Gripinn þegar hann hljóp að hundfúlum Ronaldo Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2024 07:02 Cristiano Ronaldo leyndi ekki tilfinningum sínum frekar en fyrri daginn. Getty/Robbie Jay Barratt Cristiano Ronaldo var afar sár og svekktur þegar flautað var til leiksloka í 200. landsleik hans fyrir Portúgal í gærkvöld. Honum mistókst eins og öðrum að skora, í markalausu jafntefli við Skota á Hampden Park í Glasgow. Koma Ronaldos til Skotlands vakti mikla athygli og ljósmyndarar og æstir aðdáendur fylgdu honum nánast hvert fótmál. Enginn gekk þó lengra en maðurinn sem hljóp inn á völlinn í gærkvöld, nokkrum mínútum fyrir leikslok, með síma í hendinni í von um að ná mynd af sér með portúgölsku goðsögninni. Sjónvarpsmyndavélar sýndu ekki atvikið en hér að neðan má sjá ljósmyndir af því þegar maðurinn var tæklaður niður í grasið og stöðvaður, áður en honum var komið í burtu af vellinum. Maðurinn hljóp inn á völlinn með síma í von um að ná mynd af sér með Cristiano Ronaldo.Getty/Ross MacDonald Öryggisvörður sá til þess að maðurinn næði ekki til Ronaldos.Getty/Alex Livesey Maðurinn var strax leiddur í burtu af vellinum, eftir að hann var tæklaður niður.Getty/Jacques Feeney Ronaldo ætti að vera orðinn vanur svona tilraunum og hið sama gerðist raunar í heimaleik Portúgals við Skotland fyrr í haust, sem Portúgalar unnu. Ronaldo, sem skorað hefur 133 mörk fyrir portúgalska landsliðið, gekk hins vegar afar pirraður og fúll af velli eftir leik. Hann virtist sérstaklega óánægður með að dómari leiksins skyldi ekki leyfa Portúgal að taka hornspyrnu, eftir að uppbótartíma var lokið, hló í fyrstu en sýndi svo miklar handahreyfingar og lét nokkur orð falla í garð dómarans. Hann strunsaði svo fyrstur manna af velli og inn til búningsklefa, við mikla kátínu skoskra stuðningsmanna sem skemmtu sér í stúkunni. Ungur stuðningsmaður Skota biður Ronaldo um treyjuna frá 200. landsleiknum.Getty/Andrew Milligan Portúgal hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína og er því með tíu stig á toppnum í sínum riðli í A-deild Þjóðadeildarinnar, þremur stigum á undan Króatíu. Liðin eiga eftir að mætast á heimavelli Króata í lokaumferð riðlakeppninnar. Þjálfarinn Roberto Martinez og leikmenn Portúgals voru sannfærðir um að þeir hefðu verðskuldað sigur í Glasgow í kvöld: „Markvörðurinn þeirra var ótrúlegur. Við náðum ekki að skora en frammistaðan var jákvæð. Það eru ekki mörg lið ósigruð. Úrslit velta á frammistöðu og í kvöld þá verðskulduðum við að vinna,“ sagði Martínez. Bernardo Silva sagði portúgalska liðið ekki hafa sýnt nógu mikla ákefð í sóknarleiknum: „En við vissum að með jafntefli þá yrðum við enn á toppi riðilsins og við erum enn í forréttindastöðu varðandi það að enda í efsta sætinu. En auðvitað förum við héðan svekktir.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Koma Ronaldos til Skotlands vakti mikla athygli og ljósmyndarar og æstir aðdáendur fylgdu honum nánast hvert fótmál. Enginn gekk þó lengra en maðurinn sem hljóp inn á völlinn í gærkvöld, nokkrum mínútum fyrir leikslok, með síma í hendinni í von um að ná mynd af sér með portúgölsku goðsögninni. Sjónvarpsmyndavélar sýndu ekki atvikið en hér að neðan má sjá ljósmyndir af því þegar maðurinn var tæklaður niður í grasið og stöðvaður, áður en honum var komið í burtu af vellinum. Maðurinn hljóp inn á völlinn með síma í von um að ná mynd af sér með Cristiano Ronaldo.Getty/Ross MacDonald Öryggisvörður sá til þess að maðurinn næði ekki til Ronaldos.Getty/Alex Livesey Maðurinn var strax leiddur í burtu af vellinum, eftir að hann var tæklaður niður.Getty/Jacques Feeney Ronaldo ætti að vera orðinn vanur svona tilraunum og hið sama gerðist raunar í heimaleik Portúgals við Skotland fyrr í haust, sem Portúgalar unnu. Ronaldo, sem skorað hefur 133 mörk fyrir portúgalska landsliðið, gekk hins vegar afar pirraður og fúll af velli eftir leik. Hann virtist sérstaklega óánægður með að dómari leiksins skyldi ekki leyfa Portúgal að taka hornspyrnu, eftir að uppbótartíma var lokið, hló í fyrstu en sýndi svo miklar handahreyfingar og lét nokkur orð falla í garð dómarans. Hann strunsaði svo fyrstur manna af velli og inn til búningsklefa, við mikla kátínu skoskra stuðningsmanna sem skemmtu sér í stúkunni. Ungur stuðningsmaður Skota biður Ronaldo um treyjuna frá 200. landsleiknum.Getty/Andrew Milligan Portúgal hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína og er því með tíu stig á toppnum í sínum riðli í A-deild Þjóðadeildarinnar, þremur stigum á undan Króatíu. Liðin eiga eftir að mætast á heimavelli Króata í lokaumferð riðlakeppninnar. Þjálfarinn Roberto Martinez og leikmenn Portúgals voru sannfærðir um að þeir hefðu verðskuldað sigur í Glasgow í kvöld: „Markvörðurinn þeirra var ótrúlegur. Við náðum ekki að skora en frammistaðan var jákvæð. Það eru ekki mörg lið ósigruð. Úrslit velta á frammistöðu og í kvöld þá verðskulduðum við að vinna,“ sagði Martínez. Bernardo Silva sagði portúgalska liðið ekki hafa sýnt nógu mikla ákefð í sóknarleiknum: „En við vissum að með jafntefli þá yrðum við enn á toppi riðilsins og við erum enn í forréttindastöðu varðandi það að enda í efsta sætinu. En auðvitað förum við héðan svekktir.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn