Í tíu leikja bann fyrir „Jackie Chan“ ummælin Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 15:31 Marco Curto líkti Hwang Hee-Chan við kvikmyndastjörnuna Jackie Chan og er kominn í tíu leikja bann. Samsett/Getty Ítalski varnarmaðurinn Marco Curto hefur verið úrskurðaður í tíu leikja bann frá fótbolta vegna kynþáttaníðs í garð Suður-Kóreumannsins Hwang Hee-Chan, sóknarmanns Úlfanna á Englandi. Curto er leikmaður Como á Ítalíu en hefur í haust spilað sem lánsmaður hjá Cesena í ítölsku B-deildinni. Nú þarf hann að sitja af sér tíu leikja bann vegna hegðunar sinnar í æfingaleik með Como í sumar, gegn Úlfunum. Marco Curto spilar sem lánsmaður með Cesena í vetur en þarf núna að sitja af sér tíu leikja bann.Getty Como sendi frá sér yfirlýsingu í sumar þar sem félagið gerði lítið úr atvikinu. Ítalirnir sökuðu Úlfana um að gera úlfalda úr mýflugu en viðurkenndu að leikmaður þeirra hefði kallað Hwang „Jackie Chan“. Kvikmyndastjarnan er fædd í Hong Kong en Hwang, sem er jafnan kallaður Channy, er eins og fyrr segir frá Suður-Kóreu. „Hunsaðu hann. Hann heldur að hann sé Jackie Chan,“ á Curto að hafa sagt við samherja sinn, samkvæmt yfirlýsingu Como eftir leikinn í sumar. Daniel Podence, liðsfélagi Hwang, brást reiður við þessu og fékk rautt spjald fyrir að kýla í leikmann Como. FIFA hefur nú úrskurðað Curto í tíu leikja bann og hann þarf auk þess að sinna samfélagsþjónustu og sækja námskeið til að afla sér þekkingar. „Við fögnum ákvörðun FIFA um að setja Marco Curto í bann fyrir að mismuna leikmanni í vináttuleik okkar við Como,“ sagði Matt Wild, yfirmaður fótboltamála hjá Úlfunum, og bætti við að bannið sendi skýr skilaboð um að kynþáttaníð væri ekki liðið. Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Curto er leikmaður Como á Ítalíu en hefur í haust spilað sem lánsmaður hjá Cesena í ítölsku B-deildinni. Nú þarf hann að sitja af sér tíu leikja bann vegna hegðunar sinnar í æfingaleik með Como í sumar, gegn Úlfunum. Marco Curto spilar sem lánsmaður með Cesena í vetur en þarf núna að sitja af sér tíu leikja bann.Getty Como sendi frá sér yfirlýsingu í sumar þar sem félagið gerði lítið úr atvikinu. Ítalirnir sökuðu Úlfana um að gera úlfalda úr mýflugu en viðurkenndu að leikmaður þeirra hefði kallað Hwang „Jackie Chan“. Kvikmyndastjarnan er fædd í Hong Kong en Hwang, sem er jafnan kallaður Channy, er eins og fyrr segir frá Suður-Kóreu. „Hunsaðu hann. Hann heldur að hann sé Jackie Chan,“ á Curto að hafa sagt við samherja sinn, samkvæmt yfirlýsingu Como eftir leikinn í sumar. Daniel Podence, liðsfélagi Hwang, brást reiður við þessu og fékk rautt spjald fyrir að kýla í leikmann Como. FIFA hefur nú úrskurðað Curto í tíu leikja bann og hann þarf auk þess að sinna samfélagsþjónustu og sækja námskeið til að afla sér þekkingar. „Við fögnum ákvörðun FIFA um að setja Marco Curto í bann fyrir að mismuna leikmanni í vináttuleik okkar við Como,“ sagði Matt Wild, yfirmaður fótboltamála hjá Úlfunum, og bætti við að bannið sendi skýr skilaboð um að kynþáttaníð væri ekki liðið.
Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira