„Við hefðum átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. október 2024 21:08 Jóhann Berg neyddist af velli undir lok leiks, en vonar að ekki sé um alvarleg meiðsli að ræða. vísir / anton brink „Svart og hvítt hjá okkur þessir tveir hálfleikar. Í fyrri hálfleik ná þeir að spila sig út úr pressunni, við náðum ekki að klukka þá og okkur vantaði kraft í pressuna. Töluðum um það í hálfleik og gerðum töluvert betur í seinni hálfleik, allt annað að sjá liðið,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson eftir 2-2 endurkomujafntefli gegn Wales á Laugardalsvelli. Mörk gestanna voru bæði skoruð í fyrri hálfleik og voru keimlík, há sending sem flaug yfir flata vörn Íslands og datt fyrir sóknarmann í þverhlaupi. „Eitthvað sem hreinlega má ekki gerast á þessu stigi. Þegar það er ekki pressa á boltamanninn verðum við að vera tilbúnir fyrir þessi hlaup [inn fyrir vörnina] og við vorum það ekki. Dýrt að fá á sig svona ódýr mörk.“ Ísland fékk fjölda tækifæra til að vinna leikinn undir lokin, skaut í stöng og slá, en þurfti að sætta sig við stig. „Frábært að liðið kom til baka og gerði gríðarlega vel – við hefðum átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik. 2-0 undir og komum til baka sem er auðvitað frábært, en við fengum fullt af færum og áttum séns á að klára þennan leik. En tökum einu stigi úr því sem komið var.“ Logi Tómasson var hetjan sem bjargaði stigi fyrir Ísland. Byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik og átti heiðurinn að báðum mörkum Íslands. „Hann nýtti klárlega tækifærið, frábær þarna vinstra megin. Frábær innkoma og vel gert hjá honum. Gott hjá liðinu að koma til baka, það sýndi karakter, en auðvitað vildum við þrjú stig.“ Liðið getur þá lært af því og reynt að byrja betur gegn Tyrkjum á mánudaginn? „Algjörlega, við byrjuðum kannski ekkert illa, það er bara þessi tvö móment þegar við erum ekki að ná að pressa þá verðum við að vera klárir fyrir þessi hlaup. Vissum alveg að þeir myndu leita þangað.“ Jóhann lagðist í grasið og bað sjálfur um skiptingu þegar um tíu mínútur voru eftir. „Við sjáum til og sjáum hvernig næstu dagar verða, en þetta verður vonandi allt í lagi.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Mörk gestanna voru bæði skoruð í fyrri hálfleik og voru keimlík, há sending sem flaug yfir flata vörn Íslands og datt fyrir sóknarmann í þverhlaupi. „Eitthvað sem hreinlega má ekki gerast á þessu stigi. Þegar það er ekki pressa á boltamanninn verðum við að vera tilbúnir fyrir þessi hlaup [inn fyrir vörnina] og við vorum það ekki. Dýrt að fá á sig svona ódýr mörk.“ Ísland fékk fjölda tækifæra til að vinna leikinn undir lokin, skaut í stöng og slá, en þurfti að sætta sig við stig. „Frábært að liðið kom til baka og gerði gríðarlega vel – við hefðum átt að skora fleiri mörk í seinni hálfleik. 2-0 undir og komum til baka sem er auðvitað frábært, en við fengum fullt af færum og áttum séns á að klára þennan leik. En tökum einu stigi úr því sem komið var.“ Logi Tómasson var hetjan sem bjargaði stigi fyrir Ísland. Byrjaði á bekknum en kom inn á í hálfleik og átti heiðurinn að báðum mörkum Íslands. „Hann nýtti klárlega tækifærið, frábær þarna vinstra megin. Frábær innkoma og vel gert hjá honum. Gott hjá liðinu að koma til baka, það sýndi karakter, en auðvitað vildum við þrjú stig.“ Liðið getur þá lært af því og reynt að byrja betur gegn Tyrkjum á mánudaginn? „Algjörlega, við byrjuðum kannski ekkert illa, það er bara þessi tvö móment þegar við erum ekki að ná að pressa þá verðum við að vera klárir fyrir þessi hlaup. Vissum alveg að þeir myndu leita þangað.“ Jóhann lagðist í grasið og bað sjálfur um skiptingu þegar um tíu mínútur voru eftir. „Við sjáum til og sjáum hvernig næstu dagar verða, en þetta verður vonandi allt í lagi.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira