Skotar stöðvuðu Ronaldo og Eriksen tryggði Dönum stig Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2024 20:48 Christian Eriksen skoraði og lagði upp fyrir Danmörku í Sviss í kvöld. Getty/Daniela Porcelli Evrópumeistarar Spánar eru komnir með þriggja stiga forskot á Dani á toppi 4. riðils A-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta eftir leiki kvöldsins. Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal eru ekki lengur með fullt hús stiga. Spánn vann öruggan 3-0 sigur gegn Serbíu á heimavelli í kvöld, þar sem Aymeric Laporte skoraði strax á fimmtu mínútu og þeir Álvaro Morata og Álex Baena skoruðu í seinni hálfleiknum. Mark Baena kom beint úr aukaspyrnu sem dæmd var á 76. mínútu, þegar Strahinja Pavlovic braut af sér og fékk að líta rauða spjaldið. Í hinum leik 4. riðils gerðu Sviss og Danmörk 2-2 jafntefli þar sem Svisslendingar komust í tvígang yfir. Christian Eriksen lagði upp fyrra jöfnunarmark Dana fyrir Gustav Isaksen, leikmann Lazio, sem þar með skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Danmörku. Eriksen skoraði svo sjálfur seinna jöfnunarmarkið eftir frábæran undirbúning Pierre-Emile Höjbjerg. Spánn er því með tíu stig í efsta sæti riðilsins, Danmörk með sjö, Serbía fjögur og Sviss fékk sitt fyrsta stig í kvöld. Cristiano Ronaldo er orðinn vanur því að misgáfaðir menn reyni að ná af honum mynd, eins og gerðist í leiknum við Skotland á Hampden Park í Glasgow í kvöld.Getty/Andrew Milligan Portúgal áfram á toppnum Í 1. riðli náðu Skotar í sitt fyrsta stig en þeim tókst að koma í veg fyrir að Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal skoruðu í kvöld, í markalausu jafntefli. Portúgal hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína og er enn efst í riðlinum, nú með tíu stig, þremur stigum á undan Króatíu sem gerði 3-3 jafntefli við Pólland á útivelli. Króatar lentu undir snemma leiks en komust í 3-1 tuttugu mínútum síðar. Pólverjum tókst hins vegar að minnka muninn rétt fyrir hálfleik og Sebastian Szymanski tryggði þeim stig með marki á 68. mínútu. Dominik Livakovic, markvörður Króata, fékk að líta rauða spjaldið á 76. mínútu en Pólverjum tókst ekki að nýta sér það til að finna sigurmark. Þeir eru því með fjögur stig, í þriðja sæti riðilsins. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Kókaín Coote ákærður fyrir að framleiða barnaklám Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira
Spánn vann öruggan 3-0 sigur gegn Serbíu á heimavelli í kvöld, þar sem Aymeric Laporte skoraði strax á fimmtu mínútu og þeir Álvaro Morata og Álex Baena skoruðu í seinni hálfleiknum. Mark Baena kom beint úr aukaspyrnu sem dæmd var á 76. mínútu, þegar Strahinja Pavlovic braut af sér og fékk að líta rauða spjaldið. Í hinum leik 4. riðils gerðu Sviss og Danmörk 2-2 jafntefli þar sem Svisslendingar komust í tvígang yfir. Christian Eriksen lagði upp fyrra jöfnunarmark Dana fyrir Gustav Isaksen, leikmann Lazio, sem þar með skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Danmörku. Eriksen skoraði svo sjálfur seinna jöfnunarmarkið eftir frábæran undirbúning Pierre-Emile Höjbjerg. Spánn er því með tíu stig í efsta sæti riðilsins, Danmörk með sjö, Serbía fjögur og Sviss fékk sitt fyrsta stig í kvöld. Cristiano Ronaldo er orðinn vanur því að misgáfaðir menn reyni að ná af honum mynd, eins og gerðist í leiknum við Skotland á Hampden Park í Glasgow í kvöld.Getty/Andrew Milligan Portúgal áfram á toppnum Í 1. riðli náðu Skotar í sitt fyrsta stig en þeim tókst að koma í veg fyrir að Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal skoruðu í kvöld, í markalausu jafntefli. Portúgal hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína og er enn efst í riðlinum, nú með tíu stig, þremur stigum á undan Króatíu sem gerði 3-3 jafntefli við Pólland á útivelli. Króatar lentu undir snemma leiks en komust í 3-1 tuttugu mínútum síðar. Pólverjum tókst hins vegar að minnka muninn rétt fyrir hálfleik og Sebastian Szymanski tryggði þeim stig með marki á 68. mínútu. Dominik Livakovic, markvörður Króata, fékk að líta rauða spjaldið á 76. mínútu en Pólverjum tókst ekki að nýta sér það til að finna sigurmark. Þeir eru því með fjögur stig, í þriðja sæti riðilsins.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Kókaín Coote ákærður fyrir að framleiða barnaklám Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira