„Draumur frá því ég var lítill“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2024 12:33 Orri Steinn Óskarsson. Vísir/Sigurjón Orri Steinn Óskarsson kemur inn í landsliðsverkefni Íslands með rólegri huga en í síðasta mánuði. Það hefur gengið á ýmsu hjá framherjanum unga síðustu vikur. Orri Steinn var keyptur til Real Sociedad á Spáni undir lok félagsskiptagluggans í lok ágúst. Hann hefur því þurft að koma sér fyrir á nýjum stað eftir að leiktíð er hafin og nóg að gera. Klippa: „Draumur frá því ég var lítill“ „Það hefur bara gengið vel. Flest af því er búið núna og maður gat komið í þetta verkfeni með rólegan huga og einbeitt sér að þessu 100 prósent. Það skiptir mig miklu máli,“ segir Orri Steinn. „Það er krefjandi að koma á síðasta degi gluggans. Þú hefur engan tíma til að koma þér fyrir, það eru leikir á þriggja daga fresti og landsliðsverkefni. En það hjálpar að vera með mikið af fólki sem er tilbúið að hjálpa,“ bætir hann við. Sociedad er statt í San Sebastian í Baskalandi og þar bæði töluð spænska og baskneska. Orri sinnir tungumálanámi samhliða fótboltaæfingunum. „Góður maður sagði mér að byrja á spænskunni og taka svo baskneskuna. Hún er aðeins erfiðari. Við tökum spænskuna fyrst, ég er að læra, með kennara og svona. Þetta kemur hægt og rólega,“ segir Orri. Mikilvægt að komast strax á blað Orri er strax farinn að láta til sín taka með spænska liðinu og skoraði tvö mörk eftir að hafa komið inn af bekknum í 3-0 sigri á Valencia í lok september. „Það var frábært. Ef þú hefðir sagt við mig að ég myndi skora tvö mörk fyrir þennan glugga myndi ég örugglega vera mjög sáttur. Það var frábært kvöld og að fá að upplifa það var draumur frá því ég var lítill,“ segir Orri. Hann er þá spenntur fyrir komandi leikjum við Wales í kvöld og við Tyrki á mánudag. „Tveir mjög skemmtilegir leikir. Við byrjum á Wales og það er mikilvægt að nýta það að vera á heimavelli tvo leiki í röð. Við þurfum að sækja eins mörg stig og við getum í þessum tveimur leikjum, það er alveg klárt,“ segir Orri. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Leikur Íslands og Wales er klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst á sömu rás klukkan 18:15. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Kókaín Coote ákærður fyrir að framleiða barnaklám Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira
Orri Steinn var keyptur til Real Sociedad á Spáni undir lok félagsskiptagluggans í lok ágúst. Hann hefur því þurft að koma sér fyrir á nýjum stað eftir að leiktíð er hafin og nóg að gera. Klippa: „Draumur frá því ég var lítill“ „Það hefur bara gengið vel. Flest af því er búið núna og maður gat komið í þetta verkfeni með rólegan huga og einbeitt sér að þessu 100 prósent. Það skiptir mig miklu máli,“ segir Orri Steinn. „Það er krefjandi að koma á síðasta degi gluggans. Þú hefur engan tíma til að koma þér fyrir, það eru leikir á þriggja daga fresti og landsliðsverkefni. En það hjálpar að vera með mikið af fólki sem er tilbúið að hjálpa,“ bætir hann við. Sociedad er statt í San Sebastian í Baskalandi og þar bæði töluð spænska og baskneska. Orri sinnir tungumálanámi samhliða fótboltaæfingunum. „Góður maður sagði mér að byrja á spænskunni og taka svo baskneskuna. Hún er aðeins erfiðari. Við tökum spænskuna fyrst, ég er að læra, með kennara og svona. Þetta kemur hægt og rólega,“ segir Orri. Mikilvægt að komast strax á blað Orri er strax farinn að láta til sín taka með spænska liðinu og skoraði tvö mörk eftir að hafa komið inn af bekknum í 3-0 sigri á Valencia í lok september. „Það var frábært. Ef þú hefðir sagt við mig að ég myndi skora tvö mörk fyrir þennan glugga myndi ég örugglega vera mjög sáttur. Það var frábært kvöld og að fá að upplifa það var draumur frá því ég var lítill,“ segir Orri. Hann er þá spenntur fyrir komandi leikjum við Wales í kvöld og við Tyrki á mánudag. „Tveir mjög skemmtilegir leikir. Við byrjum á Wales og það er mikilvægt að nýta það að vera á heimavelli tvo leiki í röð. Við þurfum að sækja eins mörg stig og við getum í þessum tveimur leikjum, það er alveg klárt,“ segir Orri. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Leikur Íslands og Wales er klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst á sömu rás klukkan 18:15.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Spænski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Kókaín Coote ákærður fyrir að framleiða barnaklám Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira