Pogba segir að danssagan sé lygi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2024 14:31 Paul Pogba tekur dansspor. getty/Visionhaus Paul Pogba segir ekkert til í sögu Waynes Rooney um að þeir Jesse Lingard hafi dansað inni í búningsklefa Manchester United eftir tap. Pogba kom víða við í viðtali við Sky Sports og ræddi meðal annars söguna sem Rooney sagði einu sinni um dans þeirra Pogbas og Lingards. Honum fannst það vera til marks um hvernig hugarfarið hefði breyst hjá United. „Ég vil koma einu á hreint. Ég hef heyrt hluti og Wayne Rooney sagði að við hefðum tapað leik og við Jesse hefðum dansað í klefanum,“ sagði Pogba. „Þú þarft alltaf annað álit, annað vitni, svo ef einhver getur staðfest það sem Wayne Rooney sagði þegar hann var í klefanum samþykki ég það. Ef ekki þýðir það að þetta sé ekki satt. Jesse staðfesti þetta aldrei. Ég staðfesti þetta aldrei. Ég er tapsár og ég virði það sem ég geri, ég virði félagið og að ég hafi komið inn í klefa eftir tap, sett tónlist á og goðsögnin Wayne Rooney hafi setið þarna og ekki sagt neitt við okkur, passar það? Að enginn í félaginu hafi komið til okkar ef við dönsuðum eftir tap, hmm.“ "It's not true"Paul Pogba on Wayne Rooney's story that he danced in the Manchester United dressing room after a defeat 🔴 pic.twitter.com/Vd7866ISpb— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 17, 2024 Pogba ætlar að snúa aftur í boltann á næsta ári eftir að hafa tekið út bann fyrir að falla á lyfjaprófi. Pogba var upphaflega dæmdur í fjögurra ára bann en það var stytt niður í átján mánuði. Pogba hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Ég er enginn svindlari,“ sagði franski miðjumaðurinn í viðtali við ESPN. Hinn 31 árs Pogba ætlar að koma tvíefldur til baka eftir bannið og segir að hann geti náð fyrri styrk, og gott betur. „Ég horfi á jákvæðu hliðarnar og ég veit að ég kem til baka hungraðri og ákveðnari en áður. Mér líður eins og krakka sem vill verða atvinnumaður, strák sem hefur ekki náð að komast á toppinn. Það kraumar líka í mér reiði. Reiðin mun hjálpa mér og drífa mig áfram. Ég mun gera allt mitt til að komast aftur þangað sem ég var og verða jafnvel enn betri. Af hverju ekki?“ spurði Pogba ákveðinn. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Getur varla gengið lengur Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Pogba kom víða við í viðtali við Sky Sports og ræddi meðal annars söguna sem Rooney sagði einu sinni um dans þeirra Pogbas og Lingards. Honum fannst það vera til marks um hvernig hugarfarið hefði breyst hjá United. „Ég vil koma einu á hreint. Ég hef heyrt hluti og Wayne Rooney sagði að við hefðum tapað leik og við Jesse hefðum dansað í klefanum,“ sagði Pogba. „Þú þarft alltaf annað álit, annað vitni, svo ef einhver getur staðfest það sem Wayne Rooney sagði þegar hann var í klefanum samþykki ég það. Ef ekki þýðir það að þetta sé ekki satt. Jesse staðfesti þetta aldrei. Ég staðfesti þetta aldrei. Ég er tapsár og ég virði það sem ég geri, ég virði félagið og að ég hafi komið inn í klefa eftir tap, sett tónlist á og goðsögnin Wayne Rooney hafi setið þarna og ekki sagt neitt við okkur, passar það? Að enginn í félaginu hafi komið til okkar ef við dönsuðum eftir tap, hmm.“ "It's not true"Paul Pogba on Wayne Rooney's story that he danced in the Manchester United dressing room after a defeat 🔴 pic.twitter.com/Vd7866ISpb— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 17, 2024 Pogba ætlar að snúa aftur í boltann á næsta ári eftir að hafa tekið út bann fyrir að falla á lyfjaprófi. Pogba var upphaflega dæmdur í fjögurra ára bann en það var stytt niður í átján mánuði. Pogba hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu í málinu. „Ég er enginn svindlari,“ sagði franski miðjumaðurinn í viðtali við ESPN. Hinn 31 árs Pogba ætlar að koma tvíefldur til baka eftir bannið og segir að hann geti náð fyrri styrk, og gott betur. „Ég horfi á jákvæðu hliðarnar og ég veit að ég kem til baka hungraðri og ákveðnari en áður. Mér líður eins og krakka sem vill verða atvinnumaður, strák sem hefur ekki náð að komast á toppinn. Það kraumar líka í mér reiði. Reiðin mun hjálpa mér og drífa mig áfram. Ég mun gera allt mitt til að komast aftur þangað sem ég var og verða jafnvel enn betri. Af hverju ekki?“ spurði Pogba ákveðinn.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Getur varla gengið lengur Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira