Taktu þátt í lýðræðinu með okkur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 17. október 2024 14:47 Alþingiskosningar eru í nánd og flokkar keppast nú við að undirbúa baráttuna framundan. Píratar tóku strax þá ákvörðun að halda prófkjör í öllum kjördæmum – ólíkt öðrum flokkum – enda teljum við okkur ekki geta gefið afslátt af lýðræðinu. Prófkjör fer því fram um eftir næstu helgi eða frá sunnudegi fram á þriðjudag, 20. – 22. október. Mikilvægt er fyrir okkur Pírata að fá öflugt fólk til liðs við okkur. Við viljum fá sem fjölbreyttastan hóp sem hefur brennandi áhuga á að gera samfélagið okkar sanngjarnara og mannúðlegra. Við viljum fólk sem vill berjast gegn spillingu og óréttlæti – með mannréttindi og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Við hvetjum því fólk um land allt til að taka þátt í prófkjöri Pírata og vera hluti af umbótum í samfélaginu. Hægt er að skrá sig hér. Einnig biðlum við til allra sem áhuga hafa á að leggja hönd á plóg í kosningabaráttu Pírata að skrá sig hjá okkur – því af nógu er að taka. Fyrir hvað standa Píratar? Í grunnstefnu Pírata kemur fram að flokkurinn beiti sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda. Útvíkkun borgararéttinda skal miða að styrkingu annarra réttinda. Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert. Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur. Friðhelgi einkalífsins snýst um vernd hinna valdaminni frá misbeitingu hinna valdameiri. Píratar telja að allir einstaklingar eigi rétt á friðhelgi í sínu einkalífi. Til friðhelgi telst réttur til leyndar og nafnleysis, og sjálfsákvörðunarréttur. Leynd á aldrei að ná lengra en þörf er til að vernda einstaklinginn, og aldrei svo langt að það hafi áhrif á aðra einstaklinga. Nafnleysi hefur ekki þann tilgang að skjóta einstaklingi undan ábyrgð. Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni. Píratar telja gagnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar ákvörðunartöku. Upplýsingar eiga að vera aðgengilegar almenningi. Til að einstaklingur geti borið ábyrgð þarf hann að hafa getu til að taka ákvarðanir. Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Takmörkun á frelsi fólks til að safna og miðla upplýsingum er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga. Takmörkun á frelsi fólks til að tjá sig er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga. Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Í þessu felst að við mótum stefnu okkar í ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháð því hvort tillaga virðist í fyrstu æskileg eða ekki. Afstaða Pírata til hugmynda er óháð því hverjir talsmenn hennar eru. Fyrri ákvarðanir Pírata þurfa alltaf að geta sætt endurskoðun. Réttur einstaklinga til að leita þess að verða upplýstir skal aldrei skertur. Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu. Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast. Ef þú ert sammála þessum grunngildum þá viljum við endilega fá þig til liðs við okkur. Taka þátt í prófkjöri. Taka þátt í kosningabaráttu Pírata. Höfundur er þingflokksformaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar eru í nánd og flokkar keppast nú við að undirbúa baráttuna framundan. Píratar tóku strax þá ákvörðun að halda prófkjör í öllum kjördæmum – ólíkt öðrum flokkum – enda teljum við okkur ekki geta gefið afslátt af lýðræðinu. Prófkjör fer því fram um eftir næstu helgi eða frá sunnudegi fram á þriðjudag, 20. – 22. október. Mikilvægt er fyrir okkur Pírata að fá öflugt fólk til liðs við okkur. Við viljum fá sem fjölbreyttastan hóp sem hefur brennandi áhuga á að gera samfélagið okkar sanngjarnara og mannúðlegra. Við viljum fólk sem vill berjast gegn spillingu og óréttlæti – með mannréttindi og umhverfissjónarmið að leiðarljósi. Við hvetjum því fólk um land allt til að taka þátt í prófkjöri Pírata og vera hluti af umbótum í samfélaginu. Hægt er að skrá sig hér. Einnig biðlum við til allra sem áhuga hafa á að leggja hönd á plóg í kosningabaráttu Pírata að skrá sig hjá okkur – því af nógu er að taka. Fyrir hvað standa Píratar? Í grunnstefnu Pírata kemur fram að flokkurinn beiti sér fyrir eflingu og verndun borgararéttinda. Útvíkkun borgararéttinda skal miða að styrkingu annarra réttinda. Standa þarf vörð um núverandi réttindi og gæta þess að þau séu ekki skert. Píratar telja að borgararéttindi tilheyri einstaklingum, og að réttur hvers og eins sé jafn sterkur. Friðhelgi einkalífsins snýst um vernd hinna valdaminni frá misbeitingu hinna valdameiri. Píratar telja að allir einstaklingar eigi rétt á friðhelgi í sínu einkalífi. Til friðhelgi telst réttur til leyndar og nafnleysis, og sjálfsákvörðunarréttur. Leynd á aldrei að ná lengra en þörf er til að vernda einstaklinginn, og aldrei svo langt að það hafi áhrif á aðra einstaklinga. Nafnleysi hefur ekki þann tilgang að skjóta einstaklingi undan ábyrgð. Gagnsæi snýst um að opna hina valdameiri gagnvart eftirliti hinna valdaminni. Píratar telja gagnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar ákvörðunartöku. Upplýsingar eiga að vera aðgengilegar almenningi. Til að einstaklingur geti borið ábyrgð þarf hann að hafa getu til að taka ákvarðanir. Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar. Takmörkun á frelsi fólks til að safna og miðla upplýsingum er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga. Takmörkun á frelsi fólks til að tjá sig er óásættanleg, nema til verndar borgararéttindum einstaklinga. Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Í þessu felst að við mótum stefnu okkar í ljósi gagna og þekkingar sem er aflað óháð því hvort tillaga virðist í fyrstu æskileg eða ekki. Afstaða Pírata til hugmynda er óháð því hverjir talsmenn hennar eru. Fyrri ákvarðanir Pírata þurfa alltaf að geta sætt endurskoðun. Réttur einstaklinga til að leita þess að verða upplýstir skal aldrei skertur. Píratar telja að allir hafi rétt til að koma að ákvarðanatöku um málefni sem varða þá. Réttur er tryggður með styrkingu beins lýðræðis og eflingu gegnsærrar stjórnsýslu. Píratar telja að draga þurfi úr miðstýringu valds á öllum sviðum og efla þurfi beint lýðræði í þeim formum sem bjóðast. Ef þú ert sammála þessum grunngildum þá viljum við endilega fá þig til liðs við okkur. Taka þátt í prófkjöri. Taka þátt í kosningabaráttu Pírata. Höfundur er þingflokksformaður Pírata.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun