Skrifar sundurlyndið ekki bara á Vinstri græn Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2024 15:09 Sigurður Ingi var í Samtalinu hjá Heimi Má nú rétt í þessu. Hann sagði að óróleikinn sem Framsóknarmenn máttu eiga við hafi ekki síður verið þingmönnum Sjálfstæðisflokks að kenna en Vinstri grænum. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og væntanlegur innviðaráðherra á ný, mætti pollrólegur í Samtalið hjá Heimi Má sem var í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Mikið hefur gengið á í stjórnmálunum og á ríkisstjórnarheimilinu undanfarna daga eins og vart ætti að þurfa að fara yfir. En þeir hafa vissulega verið ævintýralegir dagarnir sem nú eru að baki og ræddu þeir Heimir Már og formaður Framsóknarflokksins nokkuð um hvort Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi staðið rétt að stjórnarslitunum. Heimir spurði Sigurð, og nefndi að til væri fræg skáldsaga sem héti Frásögn um margboðað morð eftir Gabriel Garcia Marquez, hvort þarna mætti greina frásögnina um Margboðað sjálfsmorð? „Í fjölmiðlaheimi verið þar lengi. það er rétt þar hefur verið órói ekki síst í samstarfsflokki okkar, Vinstri grænum og ályktunum sem þar voru. Svo er hægt að horfa til margra missera óróleika hjá Sjálfstæðisflokknum. Sem hefur gert samskiptin órólegri.“ Ákvörðun Bjarna kom flatt uppá Sigurð Heimir innti Sigurð eftir því hvort það væri þá svo að ekki væri einungis hægt að skrifa sundurlyndi ríkisstjórnarinnar einvörðungu á Vinstri græn? Sigurður sagði að svo væri, algjörlega. „Það hefur verið erfitt á köflum að ná málamiðlunum en það er nú það sem stjórnmál ganga jú út á. Það verður ekki gert í lýðræði þar sem eru samsteypustjórnir,“ sagði Sigurður Ingi og prísaði sig jafnframt sælan yfir því að Íslendingar byggju ekki við einræði. Sigurður Ingi sagði formlega stjórnarandstöðu á þinginu lélega, stjórnarliðar sáu alveg um hana sjálfir.vísir/vilhelm Seinna í samtalinu barst talið að því hvernig samstarfinu var slitið, þá einhliða af Bjarna, sem Sigurður sagði óheppilegt. „Ekki síst því við áttum ágætis fund deginum áður og mitt mat var eftir þann fund að það væri hægt að leiða í jörð ágreining um til dæmis útlendingamál.“ Sáu sjálfir um stjórnarandstöðuna Sigurður nefndi einnig að ríkisstjórninni hafi tekist að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum sem hafði ríkt til þess tíma. En lengra varð ekki komist. „Það kallaði á vilja til samstarfs, málamiðlana og það þarf ekki neinn geimvísindamann til að átta sig á að það hefur ekki verið vilji Sjálfstæðisflokksins lengi og ályktanir á landsfundi Vg hjálpaði augljóslega ekki til heldur.“ Sigurður sagði það óheppilegt hvernig staðið var að stjórnarslitunum.vísir/vilhelm Sigurður sagði það hafa legið lengi fyrir, og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ritað greinar sem gengu gegn stjórnarsamþykktum, að þeim sé ekki tamt að tala eins og málamiðlanir séu nauðsynlegar. „Stjórnarandstaðan var veik en við sáum algjörlega um þann þátt sjálfir.“ Samtalið var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14:00. Það verður síðan sýnt í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld að loknum fréttum og Íslandi í dag. Samtalið Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
En þeir hafa vissulega verið ævintýralegir dagarnir sem nú eru að baki og ræddu þeir Heimir Már og formaður Framsóknarflokksins nokkuð um hvort Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi staðið rétt að stjórnarslitunum. Heimir spurði Sigurð, og nefndi að til væri fræg skáldsaga sem héti Frásögn um margboðað morð eftir Gabriel Garcia Marquez, hvort þarna mætti greina frásögnina um Margboðað sjálfsmorð? „Í fjölmiðlaheimi verið þar lengi. það er rétt þar hefur verið órói ekki síst í samstarfsflokki okkar, Vinstri grænum og ályktunum sem þar voru. Svo er hægt að horfa til margra missera óróleika hjá Sjálfstæðisflokknum. Sem hefur gert samskiptin órólegri.“ Ákvörðun Bjarna kom flatt uppá Sigurð Heimir innti Sigurð eftir því hvort það væri þá svo að ekki væri einungis hægt að skrifa sundurlyndi ríkisstjórnarinnar einvörðungu á Vinstri græn? Sigurður sagði að svo væri, algjörlega. „Það hefur verið erfitt á köflum að ná málamiðlunum en það er nú það sem stjórnmál ganga jú út á. Það verður ekki gert í lýðræði þar sem eru samsteypustjórnir,“ sagði Sigurður Ingi og prísaði sig jafnframt sælan yfir því að Íslendingar byggju ekki við einræði. Sigurður Ingi sagði formlega stjórnarandstöðu á þinginu lélega, stjórnarliðar sáu alveg um hana sjálfir.vísir/vilhelm Seinna í samtalinu barst talið að því hvernig samstarfinu var slitið, þá einhliða af Bjarna, sem Sigurður sagði óheppilegt. „Ekki síst því við áttum ágætis fund deginum áður og mitt mat var eftir þann fund að það væri hægt að leiða í jörð ágreining um til dæmis útlendingamál.“ Sáu sjálfir um stjórnarandstöðuna Sigurður nefndi einnig að ríkisstjórninni hafi tekist að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum sem hafði ríkt til þess tíma. En lengra varð ekki komist. „Það kallaði á vilja til samstarfs, málamiðlana og það þarf ekki neinn geimvísindamann til að átta sig á að það hefur ekki verið vilji Sjálfstæðisflokksins lengi og ályktanir á landsfundi Vg hjálpaði augljóslega ekki til heldur.“ Sigurður sagði það óheppilegt hvernig staðið var að stjórnarslitunum.vísir/vilhelm Sigurður sagði það hafa legið lengi fyrir, og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ritað greinar sem gengu gegn stjórnarsamþykktum, að þeim sé ekki tamt að tala eins og málamiðlanir séu nauðsynlegar. „Stjórnarandstaðan var veik en við sáum algjörlega um þann þátt sjálfir.“ Samtalið var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14:00. Það verður síðan sýnt í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld að loknum fréttum og Íslandi í dag.
Samtalið Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira