Ronaldo á skotskónum og VAR bjargaði Króötum Smári Jökull Jónsson skrifar 12. október 2024 21:05 Ronaldo skoraði í leiknum í kvöld. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo var á meðal markaskorara í 3-1 sigri Portúgals gegn Póllandi. Þá voru Skotar grátlega nálægt því að taka með sér stig úr leiknum gegn Króatíu. Cristiano Ronaldo var í byrjunarliði Portúgal sem tók á móti Póllandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Portúgal var búið að vinna báða leiki sína í riðlinum fram að leiknum í kvöld og þeir komust í forystu á 25. mínútu þegar Bernando Silva skoraði. Ronaldo bætti öðru marki við á 37. mínútu en þetta er mark númer þrjátíu og þrjú hjá honum á tímabilinu í leikjum með félags- og landsliði. Þá er hann búinn að skora samtals 906 mörk á ferlinum sem er magnað afrek. 🚨 CRISTIANO RONALDO HAS NOW SCORED 906 CAREER GOALS. pic.twitter.com/swrBFM1p9Z— TCR. (@TeamCRonaldo) October 12, 2024 Í síðari hálfleik minnkaði Piotr Zielenski muninn fyrir Pólverja á 78. mínútu en sjálfsmark Jan Bednarek tíu mínútum síðar innsiglaði sigurinn fyrir Portúgal. Grátlegur endir fyrir Skota Hinn leikur riðilsins var leikinn fyrr í dag. Þar mættust Króatar og Skotar í Zagreb og það voru Skotar sem náðu forystunni á 33. mínútu þegar Ryan Christie skoraði en Króatar sneru leiknum sér í vil með mörkum frá Igor Matanovic og Andrej Kramaric. Þegar komið var framyfir uppgefinn uppbótartíma tókst Che Adams síðan að jafna metin fyrir Skota sem fögnuðu ógarlega. Markið var hins vegar skoðað í VAR og þar sást að Adams var rangstæður í aðdraganda marksins og það því réttilega dæmt af. Gríðarlega svekkjandi fyrir Skota en leikurinn var flautaður af strax í kjölfarið. Portúgal er í efsta sæti riðilsins með níu stig eftir þrjá leiki og Króatar eru í öðru sæti þremur stigum á eftir. Pólland er í þriðja sæti með þrjú stig en Skotar án stiga á botni riðilsin. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Cristiano Ronaldo var í byrjunarliði Portúgal sem tók á móti Póllandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Portúgal var búið að vinna báða leiki sína í riðlinum fram að leiknum í kvöld og þeir komust í forystu á 25. mínútu þegar Bernando Silva skoraði. Ronaldo bætti öðru marki við á 37. mínútu en þetta er mark númer þrjátíu og þrjú hjá honum á tímabilinu í leikjum með félags- og landsliði. Þá er hann búinn að skora samtals 906 mörk á ferlinum sem er magnað afrek. 🚨 CRISTIANO RONALDO HAS NOW SCORED 906 CAREER GOALS. pic.twitter.com/swrBFM1p9Z— TCR. (@TeamCRonaldo) October 12, 2024 Í síðari hálfleik minnkaði Piotr Zielenski muninn fyrir Pólverja á 78. mínútu en sjálfsmark Jan Bednarek tíu mínútum síðar innsiglaði sigurinn fyrir Portúgal. Grátlegur endir fyrir Skota Hinn leikur riðilsins var leikinn fyrr í dag. Þar mættust Króatar og Skotar í Zagreb og það voru Skotar sem náðu forystunni á 33. mínútu þegar Ryan Christie skoraði en Króatar sneru leiknum sér í vil með mörkum frá Igor Matanovic og Andrej Kramaric. Þegar komið var framyfir uppgefinn uppbótartíma tókst Che Adams síðan að jafna metin fyrir Skota sem fögnuðu ógarlega. Markið var hins vegar skoðað í VAR og þar sást að Adams var rangstæður í aðdraganda marksins og það því réttilega dæmt af. Gríðarlega svekkjandi fyrir Skota en leikurinn var flautaður af strax í kjölfarið. Portúgal er í efsta sæti riðilsins með níu stig eftir þrjá leiki og Króatar eru í öðru sæti þremur stigum á eftir. Pólland er í þriðja sæti með þrjú stig en Skotar án stiga á botni riðilsin.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira