Öryrkjar eiga betra skilið Svanberg Hreinsson skrifar 9. október 2024 09:02 Ár hvert eykst bilið á milli lágmarkslauna og tekna þeirra sem reiða sig á greiðslur frá Tryggingastofnun. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að fylgja vísitölu neysluverðs við ákvörðun um uppfærslur fjárhæða almannatrygginga, þrátt fyrir að vísitala neysluverðs hækki almennt mun minna en launavísitölur. Afleiðingin er sú að bilið á milli öryrkja og þeirra sem hafa lágmarkslaun fer breikkandi. Samkvæmt lögum eiga greiðslur almannatrygginga að breytast árlega í samræmi við fjárlög og skal ákvörðun þeirra taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þessa reglu má finna í 62. gr., áður 69. gr. laga um almannatryggingar og var hún upphaflega leidd í lög árið 1997 með það markmiði að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar myndu njóta hækkunar á ráðstöfunartekjum í sama hlutfalli og almenningur. Þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, sagði í þingræðu við 1. umræðu frumvarpsins: „Viðmiðunin á að vera við laun en engu að síður er settur annar lás sem á að gæta þess ef svo vildi til, sem við skulum vona að verði ekki á næstu árum, að launin hækki minna en verðlag eins og hefur nú komið fyrir." Yfirlýsingu forsætisráðherra í umræðunni er tæpast hægt að túlka öðruvísi en þannig að orðalag frumvarpsins beri að skilja svo að bætur almannatrygginga og greiðslur skuli beinlínis fylgja launaþróun (launavísitölu) nema þegar verðlag hækkar umfram laun. Það er augljóst að stjórnvöld fylgja ekki settum lögum þar sem öryrkjar og aldraðir fá lægri tekjur en þau eiga rétt á. En þar sem Alþingi fer með fjárstjórnarvaldið skv. 41. gr. stjórnarskrárinnar og núverandi löggjöf felur Alþingi að ákvarða hækkanir bóta, hafa dómstólar talið það falla utan hlutverks síns að dæma um hvort rétt hafi verið staðið að hækkun bóta skv. 62. gr. laga um almannatryggingar og þar með er erfitt að kæra þetta óréttlæti. Svo virðist vera að kerfið hér á Íslandi ætli að teygja sig eins langt og hægt er til þess að koma í veg fyrir að fátækustu hópar samfélagsins fái tekjur sem standa undir grunnframfærslu. Í þessari stöðu er aðeins eitt sem hægt er að gera til að leiðrétta þetta rugl. Við þurfum að breyta lögunum á þann veg að stjórnvöld komist ekki upp með að hunsa þau eða mistúlka. Flokkur fólksins hefur margoft lagt fram frumvarp um að leiðrétta ákvæði 62. gr. þannig að það tryggi með fullnægjandi hætti að kjör lífeyrisþega almannatrygginga fylgi launaþróun. Frumvarpið leggur til að hækkun fjárhæða almannatrygginga, sem og frítekjumarka, skuli framvegis fylgja launaþróun eins og hún kemur fram í launavísitölu Hagstofu Íslands. Áfram er lagt til að greiðslur hækki þó aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þannig er tryggt að greiðslur lækki ekki skyndilega ef launaþróun er neikvæð, en valdið til að ákvarða eftir hentisemi hve mikið bætur hækka hverju sinni, er tekið úr höndum ríkisstjórnarinnar Allir ríkisstjórnarflokkarnir hafa lofað að leiðrétta þessa svokölluðu kjaragliðnun, en ekkert hefur verið gert í þeim málum síðastliðin tvö kjörtímabil. Áfram halda stjórnvöld að neita fátæku fólki um sjálfsögð réttindi á meðan þingmenn ríkisstjórnarinnar berjast gegn frumvarpi Flokks fólksins sem myndi koma í veg fyrir vaxandi kjaragliðnun. Að mínu mati eru þessi vinnubrögð óheiðarleg og óviðunandi. Við eigum betra skilið og Flokkur fólksins mun leggja allt sitt af mörkum til að leiðrétta áratuga langa sögu óréttlætis gagnvart lífeyrisþegum almannatrygginga. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanberg Hreinsson Flokkur fólksins Félagsmál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Ár hvert eykst bilið á milli lágmarkslauna og tekna þeirra sem reiða sig á greiðslur frá Tryggingastofnun. Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að fylgja vísitölu neysluverðs við ákvörðun um uppfærslur fjárhæða almannatrygginga, þrátt fyrir að vísitala neysluverðs hækki almennt mun minna en launavísitölur. Afleiðingin er sú að bilið á milli öryrkja og þeirra sem hafa lágmarkslaun fer breikkandi. Samkvæmt lögum eiga greiðslur almannatrygginga að breytast árlega í samræmi við fjárlög og skal ákvörðun þeirra taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þessa reglu má finna í 62. gr., áður 69. gr. laga um almannatryggingar og var hún upphaflega leidd í lög árið 1997 með það markmiði að tryggja að öryrkjar og ellilífeyrisþegar myndu njóta hækkunar á ráðstöfunartekjum í sama hlutfalli og almenningur. Þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, sagði í þingræðu við 1. umræðu frumvarpsins: „Viðmiðunin á að vera við laun en engu að síður er settur annar lás sem á að gæta þess ef svo vildi til, sem við skulum vona að verði ekki á næstu árum, að launin hækki minna en verðlag eins og hefur nú komið fyrir." Yfirlýsingu forsætisráðherra í umræðunni er tæpast hægt að túlka öðruvísi en þannig að orðalag frumvarpsins beri að skilja svo að bætur almannatrygginga og greiðslur skuli beinlínis fylgja launaþróun (launavísitölu) nema þegar verðlag hækkar umfram laun. Það er augljóst að stjórnvöld fylgja ekki settum lögum þar sem öryrkjar og aldraðir fá lægri tekjur en þau eiga rétt á. En þar sem Alþingi fer með fjárstjórnarvaldið skv. 41. gr. stjórnarskrárinnar og núverandi löggjöf felur Alþingi að ákvarða hækkanir bóta, hafa dómstólar talið það falla utan hlutverks síns að dæma um hvort rétt hafi verið staðið að hækkun bóta skv. 62. gr. laga um almannatryggingar og þar með er erfitt að kæra þetta óréttlæti. Svo virðist vera að kerfið hér á Íslandi ætli að teygja sig eins langt og hægt er til þess að koma í veg fyrir að fátækustu hópar samfélagsins fái tekjur sem standa undir grunnframfærslu. Í þessari stöðu er aðeins eitt sem hægt er að gera til að leiðrétta þetta rugl. Við þurfum að breyta lögunum á þann veg að stjórnvöld komist ekki upp með að hunsa þau eða mistúlka. Flokkur fólksins hefur margoft lagt fram frumvarp um að leiðrétta ákvæði 62. gr. þannig að það tryggi með fullnægjandi hætti að kjör lífeyrisþega almannatrygginga fylgi launaþróun. Frumvarpið leggur til að hækkun fjárhæða almannatrygginga, sem og frítekjumarka, skuli framvegis fylgja launaþróun eins og hún kemur fram í launavísitölu Hagstofu Íslands. Áfram er lagt til að greiðslur hækki þó aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þannig er tryggt að greiðslur lækki ekki skyndilega ef launaþróun er neikvæð, en valdið til að ákvarða eftir hentisemi hve mikið bætur hækka hverju sinni, er tekið úr höndum ríkisstjórnarinnar Allir ríkisstjórnarflokkarnir hafa lofað að leiðrétta þessa svokölluðu kjaragliðnun, en ekkert hefur verið gert í þeim málum síðastliðin tvö kjörtímabil. Áfram halda stjórnvöld að neita fátæku fólki um sjálfsögð réttindi á meðan þingmenn ríkisstjórnarinnar berjast gegn frumvarpi Flokks fólksins sem myndi koma í veg fyrir vaxandi kjaragliðnun. Að mínu mati eru þessi vinnubrögð óheiðarleg og óviðunandi. Við eigum betra skilið og Flokkur fólksins mun leggja allt sitt af mörkum til að leiðrétta áratuga langa sögu óréttlætis gagnvart lífeyrisþegum almannatrygginga. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar