Í hvernig samfélagi viljum við búa í? Ólafur H. Ólafsson skrifar 18. október 2024 11:32 Ég hef verið að velta þessari spurningu fyrir mér, undanfarið og ég hef komist að niðurstöðu hvað mig varðar. Ég vil búa í samfélagi þar sem að jafnrétti, mannréttindi og bræðralag gildir meðal allra manneskja er í gildi og virkt, ekki bara sumra. Með þessu á ég við að við sem samfélag förum ekki í manngreiningarálits og mismunum fólki út frá litarhætti eða kynhneigð, hér eiga nefnilega allir að vera velkomnir, óháð þessum atriðum. Til þess að takast á við alvarlegri ágreininga sem upp á milli okkar kemur, höfum við dómskerfi, en það þarf líka að vera þannig að það mismuni ekki heldur fólki vegna þessa atriði, fólk sem fremur glæpi, gerir það óháð því hvernig það er á litinn og eða hvernig kynhneigð þeirra er og réttarkerfið í heild sinni þarf og verður að taka mið af því ! Ég vil líka búa í samfélagi þar sem að þegnar þess geti búið við öruggt húsaskjól og það án þess að það kosti fólk lungun og lifrina, því eins og staða þessara mála er í dag, þá mætti helst líkja þessu við geðveiki. Það er í raun það orð sem margt fólk í kringum mig notar til þess að lýsa þessum markaði í dag og í raun ástands þessa málefnis, eins og þau hafa verið í allt of langan tíma. Það er nefnilega EKKERT eðlilegt við það að meirihluti þeirra tekna og stundum duga ekki heildar tekjur til, sem inn á heimilin berast fari í þennan sí hækkandi kostnaðarlið. Það er heldur ekkert eðlilegt, hvernig fólki í þessum vanda er mætt með algjöru skilningsleysi og því bara sagt að borga, getuleysi stjórnvalda er algjört! Sem dæmi um þetta, þá bý ég í bæ þar sem um 3.000 manns búa, hér er jú uppbygging og hér rísa íbúðir frekar hratt, það vantar ekki. En, Það þarf heldur ekki að skoða sig lengi um hérna, til þess að sjá að innan bæjarfélagsins eru í tuga tali, bæði fullkláraðar og óinnréttar íbúðir sem standa tómar og engum til gagns, mánuðum saman og jafnvel lengur, ef því er að skipta. Ég stór efa að bæjarfélagið sem ég bý í, sé einsdæmi. En þetta þarf ekki að vera svona, við þurfum því að fá stjórnvöl, bæði á ríkstjórnarstiginu og sveitastjórnarstiginu, sem eru raunverulega til að breyta þessu og með raunverulegum aðgerðum. Það er heldur ekkert skrítið við að í þessu ástandi, sé almenningur farinn að huga að því að flytja út til nágranna landa okkar og eða nú þegar farið í leit að betri lífskjörum, eins og dæmin sanna meðal annars á hinum ýmsu spjallsvæðum inn á Facebook. Að auki þessu, eru fjölmörg önnur dæmi sem vel er hægt að benda á og þarf að laga, t.d. heilbrigðiskerfið. Sem er ekki að standa undir nafni og ótal margar sögur sem sanna að þar þarf að stórbæta og starfsfólk innan þess geira er einfaldlega að gefast upp, sökum manneklu, skorts á skilningi t.d. er kemur að geðheilbrigði og skorts á húsnæði, því þó svo að uppbyggingu nýs sjúkrahús í Reykjavík, miði ágætlega, þá er heilbrigðiskerfið stærra en svo, það er víst líka utan höfuðborgarsvæðisins ! Menntamálin er líka í verulegu ójafnvægi, eins og nýlegar fréttir sýna, þar er líkt og innan heilbrigðiskerfisins, kominn mikill pirringur innan starfsstétta menntastofnan og dæmi um vilja kennara til að grípa til hópuppsagna, vegna vinnuálag. Það er nefnilega svo skrítið að fólk sem stundar vinnu, hvort sem það er innan menntakerfisins eða annars staðar þarf að geta lifað á launum sínum, þau stunda ekki vinnu sína með hugsjónina eina að vopni, en því miður virðist það vera þannig, að í allt mörgum starfsgreinum, sé ætlast til þess! Samgöngumálin eru einnig stór málefni sem þarf að sinna, gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins er fyrir löngu úr sér gengið og þarf að bæði að hraða þeim aðgerðum sem þegar eru byrjaðar og að hafa græn sjónarmið ríkjandi í þeim sem og öðrum samgönguaðgerðum sem eru í gangi í kringum landið! Efnahagsmálin, sá gjaldmiðill sem við búum við, er stór partur af vandamálinu og bara það að skipta honum út fyrir t.d. Evruna, myndi þýða að við værum kominn með mun stöðugri gjaldmiðil, sem þýðir lægri verðbólgu, sem þýðir mun minni gengissveiflur, sem þýðir meðal annars lægri húsnæðiskostnaður. Í þessu fælust einnig lægri neyslukostnaður, samanber matvörur og aðrar almennar neysluvörur. Það er a.m.k. alveg þess virði að skoða það gaumgæfilega, hvað er í boði og með upptöku Evru og þá um leið inngöngu inn í ESB! Loftlagsmál eru og verða eitt af stærstu hnattrænu vandamálum um ókomnaframtíð, okkur ber hreinlega skylda til þess að gera allt sem við getum, til þess að beygja af þeirri braut sem við erum á. Því ef við gerum það ekki, þá mun það kosta okkur mun meira í komandi framtíð, þegar við verðum ekkert spurð lengur hvort við ætlum að gera eitthvað í þessum málefnum eða ekki! Það sem við sem einstaklingar getum gert í þessu, er t.d. að minnka okkar eigin kolefnaspor og það getum við gert með því að endurnýja hluti og föt, við þurfum ekki að kaupa nýtt, bara vegna þess að neysluhlutir okkar þurfa alltaf að vera það nýjasta og flottasta sem markaðurinn hefur upp á að bjóða. Það sem stjórnvöld geta gert í þessum málaflokki er að hraða orkuskiptum og gera almenningi og fyrirtækjum kleift að hafa aðgang af grænni orku, bæta samgöngur og gera þær grænni og þá á landi, sjó og í lofti, tæknin er til staðar. Einnig má beita þeim sem menga hvað mest, sektar aðgerðum og eða þeim sem standa sig þá með skattaíviljunum á móti. Nú eru eflaust einhverjir sem þetta lesa að fussa og sveigja og spyrja sem svo, eitthvað hljóta þessar athugasemdir nú að kosta og hvernig eigum við að hafa efni á öllu þessu? Það er algjörlega eðlilegt að spyrja sem svo. Lausnirnar liggja í því að það þarf þor til þess að breyta og það þarf þor til þess að vilja að breyta, að auki þeirra hugmynda sem hefur verið áður nefndar hér að ofan, meðal annars með því að skipta út gjaldmiðli og auka gjaldheimtu á mengandi starfsemi . Þá þarf að vilja og þora að efla þeirra tekna sem til þarf, það þarf því meðal annars að ná í þetta fé í þá vasa sem hafa efni á því að borga meira til samfélagsins. Það er nefnilega ekkert eðlilegt við það að stærstu og stöndugustu fyrirtæki landsins, komist upp með að greiða sem allra minnst til samfélagsins, en skila svo mörgum milljörðum í hagnað á hverjum ársfjórðungi, á meðan almenningur landsins bera þungann. Það þarf líka að tækla nærst stærsta hagkerfi landsins og eitt af stærstu hagkerfum heimsins, eða svarta stundum líka nefnt dulda hagkerfið. Hvort sem því kerfi er haldið lifandi með siðlausum en löglegum hætti, eða með ólöglegum hætti, þá felast umtalsverðir fjármunir í því og þeir fjármunir skipta hundruðum milljarða á hverju ári! Höfundur er tilvonandi kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið að velta þessari spurningu fyrir mér, undanfarið og ég hef komist að niðurstöðu hvað mig varðar. Ég vil búa í samfélagi þar sem að jafnrétti, mannréttindi og bræðralag gildir meðal allra manneskja er í gildi og virkt, ekki bara sumra. Með þessu á ég við að við sem samfélag förum ekki í manngreiningarálits og mismunum fólki út frá litarhætti eða kynhneigð, hér eiga nefnilega allir að vera velkomnir, óháð þessum atriðum. Til þess að takast á við alvarlegri ágreininga sem upp á milli okkar kemur, höfum við dómskerfi, en það þarf líka að vera þannig að það mismuni ekki heldur fólki vegna þessa atriði, fólk sem fremur glæpi, gerir það óháð því hvernig það er á litinn og eða hvernig kynhneigð þeirra er og réttarkerfið í heild sinni þarf og verður að taka mið af því ! Ég vil líka búa í samfélagi þar sem að þegnar þess geti búið við öruggt húsaskjól og það án þess að það kosti fólk lungun og lifrina, því eins og staða þessara mála er í dag, þá mætti helst líkja þessu við geðveiki. Það er í raun það orð sem margt fólk í kringum mig notar til þess að lýsa þessum markaði í dag og í raun ástands þessa málefnis, eins og þau hafa verið í allt of langan tíma. Það er nefnilega EKKERT eðlilegt við það að meirihluti þeirra tekna og stundum duga ekki heildar tekjur til, sem inn á heimilin berast fari í þennan sí hækkandi kostnaðarlið. Það er heldur ekkert eðlilegt, hvernig fólki í þessum vanda er mætt með algjöru skilningsleysi og því bara sagt að borga, getuleysi stjórnvalda er algjört! Sem dæmi um þetta, þá bý ég í bæ þar sem um 3.000 manns búa, hér er jú uppbygging og hér rísa íbúðir frekar hratt, það vantar ekki. En, Það þarf heldur ekki að skoða sig lengi um hérna, til þess að sjá að innan bæjarfélagsins eru í tuga tali, bæði fullkláraðar og óinnréttar íbúðir sem standa tómar og engum til gagns, mánuðum saman og jafnvel lengur, ef því er að skipta. Ég stór efa að bæjarfélagið sem ég bý í, sé einsdæmi. En þetta þarf ekki að vera svona, við þurfum því að fá stjórnvöl, bæði á ríkstjórnarstiginu og sveitastjórnarstiginu, sem eru raunverulega til að breyta þessu og með raunverulegum aðgerðum. Það er heldur ekkert skrítið við að í þessu ástandi, sé almenningur farinn að huga að því að flytja út til nágranna landa okkar og eða nú þegar farið í leit að betri lífskjörum, eins og dæmin sanna meðal annars á hinum ýmsu spjallsvæðum inn á Facebook. Að auki þessu, eru fjölmörg önnur dæmi sem vel er hægt að benda á og þarf að laga, t.d. heilbrigðiskerfið. Sem er ekki að standa undir nafni og ótal margar sögur sem sanna að þar þarf að stórbæta og starfsfólk innan þess geira er einfaldlega að gefast upp, sökum manneklu, skorts á skilningi t.d. er kemur að geðheilbrigði og skorts á húsnæði, því þó svo að uppbyggingu nýs sjúkrahús í Reykjavík, miði ágætlega, þá er heilbrigðiskerfið stærra en svo, það er víst líka utan höfuðborgarsvæðisins ! Menntamálin er líka í verulegu ójafnvægi, eins og nýlegar fréttir sýna, þar er líkt og innan heilbrigðiskerfisins, kominn mikill pirringur innan starfsstétta menntastofnan og dæmi um vilja kennara til að grípa til hópuppsagna, vegna vinnuálag. Það er nefnilega svo skrítið að fólk sem stundar vinnu, hvort sem það er innan menntakerfisins eða annars staðar þarf að geta lifað á launum sínum, þau stunda ekki vinnu sína með hugsjónina eina að vopni, en því miður virðist það vera þannig, að í allt mörgum starfsgreinum, sé ætlast til þess! Samgöngumálin eru einnig stór málefni sem þarf að sinna, gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins er fyrir löngu úr sér gengið og þarf að bæði að hraða þeim aðgerðum sem þegar eru byrjaðar og að hafa græn sjónarmið ríkjandi í þeim sem og öðrum samgönguaðgerðum sem eru í gangi í kringum landið! Efnahagsmálin, sá gjaldmiðill sem við búum við, er stór partur af vandamálinu og bara það að skipta honum út fyrir t.d. Evruna, myndi þýða að við værum kominn með mun stöðugri gjaldmiðil, sem þýðir lægri verðbólgu, sem þýðir mun minni gengissveiflur, sem þýðir meðal annars lægri húsnæðiskostnaður. Í þessu fælust einnig lægri neyslukostnaður, samanber matvörur og aðrar almennar neysluvörur. Það er a.m.k. alveg þess virði að skoða það gaumgæfilega, hvað er í boði og með upptöku Evru og þá um leið inngöngu inn í ESB! Loftlagsmál eru og verða eitt af stærstu hnattrænu vandamálum um ókomnaframtíð, okkur ber hreinlega skylda til þess að gera allt sem við getum, til þess að beygja af þeirri braut sem við erum á. Því ef við gerum það ekki, þá mun það kosta okkur mun meira í komandi framtíð, þegar við verðum ekkert spurð lengur hvort við ætlum að gera eitthvað í þessum málefnum eða ekki! Það sem við sem einstaklingar getum gert í þessu, er t.d. að minnka okkar eigin kolefnaspor og það getum við gert með því að endurnýja hluti og föt, við þurfum ekki að kaupa nýtt, bara vegna þess að neysluhlutir okkar þurfa alltaf að vera það nýjasta og flottasta sem markaðurinn hefur upp á að bjóða. Það sem stjórnvöld geta gert í þessum málaflokki er að hraða orkuskiptum og gera almenningi og fyrirtækjum kleift að hafa aðgang af grænni orku, bæta samgöngur og gera þær grænni og þá á landi, sjó og í lofti, tæknin er til staðar. Einnig má beita þeim sem menga hvað mest, sektar aðgerðum og eða þeim sem standa sig þá með skattaíviljunum á móti. Nú eru eflaust einhverjir sem þetta lesa að fussa og sveigja og spyrja sem svo, eitthvað hljóta þessar athugasemdir nú að kosta og hvernig eigum við að hafa efni á öllu þessu? Það er algjörlega eðlilegt að spyrja sem svo. Lausnirnar liggja í því að það þarf þor til þess að breyta og það þarf þor til þess að vilja að breyta, að auki þeirra hugmynda sem hefur verið áður nefndar hér að ofan, meðal annars með því að skipta út gjaldmiðli og auka gjaldheimtu á mengandi starfsemi . Þá þarf að vilja og þora að efla þeirra tekna sem til þarf, það þarf því meðal annars að ná í þetta fé í þá vasa sem hafa efni á því að borga meira til samfélagsins. Það er nefnilega ekkert eðlilegt við það að stærstu og stöndugustu fyrirtæki landsins, komist upp með að greiða sem allra minnst til samfélagsins, en skila svo mörgum milljörðum í hagnað á hverjum ársfjórðungi, á meðan almenningur landsins bera þungann. Það þarf líka að tækla nærst stærsta hagkerfi landsins og eitt af stærstu hagkerfum heimsins, eða svarta stundum líka nefnt dulda hagkerfið. Hvort sem því kerfi er haldið lifandi með siðlausum en löglegum hætti, eða með ólöglegum hætti, þá felast umtalsverðir fjármunir í því og þeir fjármunir skipta hundruðum milljarða á hverju ári! Höfundur er tilvonandi kjósandi.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun