Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-80 | Vígðu nýju Ljónagryfjuna með sigri Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 12. október 2024 20:51 vísir/hulda margrét Njarðvíkingar vígðu nýjan heimavöll, IceMar-höllin í kvöld þegar Álftanes komu í heimsókn þegar 2. umferð Bónus deild karla. Bæði lið voru á eftir sínum fyrstu stigum í deildinni og var það Njarðvík sem hafði betur 89-80. Njarðvíkingar tóku uppkastið og Dwayne Lautier-Ogunleye skoraði fyrstu stig IceMar-hallarinnar fyrir aftan þriggja stiga línunnar fyrir heimamenn. Njarðvíkingar voru öflugir í þriggja stiga skotum í upphafi leiks en náðu þó ekki að hrista Álftnesinga af sér. Álftanes gerðu vel í að halda í við Njarðvík og náðu góðu áhlaupi stuttu fyrir lok fyrsta leikhluta. Álftnesingar komust á vítalínuna þegar undir sekúnda var eftir af leikhlutanum og leiddu með einu stigi eftir fyrsta leikhluta 24-25. Álftnesingar byrjuðu annan leikhluta af krafti og keyrði Viktor Máni á körfuna og setti fyrstu stig leikhlutans fyrir Álftanes. Njarðvík náði þó vopnum sínum aftur og náði að jafna. Þetta var þetta mikill baráttu leikur alveg út leikhlutann og voru það heimamenn í Njarðvík sem fóru inn í hálfleikinn með eins stigs forskot 45-44. Álftanes kom út úr hálfleiknum með miklum krafti og náðu að komast í þriggja stiga forskot áður en Njarðvík tók við sér og náði yfirhöndinni í leikhlutanum. Njarðvík náði að setja upp um gír rétt undir lok leikhlutans og fór með átta stiga forskot inn í fjórða leikhlutann 68-60. Álftanes mættu af miklum krafti út í fjórða leikhluta og voru búnir að snúa leiknum sér í hag þegar rétt rúmlega þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Njarðvík var bara skugginn af sjálfum sér lengst af leikhlutann en um leið og þeir komust á skrið varð ekki ekki aftur snúið og Njarðvíkingar sigldu þessu nokkuð örugglega í höfn 89-80. Atvik leiksins Undir lok leiks keyrir Mario Matasovic með endalínunni og stekkur svo upp í svaðalega stemnings troðslu sem kveikti í húsinu. Þarna fann maður að Njarðvíkingar voru aldrei að fara láta þennan sigur af hendi. Stjörnur og skúrkar Khalil Shabazz og Dwayne Lautier-Ogunleye voru atkvæðamestir í liði Njarðvíkur í kvöld. Shabazz var með 33 stig og Dwayne var með 32. Þeir leiddu sóknarleik Njarðvíkinga í kvöld. Hjá Álftanes var Andrew Jones atkvæðamestur með 26 stig. David Okeke lenti í villu vandræðum en var nálægt tvöfaldri tvennu með 14 stig og 9 fráköst. Dómararnir Dómararnir skiptust á að leyfa hörku og ekki. Áttu það til að gefa full auðveldar villur á móti því að leyfa smá hörku inn á milli. Fannst þó ekki halla á annað liðið svo heilt yfir þá var þetta bara allt í lagi frammistaða. Stemning og umgjörð Það var mjög vel mætt í IceMar-höllina í kvöld. Njarðvíkingar blésu til veislu sem heppnaðist mjög vel. Það var allt upp á 10,5 hérna á nýjum stað í Njarðvík. „Engin krísa“ „Svekkelsi, það eru fyrstu viðbrögðin.“ Sagði svekktur Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftanes eftir leikinn í kvöld. „Þeir héldu sér inni í leiknum með frábærri þriggja stiga nýtingu framan af leik. Mér fannst þeir svo gera mjög vel í frákasta baráttunni þegar líða tók á leikinn og mér fannst þetta pínu liggja þar.“ Álftanes voru átta stigum undir fyrir fjórða leikhluta og gerðu gríðarlega vel í að vinna sig aftur inn í leikinn og ná forystu eftir rétt rúmlega þrjár mínútur í fjórða en missa svo leikinn frá sér aftur. Kjartan Atli með leiðbeiningar til sinna manna. Aðstoðarþjálfarinn Hjalti Þór Vilhjálmsson fylgist með fyrir aftan.Vísir/Anton Brink „Það kemur stórt „play“ þegar þeir eru búnir að skora tvö stig á fimm mínútum og taka hraðaupphlaups þrist og fá villu. Þeir ná svo sóknarfrákasti skömmu síðar eftir síðasta vítið. Mómentið fór aftur yfir til þeirra. Þetta er náttúrulega bara klisja en þetta er leikur áhlaupa og þá fundu þeir einhvern smá takt og við náum ekki að slá þá úr þeim takti aftur og urðum staðir í sókninni og það er eitthvað sem við þurfum að skoða hérna undir lokin.“ Álftanes eru búnir að tapa fyrstu tveim leikjum sínum í deildinni en það er full snemmt að fara tala um einhverja krísu. „Já það eru góð lið sem hafa tapað fyrstu leikjunum þannig það er enginn krísa en við en við erum ósáttir með þetta. Þótt þetta séu tveir jafnir leikir þá eru þetta tvö töp og við verðum bara að bíta í skjaldarrendur og gera betur.“ Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes
Njarðvíkingar vígðu nýjan heimavöll, IceMar-höllin í kvöld þegar Álftanes komu í heimsókn þegar 2. umferð Bónus deild karla. Bæði lið voru á eftir sínum fyrstu stigum í deildinni og var það Njarðvík sem hafði betur 89-80. Njarðvíkingar tóku uppkastið og Dwayne Lautier-Ogunleye skoraði fyrstu stig IceMar-hallarinnar fyrir aftan þriggja stiga línunnar fyrir heimamenn. Njarðvíkingar voru öflugir í þriggja stiga skotum í upphafi leiks en náðu þó ekki að hrista Álftnesinga af sér. Álftanes gerðu vel í að halda í við Njarðvík og náðu góðu áhlaupi stuttu fyrir lok fyrsta leikhluta. Álftnesingar komust á vítalínuna þegar undir sekúnda var eftir af leikhlutanum og leiddu með einu stigi eftir fyrsta leikhluta 24-25. Álftnesingar byrjuðu annan leikhluta af krafti og keyrði Viktor Máni á körfuna og setti fyrstu stig leikhlutans fyrir Álftanes. Njarðvík náði þó vopnum sínum aftur og náði að jafna. Þetta var þetta mikill baráttu leikur alveg út leikhlutann og voru það heimamenn í Njarðvík sem fóru inn í hálfleikinn með eins stigs forskot 45-44. Álftanes kom út úr hálfleiknum með miklum krafti og náðu að komast í þriggja stiga forskot áður en Njarðvík tók við sér og náði yfirhöndinni í leikhlutanum. Njarðvík náði að setja upp um gír rétt undir lok leikhlutans og fór með átta stiga forskot inn í fjórða leikhlutann 68-60. Álftanes mættu af miklum krafti út í fjórða leikhluta og voru búnir að snúa leiknum sér í hag þegar rétt rúmlega þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Njarðvík var bara skugginn af sjálfum sér lengst af leikhlutann en um leið og þeir komust á skrið varð ekki ekki aftur snúið og Njarðvíkingar sigldu þessu nokkuð örugglega í höfn 89-80. Atvik leiksins Undir lok leiks keyrir Mario Matasovic með endalínunni og stekkur svo upp í svaðalega stemnings troðslu sem kveikti í húsinu. Þarna fann maður að Njarðvíkingar voru aldrei að fara láta þennan sigur af hendi. Stjörnur og skúrkar Khalil Shabazz og Dwayne Lautier-Ogunleye voru atkvæðamestir í liði Njarðvíkur í kvöld. Shabazz var með 33 stig og Dwayne var með 32. Þeir leiddu sóknarleik Njarðvíkinga í kvöld. Hjá Álftanes var Andrew Jones atkvæðamestur með 26 stig. David Okeke lenti í villu vandræðum en var nálægt tvöfaldri tvennu með 14 stig og 9 fráköst. Dómararnir Dómararnir skiptust á að leyfa hörku og ekki. Áttu það til að gefa full auðveldar villur á móti því að leyfa smá hörku inn á milli. Fannst þó ekki halla á annað liðið svo heilt yfir þá var þetta bara allt í lagi frammistaða. Stemning og umgjörð Það var mjög vel mætt í IceMar-höllina í kvöld. Njarðvíkingar blésu til veislu sem heppnaðist mjög vel. Það var allt upp á 10,5 hérna á nýjum stað í Njarðvík. „Engin krísa“ „Svekkelsi, það eru fyrstu viðbrögðin.“ Sagði svekktur Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftanes eftir leikinn í kvöld. „Þeir héldu sér inni í leiknum með frábærri þriggja stiga nýtingu framan af leik. Mér fannst þeir svo gera mjög vel í frákasta baráttunni þegar líða tók á leikinn og mér fannst þetta pínu liggja þar.“ Álftanes voru átta stigum undir fyrir fjórða leikhluta og gerðu gríðarlega vel í að vinna sig aftur inn í leikinn og ná forystu eftir rétt rúmlega þrjár mínútur í fjórða en missa svo leikinn frá sér aftur. Kjartan Atli með leiðbeiningar til sinna manna. Aðstoðarþjálfarinn Hjalti Þór Vilhjálmsson fylgist með fyrir aftan.Vísir/Anton Brink „Það kemur stórt „play“ þegar þeir eru búnir að skora tvö stig á fimm mínútum og taka hraðaupphlaups þrist og fá villu. Þeir ná svo sóknarfrákasti skömmu síðar eftir síðasta vítið. Mómentið fór aftur yfir til þeirra. Þetta er náttúrulega bara klisja en þetta er leikur áhlaupa og þá fundu þeir einhvern smá takt og við náum ekki að slá þá úr þeim takti aftur og urðum staðir í sókninni og það er eitthvað sem við þurfum að skoða hérna undir lokin.“ Álftanes eru búnir að tapa fyrstu tveim leikjum sínum í deildinni en það er full snemmt að fara tala um einhverja krísu. „Já það eru góð lið sem hafa tapað fyrstu leikjunum þannig það er enginn krísa en við en við erum ósáttir með þetta. Þótt þetta séu tveir jafnir leikir þá eru þetta tvö töp og við verðum bara að bíta í skjaldarrendur og gera betur.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti