Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, staðfesti í samtali við Vísi að þingflokksfundur hafi staðið yfir hjá flokknum frá klukkan 16 til klukkan 17 í dag, þar sem næstu skref voru rædd.
Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, staðfesti í samtali við fréttastofu að þingflokkur VG hafi fundað á meðan að blaðamannafundur Bjarna stóð yfir og eftir að honum lauk.
Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og mun leggja fyrir hana tillögu um þingrof.