Innlent

Bein útsending: Verður Grinda­vík opnuð fyrir öllum?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aðgengi að Grindavík hefur verið breytilegt sökum jarðhræringa.
Aðgengi að Grindavík hefur verið breytilegt sökum jarðhræringa. Vísir/Vilhelm

Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ boðar til upplýsingafundar í Tollhúsinu við Tryggvagötu klukkan 13:30. Þar verður farið yfir breytt fyrirkomulag varðandi aðgengi að Grindavík. Beint streymi verður frá fundinum á Vísi.

Á fundinum verður auk breytinganna farið yfir þær framkvæmdir sem átt hafa sér stað og öryggisráðstafanir sem gerðar hafa verið, þær lagalegu heimildir sem liggja að baki opnuninni og áætlun um breytt fyrirkomulag varðandi lokunarpóstana.

Beina útsendingu má sjá í spilaranum að neðan.

Uppfært: Fundinum er lokið. Upptaka frá honum verður aðgengileg eftir nokkrar mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×