Barnafátækt á Íslandi Þorbera Fjölnisdóttir skrifar 17. október 2024 08:33 Hvað er barnafátækt? Barnafátækt er ein birtingarmynd ójöfnuðar í samfélaginu og vísar til aðstæðna sem börn búa við, þar sem skortir nauðsynleg úrræði til að þau njóti öruggrar og heilbrigðar æsku. Þetta getur falið í sér ófullnægjandi aðgang að þáttum sem eru nauðsynlegir fyrir vöxt og þroska barna, s.s. næringarríkum mat, öruggu húsnæði, menntun og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Afleiðingar barnafátæktar Barnafátækt getur haft alvarleg, víðtæk og langvarandi áhrif á velferð, menntun, heilsu og framtíðarhorfur einstaklingsins. Börn sem alast upp við fátækt fá ekki sömu tækifæri og önnur börn til að taka þátt ýmsu í samfélaginu sem getur auðgað líf þeirra, s.s. skemmtunum, íþróttum og listnámi. Fátækt fylgir óhjákvæmilega félagsleg einangrun. Hvernig er hægt að draga úr barnafátækt? Barnafátækt er til komin vegna fátæktar foreldranna eða forráðamanna. Viðleitni til að draga úr barnafátækt krefst margþættrar nálgunar sem tekur á rótum fátæktarinnar og veitir fjölskyldum sem búa við fátækt alhliða stuðning. Fólk þarf að geta lifað mannsæmandi lífi af tekjum sínum, hvort sem þær eru laun eða örorkulífeyrir. Öll heilbrigðisþjónusta fyrir börn og skólamáltíðir eiga að vera án endurgjalds. Börn eiga að hafa jafnan aðgang að menntun til 18 ára aldurs, óháð efnahag foreldra eða forráðamanna. Það þarf að nota tæki barnabóta og húsnæðisstuðnings til jöfnunar. Staðan á Íslandi Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem íslenska ríkið hefur lögfest, eiga öll börn rétt á heilsuvernd, menntun og að njóta hvíldar og tómstunda. Reyndin er þó að á Íslandi búa um 10 þúsund börn við fátækt, þar af 3 þúsund börn við sára fátækt. Ísland er eina norræna landið þar sem börn eiga frekar á hættu að búa við fátækt en fullorðnir. Með því að viðurkenna þær áskoranir sem þau börn sem búa við fátækt standa frammi fyrir og grípa tilsamstilltra aðgerða til að bregðast við rótum fátæktar barna, búum við öllum börnum tækifæri til að dafna. Við sem eitt ríkasta samfélag heims, hljótum að geta sammælst um að hvert barn eigi skilið tækifæri til að eiga bjarta framtíð á eigin forsendum, óháð félagslegum og efnahagslegum aðstæðum. Það fjármagn sem sett er í þjónustu við börn er fjárfesting til framtíðar, jafnt fyrir einstaklingana sem og samfélagið. Efst á blaði yfir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að útrýma fátækt. Á Íslandi er hins vegar ekki til nein opinber áætlun eða stefna um að uppræta fátækt og væri það verðugt verkefni væntanlegrar nýrrar ríkisstjórnar að bæta úr því. 17. október er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt. Höfundur er formaður EAPN á Íslandi, samtaka gegn fátækt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er barnafátækt? Barnafátækt er ein birtingarmynd ójöfnuðar í samfélaginu og vísar til aðstæðna sem börn búa við, þar sem skortir nauðsynleg úrræði til að þau njóti öruggrar og heilbrigðar æsku. Þetta getur falið í sér ófullnægjandi aðgang að þáttum sem eru nauðsynlegir fyrir vöxt og þroska barna, s.s. næringarríkum mat, öruggu húsnæði, menntun og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Afleiðingar barnafátæktar Barnafátækt getur haft alvarleg, víðtæk og langvarandi áhrif á velferð, menntun, heilsu og framtíðarhorfur einstaklingsins. Börn sem alast upp við fátækt fá ekki sömu tækifæri og önnur börn til að taka þátt ýmsu í samfélaginu sem getur auðgað líf þeirra, s.s. skemmtunum, íþróttum og listnámi. Fátækt fylgir óhjákvæmilega félagsleg einangrun. Hvernig er hægt að draga úr barnafátækt? Barnafátækt er til komin vegna fátæktar foreldranna eða forráðamanna. Viðleitni til að draga úr barnafátækt krefst margþættrar nálgunar sem tekur á rótum fátæktarinnar og veitir fjölskyldum sem búa við fátækt alhliða stuðning. Fólk þarf að geta lifað mannsæmandi lífi af tekjum sínum, hvort sem þær eru laun eða örorkulífeyrir. Öll heilbrigðisþjónusta fyrir börn og skólamáltíðir eiga að vera án endurgjalds. Börn eiga að hafa jafnan aðgang að menntun til 18 ára aldurs, óháð efnahag foreldra eða forráðamanna. Það þarf að nota tæki barnabóta og húsnæðisstuðnings til jöfnunar. Staðan á Íslandi Í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem íslenska ríkið hefur lögfest, eiga öll börn rétt á heilsuvernd, menntun og að njóta hvíldar og tómstunda. Reyndin er þó að á Íslandi búa um 10 þúsund börn við fátækt, þar af 3 þúsund börn við sára fátækt. Ísland er eina norræna landið þar sem börn eiga frekar á hættu að búa við fátækt en fullorðnir. Með því að viðurkenna þær áskoranir sem þau börn sem búa við fátækt standa frammi fyrir og grípa tilsamstilltra aðgerða til að bregðast við rótum fátæktar barna, búum við öllum börnum tækifæri til að dafna. Við sem eitt ríkasta samfélag heims, hljótum að geta sammælst um að hvert barn eigi skilið tækifæri til að eiga bjarta framtíð á eigin forsendum, óháð félagslegum og efnahagslegum aðstæðum. Það fjármagn sem sett er í þjónustu við börn er fjárfesting til framtíðar, jafnt fyrir einstaklingana sem og samfélagið. Efst á blaði yfir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að útrýma fátækt. Á Íslandi er hins vegar ekki til nein opinber áætlun eða stefna um að uppræta fátækt og væri það verðugt verkefni væntanlegrar nýrrar ríkisstjórnar að bæta úr því. 17. október er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt. Höfundur er formaður EAPN á Íslandi, samtaka gegn fátækt.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun