Alvarleg staða á leikskólunum sem þurfi að taka á tafarlaust Bjarki Sigurðsson skrifar 8. október 2024 12:18 Marta segir manneklu á leikskólunum alvarlegt mál. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir mikla starfsmannaveltu á leikskólum borgarinnar vera alvarlegt vandamál sem þurfi að taka á tafarlaust. Hún vill að leitað verði nýrra leiða í leikskólamálum og Kópavogsmódelið tekið upp. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að samkvæmt nýlegum tölum aukist starfsmannavelta á leikskólum borgarinnar ár frá ári. Reynslumiklir starfsmenn fari úr starfi vegna álags og slæmra vinnuaðstæðna sem meðal annars megi rekja til manneklu á leikskólunum. Þegar ítrekað sé verið að ráða inn nýja starfsmenn fyrir þá sem leita annað tapist mikil þekking og mikill tími fari í þjálfun og aðlögun starfsmanna. „Þetta kemur niður á inntöku barna í leikskóla. Það hefur þurft að loka deildum og senda börnin fyrr heim. Þessi mikla starfsmannavelta og mannekla í leikskólunum hefur líka orðið til þess að það er ekki hægt að nýta 140 pláss. Síðan hefur ekki verið hægt að nýta 363 pláss á leikskólum vegna viðhaldsleysis og framkvæmda. Þetta gerir um fimm hundruð pláss sem við getum ekki nýtt og það samsvarar því að allt að sjö leikskólar væru ekki starfandi eða lokaðir,“ segir Marta. Marta Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Mikið álag bætist á starfsmenn þegar manneklan er eins mikil og hún er á leikskólunum. „Starfsumhverfið í leikskólunum hefur verið ansi dapurt. Við höfum heyrt ansi margar fréttir af mjög slæmu ástandi leikskóla og loka hefur þurft leikskólum,“ segir Marta. Marta hefur lagt fram tillögur til að taka á vandanum hjá ráðum borgarinnar en þær ávallt felldar. „Það hefur ekki verið vilji til þess að prófa nýjar lausnir og leiðir þrátt fyrir að það hafi gefist vel í öðrum sveitarfélögum, eins og til að mynda í Kópavogi. Þar hefur það gefið góða raun og það hefur verið hægt að opna deildir þar sem hafa verið lokaðar. Staðan er alvarleg og það verður að taka á þessu vandamáli tafarlaust,“ segir Marta. Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Vinnumarkaður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira
Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að samkvæmt nýlegum tölum aukist starfsmannavelta á leikskólum borgarinnar ár frá ári. Reynslumiklir starfsmenn fari úr starfi vegna álags og slæmra vinnuaðstæðna sem meðal annars megi rekja til manneklu á leikskólunum. Þegar ítrekað sé verið að ráða inn nýja starfsmenn fyrir þá sem leita annað tapist mikil þekking og mikill tími fari í þjálfun og aðlögun starfsmanna. „Þetta kemur niður á inntöku barna í leikskóla. Það hefur þurft að loka deildum og senda börnin fyrr heim. Þessi mikla starfsmannavelta og mannekla í leikskólunum hefur líka orðið til þess að það er ekki hægt að nýta 140 pláss. Síðan hefur ekki verið hægt að nýta 363 pláss á leikskólum vegna viðhaldsleysis og framkvæmda. Þetta gerir um fimm hundruð pláss sem við getum ekki nýtt og það samsvarar því að allt að sjö leikskólar væru ekki starfandi eða lokaðir,“ segir Marta. Marta Guðjónsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Mikið álag bætist á starfsmenn þegar manneklan er eins mikil og hún er á leikskólunum. „Starfsumhverfið í leikskólunum hefur verið ansi dapurt. Við höfum heyrt ansi margar fréttir af mjög slæmu ástandi leikskóla og loka hefur þurft leikskólum,“ segir Marta. Marta hefur lagt fram tillögur til að taka á vandanum hjá ráðum borgarinnar en þær ávallt felldar. „Það hefur ekki verið vilji til þess að prófa nýjar lausnir og leiðir þrátt fyrir að það hafi gefist vel í öðrum sveitarfélögum, eins og til að mynda í Kópavogi. Þar hefur það gefið góða raun og það hefur verið hægt að opna deildir þar sem hafa verið lokaðar. Staðan er alvarleg og það verður að taka á þessu vandamáli tafarlaust,“ segir Marta.
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Vinnumarkaður Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Sjá meira