Heimir um ummæli Dunne: „Ykkar starf að safna áskrifendum“ Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 09:01 Heimir Hallgrímsson sposkur á svip á æfingu írska landsliðsins í Helsinki í gær. Getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, ætlar ekki að láta ummæli Richards Dunne trufla sig í aðdraganda leiksins við Finnland í dag, í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Svona sé bransinn og menn vilji sífellt reyna að bæta við sig áskrifendum. Heimir sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Helsinki í gær, líkt og venja er daginn fyrir leik. Þar var hann spurður út í ummæli Dunne sem er fyrrverandi landsliðsmaður Íra og lék um árabil í vörn Manchester City og Aston Villa. Dunne sagðist telja að Heimir væri strax farinn að finna fyrir pressunni sem fylgi því að þjálfa írska landsliðsins, og sagði mögulegt að hann yrði rekinn eftir komandi leiki við Finnland og Grikkland, þrátt fyrir að Heimir sé rétt búinn að hefja störf. Fyrstu leikir Íra undir hans stjórn voru í síðasta mánuði og töpuðust báðir, 2-0 gegn Englandi og Grikklandi. „Hann [Heimir] er með smá svigrúm vegna þess hve lengi írska knattspyrnusambandið var að finna stjóra, en ef þeir vinna hvorugan leikjanna við Finnland og Grikkland þá tel ég mögulegt að þeir fái nýjan mann inn,“ sagði Dunne við BetVictor, samkvæmt frétt Irish Mirror. Ekki tími til að hafa skoðanir á skoðunum Heimir svaraði þessu á blaðamannafundinum í gær: „Svona er bransinn. Ykkar starf er að safna áskrifendum, að hlustað sé á ykkur, blöðin ykkar keypt. Hvað sem þið skrifið, hvað sem þið þurfið til að fá áskrifendur. Og við verðum að virða ykkar skoðanir,“ sagði Heimir. „En að ég sé með skoðun á ykkar skoðunum, ef við þyrftum þess þá myndum við örugglega ekkert ná að þjálfa. Við höfum ekki tíma í það svo að hver svo sem skoðun manna er þá er það þeirra skoðun og við verðum að virða hana,“ sagði Heimir. Líður betur núna en í fyrstu leikjunum Heimir hefur nú haft smátíma til að aðlagast nýju starfi og er vongóður um betri úrslit í framhaldinu. „Í hreinskilni sagt þá líður mér mun betur í þessu verkefni, á æfingum. Það er mikið hærra tempó í því sem við erum að gera. Það segir mér að menn skilji hlutina betur en síðast og það er skiljanlegt, með tilkomu nýs þjálfara og nýrra hluta. Mér líður betur í þessu verkefni. Við náðum kannski fimm fundum, og höfum talað meira saman en æft. Við verðum að vera með alveg á hreinu hvað við viljum gera, og ekki íþyngja leikmönnum með of miklum upplýsingum. Við verðum að finna okkar leið til að vinna og þegar það tekst munum við vonandi halda áfram að vinna,“ sagði Eyjamaðurinn. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Heimir sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Helsinki í gær, líkt og venja er daginn fyrir leik. Þar var hann spurður út í ummæli Dunne sem er fyrrverandi landsliðsmaður Íra og lék um árabil í vörn Manchester City og Aston Villa. Dunne sagðist telja að Heimir væri strax farinn að finna fyrir pressunni sem fylgi því að þjálfa írska landsliðsins, og sagði mögulegt að hann yrði rekinn eftir komandi leiki við Finnland og Grikkland, þrátt fyrir að Heimir sé rétt búinn að hefja störf. Fyrstu leikir Íra undir hans stjórn voru í síðasta mánuði og töpuðust báðir, 2-0 gegn Englandi og Grikklandi. „Hann [Heimir] er með smá svigrúm vegna þess hve lengi írska knattspyrnusambandið var að finna stjóra, en ef þeir vinna hvorugan leikjanna við Finnland og Grikkland þá tel ég mögulegt að þeir fái nýjan mann inn,“ sagði Dunne við BetVictor, samkvæmt frétt Irish Mirror. Ekki tími til að hafa skoðanir á skoðunum Heimir svaraði þessu á blaðamannafundinum í gær: „Svona er bransinn. Ykkar starf er að safna áskrifendum, að hlustað sé á ykkur, blöðin ykkar keypt. Hvað sem þið skrifið, hvað sem þið þurfið til að fá áskrifendur. Og við verðum að virða ykkar skoðanir,“ sagði Heimir. „En að ég sé með skoðun á ykkar skoðunum, ef við þyrftum þess þá myndum við örugglega ekkert ná að þjálfa. Við höfum ekki tíma í það svo að hver svo sem skoðun manna er þá er það þeirra skoðun og við verðum að virða hana,“ sagði Heimir. Líður betur núna en í fyrstu leikjunum Heimir hefur nú haft smátíma til að aðlagast nýju starfi og er vongóður um betri úrslit í framhaldinu. „Í hreinskilni sagt þá líður mér mun betur í þessu verkefni, á æfingum. Það er mikið hærra tempó í því sem við erum að gera. Það segir mér að menn skilji hlutina betur en síðast og það er skiljanlegt, með tilkomu nýs þjálfara og nýrra hluta. Mér líður betur í þessu verkefni. Við náðum kannski fimm fundum, og höfum talað meira saman en æft. Við verðum að vera með alveg á hreinu hvað við viljum gera, og ekki íþyngja leikmönnum með of miklum upplýsingum. Við verðum að finna okkar leið til að vinna og þegar það tekst munum við vonandi halda áfram að vinna,“ sagði Eyjamaðurinn.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira