Þankar um framtíð landsins okkar Árný Björg Blandon skrifar 18. október 2024 09:01 Nú þegar kosningar eru framundan, reikar hugurinn í gegnum síðastliðinn sjö ár og jafnvel enn lengra aftur í fortíðina. Í mörg ár, hef ég horft á eftir fólki sem ég þekki flytja af landi brott vegna fjárhagsstöðu sinnar, flutt frá fjölskyldu og vinum til að finna annað land sem er ódýrara og betra að búa í.Vextirnir voru að sliga mörg þeirra og matarinnkaupin voru farin að þrengja pyngjuna um of. Jafnvel fiskurinn sem var alltaf ódýr og hollt val í matinn er orðinn fulldýr í dag. Margt af þessu fólki eru eldri borgarar, eiga mörg til dæmis ekki feita lífeyrissjóði. Það er svo víða pottur brotinn í landinu okkar og við vitum öll að ríkisstjórnin hefur ekki verið að standa vörð í kringum þau sem strita og standa höllum fæti í þjóðfélaginu. Það er alveg hægt en er bara ekki gert og við skiljum þetta engan veginn. Og nú er það stóra spurningin. Ætlum við að kjósa svona stjórn yfir okkur aftur, stjórn sem er fallin í dag löngu fyrir lok kjörtímabilsins. Við hljótum að hafa vitkast. Hljótum að vilja gagngerar breytingar. Sumt fólk hefur alltaf kosið „sinn flokk“ eins og kynslóðirnar á undan þeim gerðu líka. Alveg sama hvað á undan gékk. Ég man þegar ég komst á kosningaaldur, þá setti fjölskylda mín þá pressu á mig að nú yrði ég að kjósa og „kjósa rétt“. Annars fengi ég ekki far á kjörstað. Ég, vitandi ekkert um stjórnmál, þáði farið og kaus flokkinn sem mér var sagt að kjósa. Mjög auðvelt, bara eitt strik í kladdan. En hvað var ég að kjósa yfir mig og mína þjóð? Hvað ætlum við að kjósa yfir okkur 30. nóv. 2024? Kjósum með hjartanu, því hjartað slær fyrir réttlætið. Verum vitur og forðum okkur undan stjórnun og græðgi. Kjósum ríkisstjórn sem virkar í nærkomandi framtíð. Látum kosningaloforðin ekki blekkja okkur, þau eiga það til að bregðast og verða að engu. Gleymum því ekki núna. Kjósum þannig að fólkið sem hefur flúið landið, langi til að koma aftur heim. Að börnin okkar búi við öryggi, að ofbeldi líði undir lok. Að hlúð sé að þeim sem þurfa þess. Kjósum kærleikann. Ef hann er með í för, þá fer allt vel. Höfundur vinnur við þýðingar og yfirlestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árný Björg Blandon Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar kosningar eru framundan, reikar hugurinn í gegnum síðastliðinn sjö ár og jafnvel enn lengra aftur í fortíðina. Í mörg ár, hef ég horft á eftir fólki sem ég þekki flytja af landi brott vegna fjárhagsstöðu sinnar, flutt frá fjölskyldu og vinum til að finna annað land sem er ódýrara og betra að búa í.Vextirnir voru að sliga mörg þeirra og matarinnkaupin voru farin að þrengja pyngjuna um of. Jafnvel fiskurinn sem var alltaf ódýr og hollt val í matinn er orðinn fulldýr í dag. Margt af þessu fólki eru eldri borgarar, eiga mörg til dæmis ekki feita lífeyrissjóði. Það er svo víða pottur brotinn í landinu okkar og við vitum öll að ríkisstjórnin hefur ekki verið að standa vörð í kringum þau sem strita og standa höllum fæti í þjóðfélaginu. Það er alveg hægt en er bara ekki gert og við skiljum þetta engan veginn. Og nú er það stóra spurningin. Ætlum við að kjósa svona stjórn yfir okkur aftur, stjórn sem er fallin í dag löngu fyrir lok kjörtímabilsins. Við hljótum að hafa vitkast. Hljótum að vilja gagngerar breytingar. Sumt fólk hefur alltaf kosið „sinn flokk“ eins og kynslóðirnar á undan þeim gerðu líka. Alveg sama hvað á undan gékk. Ég man þegar ég komst á kosningaaldur, þá setti fjölskylda mín þá pressu á mig að nú yrði ég að kjósa og „kjósa rétt“. Annars fengi ég ekki far á kjörstað. Ég, vitandi ekkert um stjórnmál, þáði farið og kaus flokkinn sem mér var sagt að kjósa. Mjög auðvelt, bara eitt strik í kladdan. En hvað var ég að kjósa yfir mig og mína þjóð? Hvað ætlum við að kjósa yfir okkur 30. nóv. 2024? Kjósum með hjartanu, því hjartað slær fyrir réttlætið. Verum vitur og forðum okkur undan stjórnun og græðgi. Kjósum ríkisstjórn sem virkar í nærkomandi framtíð. Látum kosningaloforðin ekki blekkja okkur, þau eiga það til að bregðast og verða að engu. Gleymum því ekki núna. Kjósum þannig að fólkið sem hefur flúið landið, langi til að koma aftur heim. Að börnin okkar búi við öryggi, að ofbeldi líði undir lok. Að hlúð sé að þeim sem þurfa þess. Kjósum kærleikann. Ef hann er með í för, þá fer allt vel. Höfundur vinnur við þýðingar og yfirlestur.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun