Berglindi sagt upp í síma: „Kom mér mjög á óvart“ Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2024 07:32 Berglind Björg Þorvaldsdóttir varð bikarmeistari með Val í sumar. vísir/Anton Landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir sneri aftur á fótboltavöllinn með Val í sumar, eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í lok síðasta árs. Samningi hennar við Val var óvænt rift í vikunni, í óþökk þjálfara hennar sem vilja halda henni. Berglind sneri heim og eignaðist son sinn á Íslandi, eftir að hafa verið atvinnumaður hjá PSG í Frakklandi, og áður í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Ítalíu og Hollandi. Hún hafði leikið með Breiðabliki, Fylki og ÍBV hér á landi en skrifaði undir samning til tveggja ára við Val í vor. Í þeim samningi var hins vegar riftunarákvæði sem Valur nýtti nú í lok leiktíðar, eftir að Valur sá á eftir Íslandsmeistaratitlinum í hendur Breiðabliks um helgina. Möguleiki er á að gerður verði nýr samningur og Adda Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, segir í samtali við Fótbolta.net að vilji þeirra Péturs Péturssonar þjálfara sé til að halda Berglindi. Þau hafi ekki vitað af uppsagnarákvæðinu eða þeirri ákvörðun Vals að nýta það. „Hún er að koma til baka eftir barneign sem er gríðarlega erfitt. Við þjálfararnir sjáum hana sem hluta af okkar framtíðarplönum og viljum setjast niður með henni og ræða næsta skref, það er alveg klárt mál,“ sagði Adda við Fótbolta.net. „Ófagmannlegt að fá svona fréttir í gegnum símann“ Sjálf varð Berglind fyrir miklum vonbrigðum með hvernig staðið var að riftun samningsins, og er óviss um framhaldið. „Mér var tilkynnt símleiðis á mánudaginn að samningnum mínum hefði verið sagt upp. Það kom mér mjög á óvart, og einnig þótti mér þetta ófagmannlegt að fá svona fréttir í gegnum símann. En ég frétti það í gær að ný stjórn væri að taka við þannig að það kemur í ljós hvað verður,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur spilað 72 A-landsleiki. Hér er hún á ferðinni gegn Frökkum á EM í Englandi árið 2022.Getty/Alex Pantling Það mun hafa verið framkvæmdastjóri Vals, Styrmir Þór Bragason, sem hringdi og tilkynnti henni um riftunina og segir Berglind að svo virðist sem það hafi verið án vitundar stjórnar knattspyrnudeildarinnar. Hún útilokar ekki að gera nýjan samning við Val. Fengið fyrirspurnir á Íslandi og að utan Berglind mun nú taka sér tíma í að ákveða næsta skref en þessi 32 ára knattspyrnukona, sem skorað hefur 12 mörk í 72 A-landsleikjum, skoraði fjögur mörk í þrettán leikjum í endurkomunni í sumar. „Ég veit í rauninni ekki hvað mun gerast á næstu vikum. Það hafa komið inn fyrirspurnir frá liðum á Íslandi og einnig erlendis, en ég mun taka mér tíma í það að hugsa hvað er besta skrefið fyrir mig og fjölskylduna mína.“ Besta deild kvenna Valur Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira
Berglind sneri heim og eignaðist son sinn á Íslandi, eftir að hafa verið atvinnumaður hjá PSG í Frakklandi, og áður í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Ítalíu og Hollandi. Hún hafði leikið með Breiðabliki, Fylki og ÍBV hér á landi en skrifaði undir samning til tveggja ára við Val í vor. Í þeim samningi var hins vegar riftunarákvæði sem Valur nýtti nú í lok leiktíðar, eftir að Valur sá á eftir Íslandsmeistaratitlinum í hendur Breiðabliks um helgina. Möguleiki er á að gerður verði nýr samningur og Adda Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, segir í samtali við Fótbolta.net að vilji þeirra Péturs Péturssonar þjálfara sé til að halda Berglindi. Þau hafi ekki vitað af uppsagnarákvæðinu eða þeirri ákvörðun Vals að nýta það. „Hún er að koma til baka eftir barneign sem er gríðarlega erfitt. Við þjálfararnir sjáum hana sem hluta af okkar framtíðarplönum og viljum setjast niður með henni og ræða næsta skref, það er alveg klárt mál,“ sagði Adda við Fótbolta.net. „Ófagmannlegt að fá svona fréttir í gegnum símann“ Sjálf varð Berglind fyrir miklum vonbrigðum með hvernig staðið var að riftun samningsins, og er óviss um framhaldið. „Mér var tilkynnt símleiðis á mánudaginn að samningnum mínum hefði verið sagt upp. Það kom mér mjög á óvart, og einnig þótti mér þetta ófagmannlegt að fá svona fréttir í gegnum símann. En ég frétti það í gær að ný stjórn væri að taka við þannig að það kemur í ljós hvað verður,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur spilað 72 A-landsleiki. Hér er hún á ferðinni gegn Frökkum á EM í Englandi árið 2022.Getty/Alex Pantling Það mun hafa verið framkvæmdastjóri Vals, Styrmir Þór Bragason, sem hringdi og tilkynnti henni um riftunina og segir Berglind að svo virðist sem það hafi verið án vitundar stjórnar knattspyrnudeildarinnar. Hún útilokar ekki að gera nýjan samning við Val. Fengið fyrirspurnir á Íslandi og að utan Berglind mun nú taka sér tíma í að ákveða næsta skref en þessi 32 ára knattspyrnukona, sem skorað hefur 12 mörk í 72 A-landsleikjum, skoraði fjögur mörk í þrettán leikjum í endurkomunni í sumar. „Ég veit í rauninni ekki hvað mun gerast á næstu vikum. Það hafa komið inn fyrirspurnir frá liðum á Íslandi og einnig erlendis, en ég mun taka mér tíma í það að hugsa hvað er besta skrefið fyrir mig og fjölskylduna mína.“
Besta deild kvenna Valur Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira