Þrettán látist vegna Marburg-veiru og ekkert bóluefni til Bjarki Sigurðsson skrifar 10. október 2024 15:29 Marburg-vírus hefur ekki áður greinst í Rúanda. Getty Á síðustu tveimur vikum hafa 58 manns greinst með Marburg-veiru í Rúanda. Af þeim hafa þrettán látið lífið. Ekkert bóluefni eða lyf er til gegn veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landlæknis. Marburg-veira hefur ekki greinst áður í Rúanda en hún hefur áður greinst í ýmsum Afríku-ríkjum, svo sem Angóla, Kenýu, Suður-Afríku og Úganda. „Marburg-veira er af ætt þráðveira (filovirus) eins og ebóla-veira en báðar veirur valda svokallaðri blæðandi veiruhitasótt. Ekkert bóluefni eða lyf er til gegn Marburg-veiru en dánartíðni af völdum sjúkdómsins er há. Heilbrigðisyfirvöld í Rúanda hafa gripið til ýmissa aðgerða,“ segir í tilkynningunni. Guðrún Aspelund er sóttvarnalæknir.Vísir/Arnar Tekið er fram að veiran sé ekki bráðsmitandi og smitist með snertingu við líkamsvessa frá veikum einstakling. Áhætta fyrir almenning sem ferðast frá Evrópu til Rúanda er talin lág. Þeir sem fara þó þangað til að starfa í heilbrigðisþjónustu geta verið í meiri hættu sé viðeigandi sóttvörnum ekki beitt. „Þau sem hyggja á ferðalög til Rúanda eru beðin að kynna sér vel ástandið þar og fylgja ráðum þarlendra heilbrigðisyfirvalda. Þau sem koma frá Rúanda og fá sjúkdómseinkenni eftir komu heim (flensulík einkenni, háan hita, höfuð- og vöðvaverki, einkenni frá meltingarfærum) eru beðin að hafa samband við heilbrigðisþjónustu án tafar,“ segir í tilkynningunni. Heilbrigðismál Rúanda Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landlæknis. Marburg-veira hefur ekki greinst áður í Rúanda en hún hefur áður greinst í ýmsum Afríku-ríkjum, svo sem Angóla, Kenýu, Suður-Afríku og Úganda. „Marburg-veira er af ætt þráðveira (filovirus) eins og ebóla-veira en báðar veirur valda svokallaðri blæðandi veiruhitasótt. Ekkert bóluefni eða lyf er til gegn Marburg-veiru en dánartíðni af völdum sjúkdómsins er há. Heilbrigðisyfirvöld í Rúanda hafa gripið til ýmissa aðgerða,“ segir í tilkynningunni. Guðrún Aspelund er sóttvarnalæknir.Vísir/Arnar Tekið er fram að veiran sé ekki bráðsmitandi og smitist með snertingu við líkamsvessa frá veikum einstakling. Áhætta fyrir almenning sem ferðast frá Evrópu til Rúanda er talin lág. Þeir sem fara þó þangað til að starfa í heilbrigðisþjónustu geta verið í meiri hættu sé viðeigandi sóttvörnum ekki beitt. „Þau sem hyggja á ferðalög til Rúanda eru beðin að kynna sér vel ástandið þar og fylgja ráðum þarlendra heilbrigðisyfirvalda. Þau sem koma frá Rúanda og fá sjúkdómseinkenni eftir komu heim (flensulík einkenni, háan hita, höfuð- og vöðvaverki, einkenni frá meltingarfærum) eru beðin að hafa samband við heilbrigðisþjónustu án tafar,“ segir í tilkynningunni.
Heilbrigðismál Rúanda Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Umfagnsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Sjá meira