja skynsemina á oddinn og tala af yfirvegun og gegn þeirri pólun sem hefur átt sér stað í stjórnmálunum. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að rödd skynseminnar nái í gegnum falsfréttir og popúlisma og komist alla leið inn að ríkisstjórnarborðinu á ný. Höfundur er kennari og formaður Kvenna í Framsókn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld og ákvarðanir þeirra spegla þann tíðaranda sem er uppi hverju sinni, enda samsett fólki sem er þverskurður samfélagsins. Það er mikilvægt að líta um öxl og horfa gagnrýnum augum á þær ákvarðanir sem stjórnvöld hafa tekið í tilraun til þess að tryggja að ákvarðanir framtíðarinnar séu hafnar yfir persónulegar kreddur, vanþekkingu, fordóma og óöryggi. Stjórnvöld verða að tryggja það að hagsmunir heildarinnar eru hafðir að leiðarljósi um leið og staða þeirra verst settu í samfélaginu er sett á oddinn og bætt með öllum þeim leiðum sem okkur framast er unnt. Langar mig í framhaldinu að minna á að Ísland á ekki fegurstu söguna þegar kemur að framkomu gagnvart konum og stúlkum. Í því samhengi nefni ég ástandið en bókin Kynlegt stríð eftir Báru Baldursdóttur kom út nýverið og varpar ljósi á tvö lykilskjalasöfn sem varpa algjörlega nýju ljósi á efnið sem við töldum okkur öll þekkja þokkalega vel. Íslensk stjórnvöld stunduðu á þeim tíma miklar persónunjósnir gagnvart konum og börnum og beittu stúlkur ofbeldi og frelsisviptingu vegna mögulegra samneyta þeirra við erlenda karlmenn. Við verðum að læra af sögunni og vinna markvisst að því að hún endurtaki sig ekki, að við stöndum ekki vörð um kerfi sem eru mannanna verk og verja sérhagsmuni eða halda ákveðnum hópum samfélagsins í fjárhagslegri eða félagslegri gíslingu. Bakslag um allan heim í stöðu jafnréttismála er einnig merkjanlegt í íslensku samfélagi og jafnréttisparadísin Ísland rétt slefar í það sæti. Við höfum dregist aftur úr okkar helstu viðlíkjendum hvað varðar t.d. heilsu og menntun kvenna og annarra jaðarsettra hópa hér á landi. Við þurfum í okkar stefnu að beina sjónum okkar að því sem viðheldur bágri stöðu kvenna og annarra jaðarsettra hópa. Eru það þá helst vinnumarkaðstengdir þættir og í fyrsta lagi má nefna lágt virðismat kvennastétta. Ég verð hér að benda á kjarabaráttu kennara, einnar stærstu kvennastéttarinnar. Það virðist vera „landlægur andskoti“ að kennarar þurfi að sætta sig við lág laun og krefjandi vinnuaðstæður af því að þeir eru svo lánsamir að „fá að kenna“ eins og formaður Samtaka Atvinnulífsins komst svo skemmtilega að orði í fjölmiðlum í vikunni. Í öðru lagi og tengist einnig vinnumarkaði eru hlutastörf - en þriðjungur kvenna er í hlutastörfum til að geta axlað frekar þau umönnunarstörf sem falla til innan sem utan heimilisins. Í þriðja lagi og það sem kemur á óvart að er ekki einu sinni breyta í jafnréttismælingum er kynbundið ofbeldi. Við gætum tekið langa stund til að telja upp nýleg atvik sem snúa að kynbundnu ofbeldi þar sem ljótasta birtingarmyndin eru kvenna- og barnamorð. Bakslag hvað stöðu jafnréttis varðar er svo sannarlega greinanlegt hér á landi. Tölfræðin er svört þegar við skoðum fjölda kvenna sem starfa eða starfað hafa á Alþingi bæði sem kjörnir fulltrúar og sem starfsmenn þingsins og hafa orðið fyrir kynbundinni áreitni eða ofbeldi í starfi eða 80%. Það eru svimandi háar tölur. Þetta er ekki fasti, þetta er menning sem þarf að uppræta. Þessar tölur birtast á sama tíma og við þurfum að hvetja konur til að taka aukinn þátt í stjórnmálum svo jafnrétti verði hér náð. En þátttaka kvenna í stjórnmálum er grundvöllur jafnréttis. Í stjórnmálum höfum við val um stefnu og strauma. Við höfum valið að setja skynsemina á oddinn og tala af yfirvegun og gegn þeirri pólun sem hefur átt sér stað í stjórnmálunum. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að rödd skynseminnar nái í gegnum falsfréttir og popúlisma og komist alla leið inn að ríkisstjórnarborðinu á ný. Höfundur er kennari og formaður Kvenna í Framsókn.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun