Sér ekki á svörtu hjá „hinum útvalda“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. október 2024 09:01 Friðjón Friðjónsson segir ekki sjá á svörtu hjá Donald Trump. Getty/Vísir/Vilhelm „Skekkjumörkin eru yfirleitt í kringum tvö og hálft til þrjú og hálft prósent, þannig að þetta er allt innan skekkjumarka,“ sagði Friðjón R. Friðjónsson, sérlegur áhugamaður um bandarísk stjórnmál, í Baráttunni um Bandaríkin í vikunni. Í þættinum var farið yfir stöðuna í skoðanakönnunum en hvernig sem á það er litið munar svo litlu á fylgi Kamölu Harris og Donald Trump að vart sér á milli. Samkvæmt útreikningum New York Times er Harris nú með um tveggja prósents forskot á Trump ef horft er til skoðanakannanna fyrir landið allt. Vegna dreifingar kjörmanna þarf hún á bilinu þriggja til fimm prósents forskot til að eiga möguleika á að sigra Trump. Trump hefur sótt nokkuð á og mælist nú með tveggja prósents forskot í tveimur af sjö barátturíkjum; Arizona og Georgíu. Harris er með forskot í fjórum ríkjum; Michigan, Nevada, Pennsylvaníu og Wisconsin, en það nær ekki heilu prósenti. Jafnt er með frambjóðendunum í Norður-Karólínu. Það þykir nokkuð öruggt að Harris fái 226 þingmenn og Trump 2019, miðað við niðurstöður skoðanakannanna. Hvernig úrslit fara í barátturíkjunum sjö er hins vegar ómögulegt að spá. Von á „október-surprise“? Baráttan stendur í raun um 93 kjörmenn í barátturíkjunum sjö, þar sem menn gera almennt ráð fyrir því að Harris tryggi sér 226 í öðrum ríkjum og Trump 219. Kjörmennirnir eru 538 talsins; hvert ríki fær einn kjörmann fyrir hvern þingmann og þá fær Washington D.C. þrjá kjörmenn. Sama hvert litið er þá hafa skoðanakannanir verið að sveiflast um nokkur prósentustig til og frá, bæði á landsvísu og í barátturíkjunum. Í Baráttan um Bandaríkin á þriðjudag voru skoðaðar nýjustu niðurstöður frá þeim könnunarfyrirtækjum sem þykja hvað áreiðanlegust en þar má vel sjá umrædda sveiflu. Friðjón sagið þó ekki hægt að útiloka neitt og að úrslit gætu mögulega komið á óvart. Íbúar Alaska hafi til að mynda aðeins einu sinni kosið Demókrata, Lyndon B. Johnson árið 1964. „En svo birtist allt í einu könnun... því það var Demókrati sem vann eina þingsæti í fulltrúadeildinni; kona af uppruna innfæddra vann eina þingsætið í síðustu kosningum og allt í einu er munurinn orðinn bara fimm prósent í síðustu könnun, sem var tekin fyrir einhverjum mánuðum síðan. Þannig að Demókratar eru að gæla við að þeir eigi kannski séns í Alaska, af öllum ríkjum.“ Það er sama hvert er litið, niðurstöður sveiflast til og frá um nokkur prósentustig. Sama sé að gerast í Texas þar sem munurinn á Repúblikananum Ted Cruz og Demókratanum Colin Allred í baráttunni um öldungadeildarþingsæti hefur verið innan skekkjumarka. „Þetta eru fantasíurnar,“ svarar Friðjón, spurður að því hvort þetta sé þó ekki langsótt. Trump trúi því að guð hafi sent hann og bjargað honum Utankjörfundaratkvæðagreiðslur eru hafnar í nokkrum ríkjum og segir Friðjón tíðindi frá Pennsylvaníu, sem er með flesta kjörmenn barátturíkjanna, uppörvandi fyrir Demókrata, þar sem svartir séu að kjósa í auknum mæli og kosningaþátttaka sé góð á þéttbýlissvæðinu Philadelphiu. Friðjón segir gang utankjörfundaratkvæðagreiðsla og kjörsókn í einstaka sýslum verða mun áhugaverðari en niðurstöður skoðanakannana nú á lokametrunum, nema fyrir einhver „október-surprise“. „Það sér ekki á svörtu hjá honum,“ sagði Friðjón um Trump en ekkert þeirra mörg hneykslismála sem upp hafa komið í tengslum við forsetann fyrrverandi síðustu mánuði og ár virðist hafa dregið úr vinsældum hans. „Hann sagði núna í vikunni að hann vildi kalla til herinn, til að tryggja öryggi kosninga og smala saman því sem hann kallaði „öfga vinstrinu“ og hvað...? Hvað ætlar hann að gera? Láta herinn smala pólitískum andstæðingum og tryggja það að kosningunum verið ekki stolið? Þetta er bara valdarán.“ Þegar það barst í tal að Trump yrði mögulega frjálslyndasta manneskjan í Hvíta húsinu ef hann kæmist aftur til valda, sagðist Friðjón reyndar telja að hann og skoðanir hans hefðu raunverulega breyst. Trump hefði verið fylgjandi þungunarrofi þegar hann var að „halda við konur hægri vinstri“ en nú væri annað uppi. „Hann talar núna um að guð hafi bjargað honum frá byssuskotinu í Butler.“ Heldur þú að hann trúi því? „Sko hann trúir því að hann sé útvalinn... ég held að hann trúi því. Ég held að hann trúi því að hann sé sérstakur erindreki kominn til þess að vera á jörðinni.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Skoðanakannanir Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Í þættinum var farið yfir stöðuna í skoðanakönnunum en hvernig sem á það er litið munar svo litlu á fylgi Kamölu Harris og Donald Trump að vart sér á milli. Samkvæmt útreikningum New York Times er Harris nú með um tveggja prósents forskot á Trump ef horft er til skoðanakannanna fyrir landið allt. Vegna dreifingar kjörmanna þarf hún á bilinu þriggja til fimm prósents forskot til að eiga möguleika á að sigra Trump. Trump hefur sótt nokkuð á og mælist nú með tveggja prósents forskot í tveimur af sjö barátturíkjum; Arizona og Georgíu. Harris er með forskot í fjórum ríkjum; Michigan, Nevada, Pennsylvaníu og Wisconsin, en það nær ekki heilu prósenti. Jafnt er með frambjóðendunum í Norður-Karólínu. Það þykir nokkuð öruggt að Harris fái 226 þingmenn og Trump 2019, miðað við niðurstöður skoðanakannanna. Hvernig úrslit fara í barátturíkjunum sjö er hins vegar ómögulegt að spá. Von á „október-surprise“? Baráttan stendur í raun um 93 kjörmenn í barátturíkjunum sjö, þar sem menn gera almennt ráð fyrir því að Harris tryggi sér 226 í öðrum ríkjum og Trump 219. Kjörmennirnir eru 538 talsins; hvert ríki fær einn kjörmann fyrir hvern þingmann og þá fær Washington D.C. þrjá kjörmenn. Sama hvert litið er þá hafa skoðanakannanir verið að sveiflast um nokkur prósentustig til og frá, bæði á landsvísu og í barátturíkjunum. Í Baráttan um Bandaríkin á þriðjudag voru skoðaðar nýjustu niðurstöður frá þeim könnunarfyrirtækjum sem þykja hvað áreiðanlegust en þar má vel sjá umrædda sveiflu. Friðjón sagið þó ekki hægt að útiloka neitt og að úrslit gætu mögulega komið á óvart. Íbúar Alaska hafi til að mynda aðeins einu sinni kosið Demókrata, Lyndon B. Johnson árið 1964. „En svo birtist allt í einu könnun... því það var Demókrati sem vann eina þingsæti í fulltrúadeildinni; kona af uppruna innfæddra vann eina þingsætið í síðustu kosningum og allt í einu er munurinn orðinn bara fimm prósent í síðustu könnun, sem var tekin fyrir einhverjum mánuðum síðan. Þannig að Demókratar eru að gæla við að þeir eigi kannski séns í Alaska, af öllum ríkjum.“ Það er sama hvert er litið, niðurstöður sveiflast til og frá um nokkur prósentustig. Sama sé að gerast í Texas þar sem munurinn á Repúblikananum Ted Cruz og Demókratanum Colin Allred í baráttunni um öldungadeildarþingsæti hefur verið innan skekkjumarka. „Þetta eru fantasíurnar,“ svarar Friðjón, spurður að því hvort þetta sé þó ekki langsótt. Trump trúi því að guð hafi sent hann og bjargað honum Utankjörfundaratkvæðagreiðslur eru hafnar í nokkrum ríkjum og segir Friðjón tíðindi frá Pennsylvaníu, sem er með flesta kjörmenn barátturíkjanna, uppörvandi fyrir Demókrata, þar sem svartir séu að kjósa í auknum mæli og kosningaþátttaka sé góð á þéttbýlissvæðinu Philadelphiu. Friðjón segir gang utankjörfundaratkvæðagreiðsla og kjörsókn í einstaka sýslum verða mun áhugaverðari en niðurstöður skoðanakannana nú á lokametrunum, nema fyrir einhver „október-surprise“. „Það sér ekki á svörtu hjá honum,“ sagði Friðjón um Trump en ekkert þeirra mörg hneykslismála sem upp hafa komið í tengslum við forsetann fyrrverandi síðustu mánuði og ár virðist hafa dregið úr vinsældum hans. „Hann sagði núna í vikunni að hann vildi kalla til herinn, til að tryggja öryggi kosninga og smala saman því sem hann kallaði „öfga vinstrinu“ og hvað...? Hvað ætlar hann að gera? Láta herinn smala pólitískum andstæðingum og tryggja það að kosningunum verið ekki stolið? Þetta er bara valdarán.“ Þegar það barst í tal að Trump yrði mögulega frjálslyndasta manneskjan í Hvíta húsinu ef hann kæmist aftur til valda, sagðist Friðjón reyndar telja að hann og skoðanir hans hefðu raunverulega breyst. Trump hefði verið fylgjandi þungunarrofi þegar hann var að „halda við konur hægri vinstri“ en nú væri annað uppi. „Hann talar núna um að guð hafi bjargað honum frá byssuskotinu í Butler.“ Heldur þú að hann trúi því? „Sko hann trúir því að hann sé útvalinn... ég held að hann trúi því. Ég held að hann trúi því að hann sé sérstakur erindreki kominn til þess að vera á jörðinni.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Skoðanakannanir Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira