Þú ert númer 1155 í röðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar 8. október 2024 12:31 Ímyndið ykkur hvernig það er að þurfa að sinna verkefnum dagslegs lífs án þess að heyra almennilega. Hvernig það er að sinna börnum sínum, mökum og foreldum þannig. Setið ykkur í spor þeirra sem daglega ganga til vinnu við þessar aðstæður. Hvernig haldið þið að það gangi að sinna tómstundum? Setjið ykkur í þessi spor. Þetta er staða rúmlega 2.000 manns sem nú eru skráð á biðlista eftir heyrnarþjónustu frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Fullorðnir eru látnir bíða að meðaltali í tvö ár á þessum biðlista, börn þurfa ekki að þola nema sjö mánuði að meðaltali. Stórkostlegar ógöngur Rúmlega helmingur þeirra sem eru á biðlista bíður að meðaltali í tvö ár eftir þjónustu. Biðtími er mismunandi eftir þjónustu en mestur er biðtíminn hjá fullorðnum einstaklingum sem þurfa þjónustu vegna heyrnartækja og mælinga. 1.155 eru á biðlista eftir þeirri þjónustu og er biðtími þar að meðaltali tvö ár. Meira að segja þau sem þurfa aðstoð við heyrnartæki sem þau eru þegar komin með fá sæti á biðlistanum og eru föst þar í 1-2 mánuði. Þessar upplýsingar eru byggðar á gögnum frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands frá því í mars. Staðan hefur ekki lagast. Kristján Sverrisson, forstjóri stofnunarinnar, hefur verið ómyrkur í máli varðandi stöðuna og sagt endalausan niðurskurð og fjársvelti, aðstöðuleysi og manneklu hafa leitt til þess að opinber heyrnarþjónusta á Íslandi sé komin í stórkostlegar ógöngur. Skilningsleysi stjórnvalda Þetta var sem sagt staðan þegar fjárlög næsta árs voru unnin í sumar. Þar var niðurstaðan svo að útgjöld til málaflokksins eru áætluð 549 milljónir króna en fjárlögin gera ráð fyrir 231,6 milljónum. Stjórnvöld ætla Heyrnar- og talmeinastöð að loka gati upp á 318 milljónir með sértekjum á sama tíma og vitað er að gjaldskrá stofnunarinnar er háð lögum og reglugerðum sem þýðir að hún getur ekki aflað nema um fjórðungs þessarar fjárhæðar miðað við núverandi húsnæði og mannafla. Með öðrum orðum, vegna þess aðbúnaðar sem stjórnvöld búa Heyrnar- og talmeinastöðinni getur stofnunin einfaldlega ekki aflað sértekna á þann hátt sem stjórnvöld vilja að hún geri. Fagfólkið þar talar fyrir daufum eyrum þegar reynt er að gera stjórnvöldum grein fyrir alvarleika málsins. Á meðan bíða þúsundir á biðlista eftir nauðsynlegri aðstoð. Þetta er glórulaus staða og áhrifanna gætir enn víðar. Vegna viðvarandi fjárskorts hefur Heyrnar- og talmeinastöð þurft að leggja niður 18 mánaða eftirlit barna sem grunur leikur á að séu með málþroska röskun. Hugsið ykkur! Foreldar og forráðamenn barna geta ekki leitað til neinnar stofnunar með grun um seinkaðan málþroska eða einhvers konar tjáskiptavanda fyrir börn á þessum aldri. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands á samkvæmt lögum að huga að heyrnarheilsu og sérhæfðrar talmeinaþjónustu heillar þjóðar. Við þurfum að sjá sóma okkar í því að fagfólki sem þar starfar sé gert kleift að uppfylla lögin í okkar þágu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ímyndið ykkur hvernig það er að þurfa að sinna verkefnum dagslegs lífs án þess að heyra almennilega. Hvernig það er að sinna börnum sínum, mökum og foreldum þannig. Setið ykkur í spor þeirra sem daglega ganga til vinnu við þessar aðstæður. Hvernig haldið þið að það gangi að sinna tómstundum? Setjið ykkur í þessi spor. Þetta er staða rúmlega 2.000 manns sem nú eru skráð á biðlista eftir heyrnarþjónustu frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Fullorðnir eru látnir bíða að meðaltali í tvö ár á þessum biðlista, börn þurfa ekki að þola nema sjö mánuði að meðaltali. Stórkostlegar ógöngur Rúmlega helmingur þeirra sem eru á biðlista bíður að meðaltali í tvö ár eftir þjónustu. Biðtími er mismunandi eftir þjónustu en mestur er biðtíminn hjá fullorðnum einstaklingum sem þurfa þjónustu vegna heyrnartækja og mælinga. 1.155 eru á biðlista eftir þeirri þjónustu og er biðtími þar að meðaltali tvö ár. Meira að segja þau sem þurfa aðstoð við heyrnartæki sem þau eru þegar komin með fá sæti á biðlistanum og eru föst þar í 1-2 mánuði. Þessar upplýsingar eru byggðar á gögnum frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands frá því í mars. Staðan hefur ekki lagast. Kristján Sverrisson, forstjóri stofnunarinnar, hefur verið ómyrkur í máli varðandi stöðuna og sagt endalausan niðurskurð og fjársvelti, aðstöðuleysi og manneklu hafa leitt til þess að opinber heyrnarþjónusta á Íslandi sé komin í stórkostlegar ógöngur. Skilningsleysi stjórnvalda Þetta var sem sagt staðan þegar fjárlög næsta árs voru unnin í sumar. Þar var niðurstaðan svo að útgjöld til málaflokksins eru áætluð 549 milljónir króna en fjárlögin gera ráð fyrir 231,6 milljónum. Stjórnvöld ætla Heyrnar- og talmeinastöð að loka gati upp á 318 milljónir með sértekjum á sama tíma og vitað er að gjaldskrá stofnunarinnar er háð lögum og reglugerðum sem þýðir að hún getur ekki aflað nema um fjórðungs þessarar fjárhæðar miðað við núverandi húsnæði og mannafla. Með öðrum orðum, vegna þess aðbúnaðar sem stjórnvöld búa Heyrnar- og talmeinastöðinni getur stofnunin einfaldlega ekki aflað sértekna á þann hátt sem stjórnvöld vilja að hún geri. Fagfólkið þar talar fyrir daufum eyrum þegar reynt er að gera stjórnvöldum grein fyrir alvarleika málsins. Á meðan bíða þúsundir á biðlista eftir nauðsynlegri aðstoð. Þetta er glórulaus staða og áhrifanna gætir enn víðar. Vegna viðvarandi fjárskorts hefur Heyrnar- og talmeinastöð þurft að leggja niður 18 mánaða eftirlit barna sem grunur leikur á að séu með málþroska röskun. Hugsið ykkur! Foreldar og forráðamenn barna geta ekki leitað til neinnar stofnunar með grun um seinkaðan málþroska eða einhvers konar tjáskiptavanda fyrir börn á þessum aldri. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands á samkvæmt lögum að huga að heyrnarheilsu og sérhæfðrar talmeinaþjónustu heillar þjóðar. Við þurfum að sjá sóma okkar í því að fagfólki sem þar starfar sé gert kleift að uppfylla lögin í okkar þágu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar