Greip til hnífs því hún óttaðist að sonurinn kæmi að sér látinni Jón Þór Stefánsson skrifar 11. október 2024 09:03 Atvikið sem málið varðar átti sér stað í íbúð í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm Kona sem er ákærð fyrir að stinga mann ítrekað á heimili hennar í Mosfellsbæ um nótt í aprílmánuði árið 2021 viðurkenndi fyrir dómi að hún hefði stungið hann tvívegis. Þrátt fyrir það sagði hún að maðurinn hefði beitt hana grófu ofbeldi í aðdragandanum. „Ég veit ekki alveg hvað gekk á. Hann var búinn að vera hundleiðinlegur um kvöldið,“ sagði konan við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag. Þau hafi verið í sambandi á þessum tíma en ekki búið saman. Hún hafi verið búin að biðja hann um að fara út úr íbúðinni umrætt kvöld en hann ekki gert það. Hann hafi tekið upp hníf og skorið samfesting sem hún var klædd í og rifið hann. Þá hafi hann grýtt henni í gólfið og byrjað að sparka í hana. Vegna þessa sagðist hún hafa óttast um líf sitt. „Ég hélt að hann myndi drepa mig“ „Ég var hrædd um að sex ára sonur minn sem var sofandi inni í herbergi myndi vakna og finna mömmu sína látna,“ sagði hún. Þess vegna hafi hún náð í hníf og stungið manninn í öxlina. Áður en það gerðist sagðist hún hafa verið búin að reyna að kalla á hjálp. „Ég hélt að hann myndi drepa mig,“ sagði hún. „Og þá greipstu til hnífsins?“ spurði verjandi hennar. Hún svaraði játandi. Eftir stunguna í öxlina hafi maðurinn kýlt hana niður í jörðina og hún misst hnífinn. Hann hafi aftur byrjað að sparka í hana, en henni hafi þó tekist að ná hnífnum aftur og stinga hann í fótinn. Síðan hafi hún skriðið inn á baðherbergi. Hún segir að maðurinn hefði sagt við hana að hann myndi stinga sjálfan sig meira til að láta hana líta verr út. Sýndi rifinn samfestinginn Fyrir dómi sagðist konan hafa óttast verulega um líf sitt, en hún hafi verið með áverka víðs vegar á líkamanum eftir á. Fyrir dómi voru myndir af þessum áverkum sýndar þeim sem voru viðstaddir. Þá voru spiluð myndbönd sem konan tók um kvöldið, en þar heyrðist parið rífast, og hún saka hann um að beita hann ofbeldi. Verjandi konunnar sýndi viðstöddum bæði samfestinginn sem hún sagði að maðurinn hefði skorið sem og hárlokk sem hún sagði að maðurinn hefði losnað eftir að maðurinn reif í hár hennar. Saksóknari spurði hvort lögregla hefði lagt hald á þessa muni. Konan sagði svo ekki vera. Henni hafi verið meinað að skipta um föt þegar hún var handtekin vegna málsins og enn verið í rifnum samfestingnum. Þegar hún hafi komið heim hafi hárlokkurinn verið það fyrsta sem hún sá, hún hafi ekki haft vit á því að láta lögreglu vita af honum, en sagt lögmanni sínum frá honum. Konan er ákærð fyrir að leggja ítrekað til mannsins með hnífnum sem hafi verið með fimmtán sentímetra löngu blaði. Í ákæru segir að hann hafi hlotið fimm sentímetra langan skurð á aftanverðri öxl og nokkuð djúpan skurð á hnésbót sem olli skemmdum á taug. Hann krefst fimm milljóna króna í miskabætur. Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
„Ég veit ekki alveg hvað gekk á. Hann var búinn að vera hundleiðinlegur um kvöldið,“ sagði konan við aðalmeðferð málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag. Þau hafi verið í sambandi á þessum tíma en ekki búið saman. Hún hafi verið búin að biðja hann um að fara út úr íbúðinni umrætt kvöld en hann ekki gert það. Hann hafi tekið upp hníf og skorið samfesting sem hún var klædd í og rifið hann. Þá hafi hann grýtt henni í gólfið og byrjað að sparka í hana. Vegna þessa sagðist hún hafa óttast um líf sitt. „Ég hélt að hann myndi drepa mig“ „Ég var hrædd um að sex ára sonur minn sem var sofandi inni í herbergi myndi vakna og finna mömmu sína látna,“ sagði hún. Þess vegna hafi hún náð í hníf og stungið manninn í öxlina. Áður en það gerðist sagðist hún hafa verið búin að reyna að kalla á hjálp. „Ég hélt að hann myndi drepa mig,“ sagði hún. „Og þá greipstu til hnífsins?“ spurði verjandi hennar. Hún svaraði játandi. Eftir stunguna í öxlina hafi maðurinn kýlt hana niður í jörðina og hún misst hnífinn. Hann hafi aftur byrjað að sparka í hana, en henni hafi þó tekist að ná hnífnum aftur og stinga hann í fótinn. Síðan hafi hún skriðið inn á baðherbergi. Hún segir að maðurinn hefði sagt við hana að hann myndi stinga sjálfan sig meira til að láta hana líta verr út. Sýndi rifinn samfestinginn Fyrir dómi sagðist konan hafa óttast verulega um líf sitt, en hún hafi verið með áverka víðs vegar á líkamanum eftir á. Fyrir dómi voru myndir af þessum áverkum sýndar þeim sem voru viðstaddir. Þá voru spiluð myndbönd sem konan tók um kvöldið, en þar heyrðist parið rífast, og hún saka hann um að beita hann ofbeldi. Verjandi konunnar sýndi viðstöddum bæði samfestinginn sem hún sagði að maðurinn hefði skorið sem og hárlokk sem hún sagði að maðurinn hefði losnað eftir að maðurinn reif í hár hennar. Saksóknari spurði hvort lögregla hefði lagt hald á þessa muni. Konan sagði svo ekki vera. Henni hafi verið meinað að skipta um föt þegar hún var handtekin vegna málsins og enn verið í rifnum samfestingnum. Þegar hún hafi komið heim hafi hárlokkurinn verið það fyrsta sem hún sá, hún hafi ekki haft vit á því að láta lögreglu vita af honum, en sagt lögmanni sínum frá honum. Konan er ákærð fyrir að leggja ítrekað til mannsins með hnífnum sem hafi verið með fimmtán sentímetra löngu blaði. Í ákæru segir að hann hafi hlotið fimm sentímetra langan skurð á aftanverðri öxl og nokkuð djúpan skurð á hnésbót sem olli skemmdum á taug. Hann krefst fimm milljóna króna í miskabætur.
Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira