Sagður ekki munu ráðast gegn olíu- né kjarnorkuinnviðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. október 2024 12:10 Netanyahu er sagður hafa mildast í afstöðu sinni til refsiaðgerða gegn Íran. AP/Pamela Smith Heimildarmenn Washington Post innan bandaríska stjórnkerfisins segja Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafa greint Joe Biden Bandaríkjaforseta frá því í samtali þeirra á dögunum að hann hefði í hyggju að ráðast gegn hernaðarskotmörkum í Íran til að hefna fyrir árásir Írana á Ísrael. Samtal leiðtoganna er sagt hafa bent til þess að afstaða Netanyahu til fyrirhugaðra refsiaðgerða gegn Íran hafi mildast og hann hafi ekki lengur í hyggju að ráðast gegn olíu- eða kjarnorkuinnviðum. Biden hafði áður sagt að Bandaríkin myndu ekki styðja árás á kjarnorkuinnviði Íran og er sagður hafa tekið ákvörðunina um að senda Ísraelum THAAD loftvarnakerfi eftir samtalið við Netanyahu en breytt afstaða síðarnefnda er sögð hafa verið nokkur léttir fyrir stjórnvöld í Washington. Áhyggjur voru uppi um áhrif árása á olíuinnviði Íran á olíuverð í heiminum og þá hefði árás á kjarnorkuinnviði að öllum líkindum orðið forleikur að allsherjarstríði á svæðinu. Samkvæmt heimildarmönnum Washington Post mun Ísrael ráðast í aðgerðir gegn Íran áður en gengið verður til kosninga vestanhafs 5. nóvember næstkomandi. Haft er eftir Zohar Palti, fyrrverandi yfirmanni hjá Mossad, að Netanyahu þurfi að taka tillit til bæði krafa Bandaríkjamanna um hófsöm viðbrögð og kröfum heima fyrir um afdráttarlaust svar við árás Íran. „Íranir hafa tapað allri þeirri sjálfstjórn sem þeir sýndu,“ segir Palti. „Ísrael getur ekki barist án vopna frá Bandaríkjunum. En það er Ísrael sem er að taka áhættuna og veit hvernig á að ganga í verkið.“ Hér má finna ítarlega umfjöllun Washington Post. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Íran Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira
Samtal leiðtoganna er sagt hafa bent til þess að afstaða Netanyahu til fyrirhugaðra refsiaðgerða gegn Íran hafi mildast og hann hafi ekki lengur í hyggju að ráðast gegn olíu- eða kjarnorkuinnviðum. Biden hafði áður sagt að Bandaríkin myndu ekki styðja árás á kjarnorkuinnviði Íran og er sagður hafa tekið ákvörðunina um að senda Ísraelum THAAD loftvarnakerfi eftir samtalið við Netanyahu en breytt afstaða síðarnefnda er sögð hafa verið nokkur léttir fyrir stjórnvöld í Washington. Áhyggjur voru uppi um áhrif árása á olíuinnviði Íran á olíuverð í heiminum og þá hefði árás á kjarnorkuinnviði að öllum líkindum orðið forleikur að allsherjarstríði á svæðinu. Samkvæmt heimildarmönnum Washington Post mun Ísrael ráðast í aðgerðir gegn Íran áður en gengið verður til kosninga vestanhafs 5. nóvember næstkomandi. Haft er eftir Zohar Palti, fyrrverandi yfirmanni hjá Mossad, að Netanyahu þurfi að taka tillit til bæði krafa Bandaríkjamanna um hófsöm viðbrögð og kröfum heima fyrir um afdráttarlaust svar við árás Íran. „Íranir hafa tapað allri þeirri sjálfstjórn sem þeir sýndu,“ segir Palti. „Ísrael getur ekki barist án vopna frá Bandaríkjunum. En það er Ísrael sem er að taka áhættuna og veit hvernig á að ganga í verkið.“ Hér má finna ítarlega umfjöllun Washington Post.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Íran Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira