Ronaldo á skotskónum og VAR bjargaði Króötum Smári Jökull Jónsson skrifar 12. október 2024 21:05 Ronaldo skoraði í leiknum í kvöld. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo var á meðal markaskorara í 3-1 sigri Portúgals gegn Póllandi. Þá voru Skotar grátlega nálægt því að taka með sér stig úr leiknum gegn Króatíu. Cristiano Ronaldo var í byrjunarliði Portúgal sem tók á móti Póllandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Portúgal var búið að vinna báða leiki sína í riðlinum fram að leiknum í kvöld og þeir komust í forystu á 25. mínútu þegar Bernando Silva skoraði. Ronaldo bætti öðru marki við á 37. mínútu en þetta er mark númer þrjátíu og þrjú hjá honum á tímabilinu í leikjum með félags- og landsliði. Þá er hann búinn að skora samtals 906 mörk á ferlinum sem er magnað afrek. 🚨 CRISTIANO RONALDO HAS NOW SCORED 906 CAREER GOALS. pic.twitter.com/swrBFM1p9Z— TCR. (@TeamCRonaldo) October 12, 2024 Í síðari hálfleik minnkaði Piotr Zielenski muninn fyrir Pólverja á 78. mínútu en sjálfsmark Jan Bednarek tíu mínútum síðar innsiglaði sigurinn fyrir Portúgal. Grátlegur endir fyrir Skota Hinn leikur riðilsins var leikinn fyrr í dag. Þar mættust Króatar og Skotar í Zagreb og það voru Skotar sem náðu forystunni á 33. mínútu þegar Ryan Christie skoraði en Króatar sneru leiknum sér í vil með mörkum frá Igor Matanovic og Andrej Kramaric. Þegar komið var framyfir uppgefinn uppbótartíma tókst Che Adams síðan að jafna metin fyrir Skota sem fögnuðu ógarlega. Markið var hins vegar skoðað í VAR og þar sást að Adams var rangstæður í aðdraganda marksins og það því réttilega dæmt af. Gríðarlega svekkjandi fyrir Skota en leikurinn var flautaður af strax í kjölfarið. Portúgal er í efsta sæti riðilsins með níu stig eftir þrjá leiki og Króatar eru í öðru sæti þremur stigum á eftir. Pólland er í þriðja sæti með þrjú stig en Skotar án stiga á botni riðilsin. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo var í byrjunarliði Portúgal sem tók á móti Póllandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Portúgal var búið að vinna báða leiki sína í riðlinum fram að leiknum í kvöld og þeir komust í forystu á 25. mínútu þegar Bernando Silva skoraði. Ronaldo bætti öðru marki við á 37. mínútu en þetta er mark númer þrjátíu og þrjú hjá honum á tímabilinu í leikjum með félags- og landsliði. Þá er hann búinn að skora samtals 906 mörk á ferlinum sem er magnað afrek. 🚨 CRISTIANO RONALDO HAS NOW SCORED 906 CAREER GOALS. pic.twitter.com/swrBFM1p9Z— TCR. (@TeamCRonaldo) October 12, 2024 Í síðari hálfleik minnkaði Piotr Zielenski muninn fyrir Pólverja á 78. mínútu en sjálfsmark Jan Bednarek tíu mínútum síðar innsiglaði sigurinn fyrir Portúgal. Grátlegur endir fyrir Skota Hinn leikur riðilsins var leikinn fyrr í dag. Þar mættust Króatar og Skotar í Zagreb og það voru Skotar sem náðu forystunni á 33. mínútu þegar Ryan Christie skoraði en Króatar sneru leiknum sér í vil með mörkum frá Igor Matanovic og Andrej Kramaric. Þegar komið var framyfir uppgefinn uppbótartíma tókst Che Adams síðan að jafna metin fyrir Skota sem fögnuðu ógarlega. Markið var hins vegar skoðað í VAR og þar sást að Adams var rangstæður í aðdraganda marksins og það því réttilega dæmt af. Gríðarlega svekkjandi fyrir Skota en leikurinn var flautaður af strax í kjölfarið. Portúgal er í efsta sæti riðilsins með níu stig eftir þrjá leiki og Króatar eru í öðru sæti þremur stigum á eftir. Pólland er í þriðja sæti með þrjú stig en Skotar án stiga á botni riðilsin.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira