Vilja 62 milljónir til að tryggja vopnabirgðir lögreglu og sérsveitar Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2024 08:01 Lögreglumenn á æfingu við notkun rafbyssa. Vísir/Arnar Embætti ríkislögreglustjóra telur að auka þurfi fjárveitingar um 62 milljónir árlega til embættisins til að tryggja nauðsynlegar vopnabirgðir og íhluti lögreglunnar. Embættið segir að ekki hafi verið nægilega vel tekið tillit til breytts starfsumhverfis og krefjandi aðstæðna löggæslu í fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn embættisins um fjárlagafrumvarp næsta árs, 2025. Fram kemur í umsögninni að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir 3,7 prósenta aukningu á fjárframlögum til lögreglunnar. Tekið er fram að lögreglan hafi verið undanskilin aðhaldskröfu á tímabilinu 2025 til 2029 en að öðru leyti hafi að litlu leyti verið komið til móts við breytt starfsumhverfi og krefjandi aðstæður löggæslunnar síðustu ár. Gert er ráð fyrir fjárheimild til embættis ríkislögreglustjóra upp á 4,5 milljarða. Þar af er gert ráð fyrir 3,6 milljarðar framlagi úr ríkissjóði en um 900 milljóna rekstrartekjum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm Í umsögn sinni áætlar embætti ríkislögreglustjóra að um 493 milljónir þurfi til að efla viðbragðs- og greiningargetu lögreglunnar til að tryggja að sérsveit geti mætt alvarlegum vopnaútköllum þar með talið með kaupum á búnaði og endurnýjun á bifreiðum og greiningardeild ríkislögreglustjóra með ásættanlegum hætti. 439 milljónir í búnað og bíla fyrir sérsveit Í umsögn embættisins er að því loknu farið yfir ólík verkefni þess og hvað þau muni kosta. Sérstaklega er fjallað um alvarlegra ofbeldi og önnur afbrot. Þar kemur fram að rannsóknir lögreglu og eftirlit til að draga úr brotastarfsemi hafi þyngs verulega og að áhættu vegna skipulagðrar brotastarfsemi teljist mjög mikil á Íslandi. Þá segir að aukin notkun brotahópa á stafrænni tækni hafi aukið álag á ýmsum sviðum löggæslunnar. Því er talið nauðsynlegt að efla viðbragðs- og greiningargetu lögreglunnar til að tryggja að sérsveit geti mætt alvarlegum vopnaútköllum, þar með talið, með kaupum á búnaði og endurnýjun á bifreiðum og greiningardeild ríkislögreglustjóra með ásættanlegum hætti. Áætlaður kostnaður við slíkt er 439,75 milljónir króna árið 2025. Tíðari mótmæli vegna átaka á Gasa Þá er einnig í umsögn embættisins talað um öryggi æðstu stjórnar og að á grundvelli laga hafi ríkislögreglustjóri fengið sérstaka fjárveitingu á síðustu fjárlögum til að sinna löggæslu á Alþingi. Samningurinn muni falla sjálfkrafa úr gildi sé ekki gert ráð fyrir hinum í fjárlögum. Í nýju fjárlagafrumvarpi sé ekki gert ráð fyrir fjárveitingu. Lögreglan telur hins vegar að vegna til dæmis fjölgunar mótmæla vegna átaka á Gasa og fjölgunar heimsóknar erlendra gesta þurfi að tryggja áframhaldandi fjárveitingu. „Er það mat embættisins að nauðsynlegt er að gera ráð fyrir áframhaldandi öryggisgæslu á vegum embættisins í þinghúsinu og gagnvart æðstu stjórn,“ segir í umsögninni og óskað eftir 165 milljónum til að gera það. 250 milljónir í verkefni tengt brottvísunum Þá er einnig í umsögninni bent á að ekki sé gert ráð í fjárlagafrumvarpinu fyrir fjármagni fyrir heimferðar- og fylgdardeild, áður stoðdeild, en deildin tók við ýmsum verkefnum er varðar brottvísun þeirra sem hafa fengið endanlega synjun um vernd á landinu. Þar með talið rekstur húsnæðis í Hafnarfirði. Áætlaður kostnaður er metinn 250 milljónir. Í umsögninni er einnig fjallað um gæðastjóra lögreglunnar og sálfræðiþjónustu og er í umsögninni bent á að árlegur kostnaður vegna gæðastjóra sé um 68,5 milljónir og að tryggja þurfi varanlega fjárveitingu. Þá óskar embættið eftir því að 20 milljónir verði festar í fjárlög til að tryggja lögreglumönnum og öðru starfsfólki sálfræðiþjónustu. Þurfi að stækka og færa gagnaver lögreglunnar Þá er einnig í umsögninni fjallað um landamæraeftirlit. Þar segir að viðfangsefnin landamæra á sviði löggæslu séu orðin mjög krefjandi og að vegna álags sé skilvirkt landamæraeftirlit „í raun ógerlegt“. Það geti leitt af sér aukna öryggisógn. Vísað er í nýja áætlun ráðherra og að vinnu við kostnaðargreiningu sé ólokið. Áætlað sé að hann verði um 2,5 milljarðar. Sjá einnig: Áhyggjuefni að innri landamærin séu ekki betur tryggð Þá er að lokum fjallað um uppbyggingu tækniinnviða lögreglunnar og bent á að síðustu árum hafi mikilvægi gagna aukist verulega í löggæslu. Bæði gagna sem er aflað við rannsókn og gagnavinnslugetu. Þá hafi notkun ýmiss búnaðar eins og dróna og búkmyndavéla aukist síðustu ár. Gagnaver lögreglunnar þurfi því að stækka og flytja. Ekki sé gert ráð fyrir því í fjárheimildum til lögreglunnar. Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Fram kemur í umsögninni að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir 3,7 prósenta aukningu á fjárframlögum til lögreglunnar. Tekið er fram að lögreglan hafi verið undanskilin aðhaldskröfu á tímabilinu 2025 til 2029 en að öðru leyti hafi að litlu leyti verið komið til móts við breytt starfsumhverfi og krefjandi aðstæður löggæslunnar síðustu ár. Gert er ráð fyrir fjárheimild til embættis ríkislögreglustjóra upp á 4,5 milljarða. Þar af er gert ráð fyrir 3,6 milljarðar framlagi úr ríkissjóði en um 900 milljóna rekstrartekjum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm Í umsögn sinni áætlar embætti ríkislögreglustjóra að um 493 milljónir þurfi til að efla viðbragðs- og greiningargetu lögreglunnar til að tryggja að sérsveit geti mætt alvarlegum vopnaútköllum þar með talið með kaupum á búnaði og endurnýjun á bifreiðum og greiningardeild ríkislögreglustjóra með ásættanlegum hætti. 439 milljónir í búnað og bíla fyrir sérsveit Í umsögn embættisins er að því loknu farið yfir ólík verkefni þess og hvað þau muni kosta. Sérstaklega er fjallað um alvarlegra ofbeldi og önnur afbrot. Þar kemur fram að rannsóknir lögreglu og eftirlit til að draga úr brotastarfsemi hafi þyngs verulega og að áhættu vegna skipulagðrar brotastarfsemi teljist mjög mikil á Íslandi. Þá segir að aukin notkun brotahópa á stafrænni tækni hafi aukið álag á ýmsum sviðum löggæslunnar. Því er talið nauðsynlegt að efla viðbragðs- og greiningargetu lögreglunnar til að tryggja að sérsveit geti mætt alvarlegum vopnaútköllum, þar með talið, með kaupum á búnaði og endurnýjun á bifreiðum og greiningardeild ríkislögreglustjóra með ásættanlegum hætti. Áætlaður kostnaður við slíkt er 439,75 milljónir króna árið 2025. Tíðari mótmæli vegna átaka á Gasa Þá er einnig í umsögn embættisins talað um öryggi æðstu stjórnar og að á grundvelli laga hafi ríkislögreglustjóri fengið sérstaka fjárveitingu á síðustu fjárlögum til að sinna löggæslu á Alþingi. Samningurinn muni falla sjálfkrafa úr gildi sé ekki gert ráð fyrir hinum í fjárlögum. Í nýju fjárlagafrumvarpi sé ekki gert ráð fyrir fjárveitingu. Lögreglan telur hins vegar að vegna til dæmis fjölgunar mótmæla vegna átaka á Gasa og fjölgunar heimsóknar erlendra gesta þurfi að tryggja áframhaldandi fjárveitingu. „Er það mat embættisins að nauðsynlegt er að gera ráð fyrir áframhaldandi öryggisgæslu á vegum embættisins í þinghúsinu og gagnvart æðstu stjórn,“ segir í umsögninni og óskað eftir 165 milljónum til að gera það. 250 milljónir í verkefni tengt brottvísunum Þá er einnig í umsögninni bent á að ekki sé gert ráð í fjárlagafrumvarpinu fyrir fjármagni fyrir heimferðar- og fylgdardeild, áður stoðdeild, en deildin tók við ýmsum verkefnum er varðar brottvísun þeirra sem hafa fengið endanlega synjun um vernd á landinu. Þar með talið rekstur húsnæðis í Hafnarfirði. Áætlaður kostnaður er metinn 250 milljónir. Í umsögninni er einnig fjallað um gæðastjóra lögreglunnar og sálfræðiþjónustu og er í umsögninni bent á að árlegur kostnaður vegna gæðastjóra sé um 68,5 milljónir og að tryggja þurfi varanlega fjárveitingu. Þá óskar embættið eftir því að 20 milljónir verði festar í fjárlög til að tryggja lögreglumönnum og öðru starfsfólki sálfræðiþjónustu. Þurfi að stækka og færa gagnaver lögreglunnar Þá er einnig í umsögninni fjallað um landamæraeftirlit. Þar segir að viðfangsefnin landamæra á sviði löggæslu séu orðin mjög krefjandi og að vegna álags sé skilvirkt landamæraeftirlit „í raun ógerlegt“. Það geti leitt af sér aukna öryggisógn. Vísað er í nýja áætlun ráðherra og að vinnu við kostnaðargreiningu sé ólokið. Áætlað sé að hann verði um 2,5 milljarðar. Sjá einnig: Áhyggjuefni að innri landamærin séu ekki betur tryggð Þá er að lokum fjallað um uppbyggingu tækniinnviða lögreglunnar og bent á að síðustu árum hafi mikilvægi gagna aukist verulega í löggæslu. Bæði gagna sem er aflað við rannsókn og gagnavinnslugetu. Þá hafi notkun ýmiss búnaðar eins og dróna og búkmyndavéla aukist síðustu ár. Gagnaver lögreglunnar þurfi því að stækka og flytja. Ekki sé gert ráð fyrir því í fjárheimildum til lögreglunnar.
Lögreglan Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira