Pallborðið: Rannsókn lögreglunnar á meintri byrlun og símastuldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. október 2024 10:38 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir fréttamaður, Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Heimildinni, Þóra Arnórsdóttir fyrrverandi ritstjóri Kveiks, og Flóki Ásgeirsson, lögmaður Blaðamannafélagsins í málinu, koma í Pallborðið klukkan 14. Þrjár vikur eru síðan lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynnti að hún hefði fellt niður rannsókn á meintri byrlun skipstjórans Páls Steingrímssonar, afritun gagna af síma hans og dreifingu á kynferðislegu efni. Páll undirbýr nú að kæra niðurfellinguna til ríkissaksóknara. Fyrrverandi eiginkona Páls hafði réttarstöðu sakbornings í málinu auk sex blaðamanna. Þóra Arnórsdóttir fyrrverandi ritstjóri Kveiks, Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni og Flóki Ásgeirsson lögmaður Blaðamannfélagsins í málinu koma í Pallborðið á Vísi klukkan tvö til að fara yfir málið. Málið má rekja aftur til umfjöllunar Kveiks um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. Í kjölfarið var fjallað um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja á Stundinni og Kjarnanum, nú Heimildinni, og störf hennar. Skæruliðadeildin var skipuð nokkrum starfsmönnum Samherja, þar á meðal Örnu Bryndísi McClure yfirlögfræðingi Samherja, Þorbirni Þórðarsyni almannatengslaráðgjafa, Páli Steingrímssyni þáverandi skipstjóra hjá Samherja og Jóni Óttari Ólafssyni rágjafa og fyrrverandi rannsóknarlögreglumanni. Fram kom í umfjöllun um samskiptin þeirra á milli að þau hafi meðal annars reynt að hafa áhrif á niðurstöður formannskjörs í Blaðamannafélagi Íslands og prófkjör fyrir Alþingiskosningar árið 2021 hjá Sjálfstæðisflokknum í Norðausturkjördæmi. Strax og Samherjamenn voru upplýstir um fyrirhugaða umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar kærði Páll Steingrímsson málið til lögreglu þar sem hann fullyrti meðal annars að síma sínum hefði verið stolið þegar hann lá fárveikur á sjúkrahúsinu á Akureyri í maímánuði 2021. Pallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. Pallborðið Samherjaskjölin Byrlunar- og símastuldarmálið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52 Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. 26. september 2024 12:26 Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. 15. október 2024 10:49 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Páll undirbýr nú að kæra niðurfellinguna til ríkissaksóknara. Fyrrverandi eiginkona Páls hafði réttarstöðu sakbornings í málinu auk sex blaðamanna. Þóra Arnórsdóttir fyrrverandi ritstjóri Kveiks, Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni og Flóki Ásgeirsson lögmaður Blaðamannfélagsins í málinu koma í Pallborðið á Vísi klukkan tvö til að fara yfir málið. Málið má rekja aftur til umfjöllunar Kveiks um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu. Í kjölfarið var fjallað um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja á Stundinni og Kjarnanum, nú Heimildinni, og störf hennar. Skæruliðadeildin var skipuð nokkrum starfsmönnum Samherja, þar á meðal Örnu Bryndísi McClure yfirlögfræðingi Samherja, Þorbirni Þórðarsyni almannatengslaráðgjafa, Páli Steingrímssyni þáverandi skipstjóra hjá Samherja og Jóni Óttari Ólafssyni rágjafa og fyrrverandi rannsóknarlögreglumanni. Fram kom í umfjöllun um samskiptin þeirra á milli að þau hafi meðal annars reynt að hafa áhrif á niðurstöður formannskjörs í Blaðamannafélagi Íslands og prófkjör fyrir Alþingiskosningar árið 2021 hjá Sjálfstæðisflokknum í Norðausturkjördæmi. Strax og Samherjamenn voru upplýstir um fyrirhugaða umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar kærði Páll Steingrímsson málið til lögreglu þar sem hann fullyrti meðal annars að síma sínum hefði verið stolið þegar hann lá fárveikur á sjúkrahúsinu á Akureyri í maímánuði 2021. Pallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14.
Pallborðið Samherjaskjölin Byrlunar- og símastuldarmálið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52 Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. 26. september 2024 12:26 Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. 15. október 2024 10:49 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins. 3. október 2024 06:52
Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. 26. september 2024 12:26
Páll skipstjóri hvergi nærri hættur Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls Steingrímssonar fyrrverandi skipstjóra hjá Samherja, er að leggja lokahönd á kæru á niðurfellingu rannsóknar lögreglunnar á Norðurlandi eystra á meintri byrlun til ríkissaksóknara. 15. október 2024 10:49