Lionel Messi í miklu stuði í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2024 07:32 Lionel Messi átti stórkostlegan leik með Argentínumönnum í undankeppni HM í nótt og kom að fimm af sex mörkum. Getty/Marcelo Endelli Lionel Messi fór á kostum í nótt þegar argentínska landsliðið vann 6-0 stórsigur á Bólivíu í undankeppni HM 2026. Messi skoraði ekki bara þrennu í leiknum því hann átti einnig tvær stoðsendingar og kom því með beinum hætti að fimm af sex mörkum sinna manna. Argentínumenn eru á toppnum í Suðurameríkuriðlinum, með þremur stigum meira en Kólumbía. Brasilíumenn unnu líka í nótt og eru í þriðja til fjórða sæti með Úrúgvæ. Bólivíumenn hafa verið að gera ágæta hluti í þessari undankeppni en fengu stóran skell á heimavelli heimsmeistaranna. Það ráða fá lið við Messi í stuði. Þetta var tíunda þrenna Messi fyrir landsliðið og jafnaði hann með því við Cristiano Ronaldo. Messi hefur nú skorað 112 mörk fyrir argentínska landsliðið. Lautaro Martinez bendir á Lionel Messi í nótt svona ef einhver væri í vafa um það hver væri aðalmaðurinn.Getty/Marcelo Endelli Þetta var aftur á móti í fyrsta sinn sem hann skorar bæði fleira en eitt mark og gefur fleiri en eina stoðsendingu í sama leiknum. „Það var mjög notalegt að spila hér og finna fyrir ástúð argentínsku stuðningsmannanna. Ég varð tilfinningasamur við að hlusta á þau kalla nafnið mitt. Við njótum þess að tengjast þeim og elskum að spila heima,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. „Mér líður líka bara eins og ungum manni á ný að spila með öllum þessum ungu liðsfélögum. Ég hef ekki ákveðið neina dagsetningu þegar kemur að framtíð minni með landsliðinu. Ég er bara að njóta þess að upplifa þetta allt saman. Eg tek á mót ástinni frá þessu fólkinu því ég veit að þetta gætu verið mínir síðustu leikir,“ sagði Messi. Messi lagði upp mörk fyrir þá Lautaro Martínez og Julián Álvarez. Eina markið sem hann kom ekki að skoraði Thiago Almada. Raphinha skoraði tvö mörk fyrir Brasilíumenn í 4-0 sigri á Perú en bæði mörkin komu úr vítaspyrnum. Andreas Pereira og Luiz Henrique skoruðu tvö síðustu mörkin. Brasilía vann báða leiki sína í þessum glugga. Kólumbíumenn unnu 4-0 sigur á Síle þar sem Davinson Sanchez, Luis Diaz, Jhon Duran og Luis Sinisterra skoruðu mörkin. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) HM 2026 í fótbolta Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira
Messi skoraði ekki bara þrennu í leiknum því hann átti einnig tvær stoðsendingar og kom því með beinum hætti að fimm af sex mörkum sinna manna. Argentínumenn eru á toppnum í Suðurameríkuriðlinum, með þremur stigum meira en Kólumbía. Brasilíumenn unnu líka í nótt og eru í þriðja til fjórða sæti með Úrúgvæ. Bólivíumenn hafa verið að gera ágæta hluti í þessari undankeppni en fengu stóran skell á heimavelli heimsmeistaranna. Það ráða fá lið við Messi í stuði. Þetta var tíunda þrenna Messi fyrir landsliðið og jafnaði hann með því við Cristiano Ronaldo. Messi hefur nú skorað 112 mörk fyrir argentínska landsliðið. Lautaro Martinez bendir á Lionel Messi í nótt svona ef einhver væri í vafa um það hver væri aðalmaðurinn.Getty/Marcelo Endelli Þetta var aftur á móti í fyrsta sinn sem hann skorar bæði fleira en eitt mark og gefur fleiri en eina stoðsendingu í sama leiknum. „Það var mjög notalegt að spila hér og finna fyrir ástúð argentínsku stuðningsmannanna. Ég varð tilfinningasamur við að hlusta á þau kalla nafnið mitt. Við njótum þess að tengjast þeim og elskum að spila heima,“ sagði Lionel Messi eftir leikinn. „Mér líður líka bara eins og ungum manni á ný að spila með öllum þessum ungu liðsfélögum. Ég hef ekki ákveðið neina dagsetningu þegar kemur að framtíð minni með landsliðinu. Ég er bara að njóta þess að upplifa þetta allt saman. Eg tek á mót ástinni frá þessu fólkinu því ég veit að þetta gætu verið mínir síðustu leikir,“ sagði Messi. Messi lagði upp mörk fyrir þá Lautaro Martínez og Julián Álvarez. Eina markið sem hann kom ekki að skoraði Thiago Almada. Raphinha skoraði tvö mörk fyrir Brasilíumenn í 4-0 sigri á Perú en bæði mörkin komu úr vítaspyrnum. Andreas Pereira og Luiz Henrique skoruðu tvö síðustu mörkin. Brasilía vann báða leiki sína í þessum glugga. Kólumbíumenn unnu 4-0 sigur á Síle þar sem Davinson Sanchez, Luis Diaz, Jhon Duran og Luis Sinisterra skoruðu mörkin. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Sjá meira