Man City og enska úrvalsdeildin segjast bæði hafa borið sigur úr býtum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. október 2024 07:02 Etihad-völlurinn er heimavöllur Manchester City. Hann heitir eftir flugfélaginu Etihad. MI News/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City sem og forráðamenn ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu þykjast hafa haft betur í máli félagsins gegn deildinni er kemur að auglýsingatekjum. Ekki er um að ræða mál tengt 115 ákærunum á hendur Man City. Félagið kvartaði vegna tveggja hluta af APT-regluverki ensku úrvalsdeildarinnar. Regluverkið snýr að því að félög geti ekki gert óraunhæfa auglýsingsamninga við fyrirtæki í eigu eiganda sinna. Þannig skal hver samningur vera innan raunhæfra marka svo eigendurnir geti ekki dælt inn fjármagni í félag sitt í gegnum auglýsingasamninga og þannig komist framhjá FFP- og PSR-fjárhagsreglum. Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að dómstóll hafi dæmt Man City í hag í málinu en enska úrvalsdeildin hrósar engu að síður sigri. Sky Sports greinir frá því að Man City hafi unnið málið og að félög deildarinnar muni funda vegna niðurstöðu dómsins í næstu viku. BREAKING: Manchester City have won their legal challenge against the Premier League's Associated Party Transactions (APT) rules 🚨 pic.twitter.com/3UoTMaALKI— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 7, 2024 Yfirlýsing ensku úrvalsdeildarinnar er á þá vegu að Man City hafi viljað umturna regluverkinu frá A til Ö en niðurstaðan sé sú að aðeins sé um að ræða lagfæringu á undirgreinum í annars flóknu regluverki. Sömuleiðis segir í yfirlýsingu deildarinnar að dómstóllinn hafi hafnað þeim rökum að APT-regluverkið mismunaði félögum þar sem rekja mætti eignarhald til Persaflóa. Englandsmeistararnir eru í eigu City Football Group ásamt fleiri liðum. Bakhjarl CFG er svo furstadæmið Abú Dabí en það er stærst af þeim sjö furstadæmum sem mynda Sameinuðu arabísku furstadæmin. Yfirlýsing Man City einblíndi á þá tvo hluti sem verður breytt í regluverkinu og þá sagði félagið það ljóst að enska úrvalsdeildin hefði misnotað stöðu sína. Club statement— Manchester City (@ManCity) October 7, 2024 Það má því reikna með lagfæringu á regluverkinu en það stendur engu að síður og því geta félög ekki gert óraunhæfa samninga við fyrirtæki í eigu eigenda sinna. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Getur varla gengið lengur Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Félagið kvartaði vegna tveggja hluta af APT-regluverki ensku úrvalsdeildarinnar. Regluverkið snýr að því að félög geti ekki gert óraunhæfa auglýsingsamninga við fyrirtæki í eigu eiganda sinna. Þannig skal hver samningur vera innan raunhæfra marka svo eigendurnir geti ekki dælt inn fjármagni í félag sitt í gegnum auglýsingasamninga og þannig komist framhjá FFP- og PSR-fjárhagsreglum. Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að dómstóll hafi dæmt Man City í hag í málinu en enska úrvalsdeildin hrósar engu að síður sigri. Sky Sports greinir frá því að Man City hafi unnið málið og að félög deildarinnar muni funda vegna niðurstöðu dómsins í næstu viku. BREAKING: Manchester City have won their legal challenge against the Premier League's Associated Party Transactions (APT) rules 🚨 pic.twitter.com/3UoTMaALKI— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 7, 2024 Yfirlýsing ensku úrvalsdeildarinnar er á þá vegu að Man City hafi viljað umturna regluverkinu frá A til Ö en niðurstaðan sé sú að aðeins sé um að ræða lagfæringu á undirgreinum í annars flóknu regluverki. Sömuleiðis segir í yfirlýsingu deildarinnar að dómstóllinn hafi hafnað þeim rökum að APT-regluverkið mismunaði félögum þar sem rekja mætti eignarhald til Persaflóa. Englandsmeistararnir eru í eigu City Football Group ásamt fleiri liðum. Bakhjarl CFG er svo furstadæmið Abú Dabí en það er stærst af þeim sjö furstadæmum sem mynda Sameinuðu arabísku furstadæmin. Yfirlýsing Man City einblíndi á þá tvo hluti sem verður breytt í regluverkinu og þá sagði félagið það ljóst að enska úrvalsdeildin hefði misnotað stöðu sína. Club statement— Manchester City (@ManCity) October 7, 2024 Það má því reikna með lagfæringu á regluverkinu en það stendur engu að síður og því geta félög ekki gert óraunhæfa samninga við fyrirtæki í eigu eigenda sinna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Getur varla gengið lengur Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira