Ísland sagt „heimili vefþrjóta og einkennisþjófnaðar“ Samúel Karl Ólason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 9. október 2024 20:43 Félagið Withheld for Privacy er skráð til húsa í Kalkofnsvegi 2 en ku ekki vera með neina starfsemi þar. Félagið er skráð fyrir um 35 milljón vefsvæðum um heiminn allan en það er notað til að skýla raunverulegum eigendum síðanna. Vísir/Vilhelm Einhverjar allra vafasömustu vefsíður sem finna má á alnetinu eru með heimilisfang skráð á Íslandi, nánar tiltekið við Kalkofnsveg 2 í Reykjavík, þar sem Reðasafnið er meðal annars til húsa. Umfangsmikil fréttaskýring um málið birtist á vef New York Times í dag undir yfirskriftinni „Svona varð Ísland að stafrænu heimili vefþrjóta og einkennisþjófnaðar.“ Íslenska reðursafnið kemur málinu ekki við að neinu leyti en margir þekkja staðsetningu safnsins, sem er enda í hjarta miðborgarinnar. Í sömu byggingu og Reðursafnið er félagið Withheld for Privacy skráð til húsa en það gerir fólki sem rekur lén á netinu kleift að skýla sér á bakvið WFP. Ekki er endilega um að ræða síður sem hýstar eru á Íslandi eða nota .is skráningu, þó dæmi séu um það. Í heildina eru um 35 vefsvæði skráð hjá WFP við Kalkofnsveg 2, þó félagið sé sagt með enga starfsemi þar. Witheld for Privacy er sagt í eigu fyrirtækis sem heitir Namecheap og er skráð í Arizona í Bandaríkjunum. Blaðamenn New York Times segja að félagið hafi gert Ísland að alþjóðlegri miðstöð fyrir ólöglegt athæfi sem sé af slíkri stærðargráðu og umfangi að það sé í hróplegu ósamræmi við íbúafjölda landsins. Svikamillur og tölvuárásir Í grein NYT kemur fram að rannsakendur við Syracuse-háskólann í Bandaríkjunum hafi við rannsóknir sínar á villandi pólitískum auglýsingum á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram ítrekað rakið slóðir þeirra til Kalkofnsvegar 2 í Reykjavík. Í einu tilfelli hafi þeir reynt að hafa upp á eigendum vefsíðu sem eyddu 1,3 milljónum dala í svikaauglýsingar sem voru sérstaklega sniðnar að stuðningsmönnum Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Rússar hafa einnig notað vefi sem skráðir eru hjá WFP til að dreifa falsfréttum í Bandaríkjunum og víðar auk þess sem síður sem notaðar eru af tölvuþrjótum sem taldir eru tengjast Rússlandi til tölvuárása hafa verið skráðar hjá félaginu. Skjáskot af síðu Witheld for Privacy. Blaðamenn New York Times segja að framsækin stefna Íslands í netfrelsi og friðhelgi einkalífsins, á grunni strangra persónuverndarlaga, hafi gert það að verkum að landið sé mun berskjaldaðra fyrir svikastarfsemi. Lagaramminn geri það að verkum að fyrirtæki á borð við Withheld for Privacy sæki í að koma sér fyrir á Íslandi. Í grein miðilsins er meðal annars rætt við Mörð Ingólfsson, sem sat á þingi fyrir Pírata, að upprunalega markmiðið með lögunum sem um ræðir hafi verið að stofna nokkurskonar stafrænt Sviss. Það hafi ekki gengið eftir og nú sé verið að misnota lögin. Einnig var rætt við Valborgu Steingrímsdóttur, hjá Persónuvernd, sem segir þörf á að breyta lögunum. Saksóknarar eru einnig sagðir hafa kallað eftir breytingum. Enginn virðist ná sambandi við neinn Tilkynnt var árið 2021 að Namecheap væri að færa þjónustu sína til Withheld for Privacy, sem skráð væri á Íslandi. Þjónustan hafði áður verið skráð í Panama en í tilkynningunni kom fram að Ísland hefði orðið fyrir valinu vegna persónuverndarlaga hér. Fyrirspurnum blaðamanna NYT til Namecheap og Withheld for Privacy hefur ekki verið svarað. Það sama er að segja um viðleitni forsvarsmanna ISNIC til að ná í einhvern hjá WFP og jafnvel embættismenn sem hafa engin svör getað fengið. Blaðamenn Vísis hafa einnig reynt að ná sambandi við forsvarsmenn Namecheap og hafa sent fyrirspurn á lögmann sem seldi þeim félagið Withheld for Privacy, en án árangurs. Félagið var í eigu Nordik lögfræðistofu þar til ársins 2021, þegar það var keypt af Namecheap. Sergio Raygoza Hernandez, frá Mexíkó, er nú skráður framkvæmdastjóri WFP, og var hann annar tveggja sem skráður var kaupandi á félaginu frá Nordik. Irma Hernandez var hinnkaupandinn. Blaðamönnum NYT tókst ekki að ná sambandi við Sergio Raygoza Hernandez. Í fyrra, þegar fjársvikasíða nýnasista var rakin til Kalkofnsvegar svaraði kona sem kallaði sig Ásu í símann. Hún sagði WFP ekki hýsa síður en þess í stað veitti fyrirtækið þjónustu svo fólk geti notað upplýsingar um fyrirtækið við vefi, í stað þess að nota eigin upplýsingar. Withheld for Privacy væri þannig að hjálpa fólki að koma í veg fyrir að hægt væri að rekja uppruna vefsvæðanna. Ása benti þá á að senda spurningar á netfang lögfræðideildar NameCheap.com. Alvarlegt reðasafn Í grein NYT var einnig rætt við Þórð Ólaf Þórðarson, framkvæmdastjóra Reðasafnsins, sem er einnig til húsa í Kalkofnsvegi 2. Hann lýsti furðu sinni á því að húsnæðið verið bendlað við svo grunsamlega starfsemi á netinu. „Við erum reðasafn, já, en við erum alvarlegt reðasafn,“ sagði Þórður. Netglæpir Reykjavík Tækni Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira
Íslenska reðursafnið kemur málinu ekki við að neinu leyti en margir þekkja staðsetningu safnsins, sem er enda í hjarta miðborgarinnar. Í sömu byggingu og Reðursafnið er félagið Withheld for Privacy skráð til húsa en það gerir fólki sem rekur lén á netinu kleift að skýla sér á bakvið WFP. Ekki er endilega um að ræða síður sem hýstar eru á Íslandi eða nota .is skráningu, þó dæmi séu um það. Í heildina eru um 35 vefsvæði skráð hjá WFP við Kalkofnsveg 2, þó félagið sé sagt með enga starfsemi þar. Witheld for Privacy er sagt í eigu fyrirtækis sem heitir Namecheap og er skráð í Arizona í Bandaríkjunum. Blaðamenn New York Times segja að félagið hafi gert Ísland að alþjóðlegri miðstöð fyrir ólöglegt athæfi sem sé af slíkri stærðargráðu og umfangi að það sé í hróplegu ósamræmi við íbúafjölda landsins. Svikamillur og tölvuárásir Í grein NYT kemur fram að rannsakendur við Syracuse-háskólann í Bandaríkjunum hafi við rannsóknir sínar á villandi pólitískum auglýsingum á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram ítrekað rakið slóðir þeirra til Kalkofnsvegar 2 í Reykjavík. Í einu tilfelli hafi þeir reynt að hafa upp á eigendum vefsíðu sem eyddu 1,3 milljónum dala í svikaauglýsingar sem voru sérstaklega sniðnar að stuðningsmönnum Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Rússar hafa einnig notað vefi sem skráðir eru hjá WFP til að dreifa falsfréttum í Bandaríkjunum og víðar auk þess sem síður sem notaðar eru af tölvuþrjótum sem taldir eru tengjast Rússlandi til tölvuárása hafa verið skráðar hjá félaginu. Skjáskot af síðu Witheld for Privacy. Blaðamenn New York Times segja að framsækin stefna Íslands í netfrelsi og friðhelgi einkalífsins, á grunni strangra persónuverndarlaga, hafi gert það að verkum að landið sé mun berskjaldaðra fyrir svikastarfsemi. Lagaramminn geri það að verkum að fyrirtæki á borð við Withheld for Privacy sæki í að koma sér fyrir á Íslandi. Í grein miðilsins er meðal annars rætt við Mörð Ingólfsson, sem sat á þingi fyrir Pírata, að upprunalega markmiðið með lögunum sem um ræðir hafi verið að stofna nokkurskonar stafrænt Sviss. Það hafi ekki gengið eftir og nú sé verið að misnota lögin. Einnig var rætt við Valborgu Steingrímsdóttur, hjá Persónuvernd, sem segir þörf á að breyta lögunum. Saksóknarar eru einnig sagðir hafa kallað eftir breytingum. Enginn virðist ná sambandi við neinn Tilkynnt var árið 2021 að Namecheap væri að færa þjónustu sína til Withheld for Privacy, sem skráð væri á Íslandi. Þjónustan hafði áður verið skráð í Panama en í tilkynningunni kom fram að Ísland hefði orðið fyrir valinu vegna persónuverndarlaga hér. Fyrirspurnum blaðamanna NYT til Namecheap og Withheld for Privacy hefur ekki verið svarað. Það sama er að segja um viðleitni forsvarsmanna ISNIC til að ná í einhvern hjá WFP og jafnvel embættismenn sem hafa engin svör getað fengið. Blaðamenn Vísis hafa einnig reynt að ná sambandi við forsvarsmenn Namecheap og hafa sent fyrirspurn á lögmann sem seldi þeim félagið Withheld for Privacy, en án árangurs. Félagið var í eigu Nordik lögfræðistofu þar til ársins 2021, þegar það var keypt af Namecheap. Sergio Raygoza Hernandez, frá Mexíkó, er nú skráður framkvæmdastjóri WFP, og var hann annar tveggja sem skráður var kaupandi á félaginu frá Nordik. Irma Hernandez var hinnkaupandinn. Blaðamönnum NYT tókst ekki að ná sambandi við Sergio Raygoza Hernandez. Í fyrra, þegar fjársvikasíða nýnasista var rakin til Kalkofnsvegar svaraði kona sem kallaði sig Ásu í símann. Hún sagði WFP ekki hýsa síður en þess í stað veitti fyrirtækið þjónustu svo fólk geti notað upplýsingar um fyrirtækið við vefi, í stað þess að nota eigin upplýsingar. Withheld for Privacy væri þannig að hjálpa fólki að koma í veg fyrir að hægt væri að rekja uppruna vefsvæðanna. Ása benti þá á að senda spurningar á netfang lögfræðideildar NameCheap.com. Alvarlegt reðasafn Í grein NYT var einnig rætt við Þórð Ólaf Þórðarson, framkvæmdastjóra Reðasafnsins, sem er einnig til húsa í Kalkofnsvegi 2. Hann lýsti furðu sinni á því að húsnæðið verið bendlað við svo grunsamlega starfsemi á netinu. „Við erum reðasafn, já, en við erum alvarlegt reðasafn,“ sagði Þórður.
Netglæpir Reykjavík Tækni Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Sjá meira