Íslenskt verðlaunalið selur klósettpappír upp í ferð á stórmót Aron Guðmundsson skrifar 13. október 2024 09:02 Andrea Sif Pétursdóttir er landsliðsfyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum og er með mikla stórmótareynslu. Vísir/Einar Landsliðsfólk okkar í hópfimleikum hefur þurft að fjármagna þátttöku sína á stórmótum með sölu á klósettpappír, lakkrís og túlípönum svo eitthvað sé nefnt. „Auka álag sem maður á ekki að þurfa að pæla í,“ segir Andrea Sif Pétursdóttir, landsliðsfyrirliði. Fimleikasamband Íslands sendir fimm landslið til leiks á komandi Evrópumót í hópfimleikum í Bakú sem hefst í næstu viku. Fulltrúar Íslands héldu af landi brott til Aserbaísjan í nótt. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum er eitt þeirra liða sem keppir í Bakú en liðið hefur átt frábæru gengi að fagna undanfarin ár. Til að mynda vann það til gullverðlauna á Evrópumótinu árið 2021 og nældi í silfurverðlaun árið 2022. Í raun ætti að vera óhætt að segja að liðið sé eitt þeirra landsliða frá Íslandi sem oftast hefur átt sæti á verðlaunapalli á stórmótum undanfarin ár. Það kunna því margir að reka upp stór augu þegar að þeir frétta af því að landsliðsfólk Íslands þarf að borga með sér fyrir þátttöku á stórmótum. Kemur þetta meðal annars til af lægri styrks til Fimleikasambands Íslands úr afrekssjóði ÍSÍ milli ára sem og hækkun kostnaðar fyrir sambandið. „Sú stefna var sett fyrir einhverju síðan að við, sem myndum landsliðið í fullorðins flokki, ættum ekki að þurfa borga með okkur í landsliðsverkefni,“ segir Andrea í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „En af því að við fengum ekki jafnmikið úr afrekssjóði ÍSÍ erum við að borga einhvern hluta af ferðinni sjálf. Það hefur alltaf verið þannig. Mér finnst það frábær stefna hjá Fimleikasambandi Íslands að þú séu að reyna koma til móts við okkur en svo þegar að sambandið fer ekki þá fjármuni sem það hafði reiknað með þá breytist það náttúrulega.“ Þá sé lítið annað hægt að gera en að fara í fjáröflun. „Selja klósettpappír, lakkrís eða túlípana. Við höfum gert það. Labbað á milli húsa. Af því að það eiga ekkert allir efni á því að taka þetta upp úr eigin vasa.“ Er þetta stór upphæð sem hver og einn þarf að safna? „Já. Sérstaklega í unglingaflokkunum. Svo erum við með nokkra tvíbura sem eru að fara á þessi mót. Fyrir þær fjölskyldur er þetta rosa mikill pakki. Fullorðins liðin eru að borga eitthvað undir hundrað þúsund kall á mann. Unglingaliðin nokkur hundruð þúsund á mann.“ Og stendur landsliðsfólk okkar í hópfimleikum ekki eitt í þessu stappi en áður hefur verið sagt frá landsliðsfólki sem þarf að borga með sér í landsliðsferðum í bæði handbolta og körfubolta og án efa er hægt að taka dæmi úr fleiri íþróttagreinum. Á sama tíma hefur forysta ÍSÍ á sama tíma kallað eftir hærra framlagi frá ríkinu til afrekssjóðs. Þetta getur ekki átt að vera svona? „Nei. Það fylgir þessu smá auka stress. Auka álag sem maður á ekki alveg að vera pæla í. Við erum ekki að fá borgað á neinn hátt fyrir að æfa íþróttina eða að keppa. Svo þurfum við aukalega að borga fyrir þetta. Það er smá súrt.“ EM í hópfimleikum Fimleikar ÍSÍ Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Fimleikasamband Íslands sendir fimm landslið til leiks á komandi Evrópumót í hópfimleikum í Bakú sem hefst í næstu viku. Fulltrúar Íslands héldu af landi brott til Aserbaísjan í nótt. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum er eitt þeirra liða sem keppir í Bakú en liðið hefur átt frábæru gengi að fagna undanfarin ár. Til að mynda vann það til gullverðlauna á Evrópumótinu árið 2021 og nældi í silfurverðlaun árið 2022. Í raun ætti að vera óhætt að segja að liðið sé eitt þeirra landsliða frá Íslandi sem oftast hefur átt sæti á verðlaunapalli á stórmótum undanfarin ár. Það kunna því margir að reka upp stór augu þegar að þeir frétta af því að landsliðsfólk Íslands þarf að borga með sér fyrir þátttöku á stórmótum. Kemur þetta meðal annars til af lægri styrks til Fimleikasambands Íslands úr afrekssjóði ÍSÍ milli ára sem og hækkun kostnaðar fyrir sambandið. „Sú stefna var sett fyrir einhverju síðan að við, sem myndum landsliðið í fullorðins flokki, ættum ekki að þurfa borga með okkur í landsliðsverkefni,“ segir Andrea í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „En af því að við fengum ekki jafnmikið úr afrekssjóði ÍSÍ erum við að borga einhvern hluta af ferðinni sjálf. Það hefur alltaf verið þannig. Mér finnst það frábær stefna hjá Fimleikasambandi Íslands að þú séu að reyna koma til móts við okkur en svo þegar að sambandið fer ekki þá fjármuni sem það hafði reiknað með þá breytist það náttúrulega.“ Þá sé lítið annað hægt að gera en að fara í fjáröflun. „Selja klósettpappír, lakkrís eða túlípana. Við höfum gert það. Labbað á milli húsa. Af því að það eiga ekkert allir efni á því að taka þetta upp úr eigin vasa.“ Er þetta stór upphæð sem hver og einn þarf að safna? „Já. Sérstaklega í unglingaflokkunum. Svo erum við með nokkra tvíbura sem eru að fara á þessi mót. Fyrir þær fjölskyldur er þetta rosa mikill pakki. Fullorðins liðin eru að borga eitthvað undir hundrað þúsund kall á mann. Unglingaliðin nokkur hundruð þúsund á mann.“ Og stendur landsliðsfólk okkar í hópfimleikum ekki eitt í þessu stappi en áður hefur verið sagt frá landsliðsfólki sem þarf að borga með sér í landsliðsferðum í bæði handbolta og körfubolta og án efa er hægt að taka dæmi úr fleiri íþróttagreinum. Á sama tíma hefur forysta ÍSÍ á sama tíma kallað eftir hærra framlagi frá ríkinu til afrekssjóðs. Þetta getur ekki átt að vera svona? „Nei. Það fylgir þessu smá auka stress. Auka álag sem maður á ekki alveg að vera pæla í. Við erum ekki að fá borgað á neinn hátt fyrir að æfa íþróttina eða að keppa. Svo þurfum við aukalega að borga fyrir þetta. Það er smá súrt.“
EM í hópfimleikum Fimleikar ÍSÍ Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti