Gripinn þegar hann hljóp að hundfúlum Ronaldo Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2024 07:02 Cristiano Ronaldo leyndi ekki tilfinningum sínum frekar en fyrri daginn. Getty/Robbie Jay Barratt Cristiano Ronaldo var afar sár og svekktur þegar flautað var til leiksloka í 200. landsleik hans fyrir Portúgal í gærkvöld. Honum mistókst eins og öðrum að skora, í markalausu jafntefli við Skota á Hampden Park í Glasgow. Koma Ronaldos til Skotlands vakti mikla athygli og ljósmyndarar og æstir aðdáendur fylgdu honum nánast hvert fótmál. Enginn gekk þó lengra en maðurinn sem hljóp inn á völlinn í gærkvöld, nokkrum mínútum fyrir leikslok, með síma í hendinni í von um að ná mynd af sér með portúgölsku goðsögninni. Sjónvarpsmyndavélar sýndu ekki atvikið en hér að neðan má sjá ljósmyndir af því þegar maðurinn var tæklaður niður í grasið og stöðvaður, áður en honum var komið í burtu af vellinum. Maðurinn hljóp inn á völlinn með síma í von um að ná mynd af sér með Cristiano Ronaldo.Getty/Ross MacDonald Öryggisvörður sá til þess að maðurinn næði ekki til Ronaldos.Getty/Alex Livesey Maðurinn var strax leiddur í burtu af vellinum, eftir að hann var tæklaður niður.Getty/Jacques Feeney Ronaldo ætti að vera orðinn vanur svona tilraunum og hið sama gerðist raunar í heimaleik Portúgals við Skotland fyrr í haust, sem Portúgalar unnu. Ronaldo, sem skorað hefur 133 mörk fyrir portúgalska landsliðið, gekk hins vegar afar pirraður og fúll af velli eftir leik. Hann virtist sérstaklega óánægður með að dómari leiksins skyldi ekki leyfa Portúgal að taka hornspyrnu, eftir að uppbótartíma var lokið, hló í fyrstu en sýndi svo miklar handahreyfingar og lét nokkur orð falla í garð dómarans. Hann strunsaði svo fyrstur manna af velli og inn til búningsklefa, við mikla kátínu skoskra stuðningsmanna sem skemmtu sér í stúkunni. Ungur stuðningsmaður Skota biður Ronaldo um treyjuna frá 200. landsleiknum.Getty/Andrew Milligan Portúgal hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína og er því með tíu stig á toppnum í sínum riðli í A-deild Þjóðadeildarinnar, þremur stigum á undan Króatíu. Liðin eiga eftir að mætast á heimavelli Króata í lokaumferð riðlakeppninnar. Þjálfarinn Roberto Martinez og leikmenn Portúgals voru sannfærðir um að þeir hefðu verðskuldað sigur í Glasgow í kvöld: „Markvörðurinn þeirra var ótrúlegur. Við náðum ekki að skora en frammistaðan var jákvæð. Það eru ekki mörg lið ósigruð. Úrslit velta á frammistöðu og í kvöld þá verðskulduðum við að vinna,“ sagði Martínez. Bernardo Silva sagði portúgalska liðið ekki hafa sýnt nógu mikla ákefð í sóknarleiknum: „En við vissum að með jafntefli þá yrðum við enn á toppi riðilsins og við erum enn í forréttindastöðu varðandi það að enda í efsta sætinu. En auðvitað förum við héðan svekktir.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Koma Ronaldos til Skotlands vakti mikla athygli og ljósmyndarar og æstir aðdáendur fylgdu honum nánast hvert fótmál. Enginn gekk þó lengra en maðurinn sem hljóp inn á völlinn í gærkvöld, nokkrum mínútum fyrir leikslok, með síma í hendinni í von um að ná mynd af sér með portúgölsku goðsögninni. Sjónvarpsmyndavélar sýndu ekki atvikið en hér að neðan má sjá ljósmyndir af því þegar maðurinn var tæklaður niður í grasið og stöðvaður, áður en honum var komið í burtu af vellinum. Maðurinn hljóp inn á völlinn með síma í von um að ná mynd af sér með Cristiano Ronaldo.Getty/Ross MacDonald Öryggisvörður sá til þess að maðurinn næði ekki til Ronaldos.Getty/Alex Livesey Maðurinn var strax leiddur í burtu af vellinum, eftir að hann var tæklaður niður.Getty/Jacques Feeney Ronaldo ætti að vera orðinn vanur svona tilraunum og hið sama gerðist raunar í heimaleik Portúgals við Skotland fyrr í haust, sem Portúgalar unnu. Ronaldo, sem skorað hefur 133 mörk fyrir portúgalska landsliðið, gekk hins vegar afar pirraður og fúll af velli eftir leik. Hann virtist sérstaklega óánægður með að dómari leiksins skyldi ekki leyfa Portúgal að taka hornspyrnu, eftir að uppbótartíma var lokið, hló í fyrstu en sýndi svo miklar handahreyfingar og lét nokkur orð falla í garð dómarans. Hann strunsaði svo fyrstur manna af velli og inn til búningsklefa, við mikla kátínu skoskra stuðningsmanna sem skemmtu sér í stúkunni. Ungur stuðningsmaður Skota biður Ronaldo um treyjuna frá 200. landsleiknum.Getty/Andrew Milligan Portúgal hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína og er því með tíu stig á toppnum í sínum riðli í A-deild Þjóðadeildarinnar, þremur stigum á undan Króatíu. Liðin eiga eftir að mætast á heimavelli Króata í lokaumferð riðlakeppninnar. Þjálfarinn Roberto Martinez og leikmenn Portúgals voru sannfærðir um að þeir hefðu verðskuldað sigur í Glasgow í kvöld: „Markvörðurinn þeirra var ótrúlegur. Við náðum ekki að skora en frammistaðan var jákvæð. Það eru ekki mörg lið ósigruð. Úrslit velta á frammistöðu og í kvöld þá verðskulduðum við að vinna,“ sagði Martínez. Bernardo Silva sagði portúgalska liðið ekki hafa sýnt nógu mikla ákefð í sóknarleiknum: „En við vissum að með jafntefli þá yrðum við enn á toppi riðilsins og við erum enn í forréttindastöðu varðandi það að enda í efsta sætinu. En auðvitað förum við héðan svekktir.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira