„Ekki næstum því allir íbúar með þetta app“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. október 2024 07:02 Björn Bjarki segir enn þörf á betri búð í Búðardal. Vísir Sveitarstjóri Dalabyggðar segir ósk sveitarstjórnar vera þá að íbúar njóti lægra vöruverðs strax en ekki einungis í gegnum sérstakt app á vegum Samkaupa sem reka Krambúðina í Búðardal. Ár er síðan sveitarstjórn skoraði á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar. „Það má segja að þetta sé ákveðin viðleitni hjá stjórn og stjórnendum Samkaupa að mæta kröfum okkar í Dölunum með þessum hætti en að mínu mati þarf meira að koma til,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar í skriflegu svari til Vísis. Fyrr á árinu, nánar tiltekið í maí síðastliðnum, tilkynntu forsvarsmenn Samkaupa að íbúar Dalabyggðar yrðu þeir fyrstu á landinu til þess að fá að prófa nýja viðbót við Samkaupsappið. Í viðbótinni felst sá möguleiki að fá um tvöhundruð vörur í Krambúðinni í Búðardal á sérstöku lágvöruverði í formi inneignar. Áður var rekin Kjörbúð í Búðardal sem svo varð að Krambúðinni. Forsvarsmenn Samkaupa höfðu áður útskýrt fyrir sveitarstjórninni að sú verslun hefði ávallt verið rekin með tapi og að ljóst væri því miður að ekki væri rekstrargrundvöllur fyrir Kjörbúð í Búðardal. Vöruúrvalið henti frekar ferðamönnum „Það er nú þannig að það eru ekki næstum allir íbúar Dalabyggðar með þetta app sem um ræðir og alls ekki allir með þann búnað sem til þarf né hafa tök á að koma því upp,“ skrifar Björn Bjarki til Vísis. Hann segist einnig hvetja forsvarsmenn Samkaupa til þess að láta vörúrval verslunarinnar taka meira mið af þörfum íbúa sem reki heimili í Dalabyggð. Uppsetning verslunarinnar og vöruúrval sé enn í þeim anda að um sé að ræða verslun fyrir ferðamanninn miklu frekar en að markhópurinn sé heimafólk. Hann segir sveitarstjórn hafa komið þeim sjónarmiðum á framfæri við Samkaup og geri það nú enn og aftur. Íbúar njóti kjaranna strax „Okkar ósk er að Samkaup breyti uppsetningu verslunarinnar í þeim anda sem ég hér lýsi og lagi verðlag þannig að viðskiptavinir séu ekki að safna inneign í gegnum fyrrnefnt „app“ heldur njóti kjaranna strax og viðskiptin eiga sér stað, frá degi til dags,“ skrifar Björn Bjarki. „Við núverandi fyrirkomulag munum við áfram búa við það að fólk sem hér býr þurfi að sækja út fyrir byggðarlagið til þess að sækja sér nauðsynjavöru fyrir heimilið og má kalla það innviða brest líkt og við búum við innviða brest í vegakerfinu okkar svo eitthvað sé nefnt. Við höfum mikinn metnað hér í Dölunum til þess að gera kröftugt og gott samfélag enn sterkara og þessi þáttur skiptir miklu máli í þeim efnum.“ Dalabyggð Verslun Byggðamál Matvöruverslun Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
„Það má segja að þetta sé ákveðin viðleitni hjá stjórn og stjórnendum Samkaupa að mæta kröfum okkar í Dölunum með þessum hætti en að mínu mati þarf meira að koma til,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar í skriflegu svari til Vísis. Fyrr á árinu, nánar tiltekið í maí síðastliðnum, tilkynntu forsvarsmenn Samkaupa að íbúar Dalabyggðar yrðu þeir fyrstu á landinu til þess að fá að prófa nýja viðbót við Samkaupsappið. Í viðbótinni felst sá möguleiki að fá um tvöhundruð vörur í Krambúðinni í Búðardal á sérstöku lágvöruverði í formi inneignar. Áður var rekin Kjörbúð í Búðardal sem svo varð að Krambúðinni. Forsvarsmenn Samkaupa höfðu áður útskýrt fyrir sveitarstjórninni að sú verslun hefði ávallt verið rekin með tapi og að ljóst væri því miður að ekki væri rekstrargrundvöllur fyrir Kjörbúð í Búðardal. Vöruúrvalið henti frekar ferðamönnum „Það er nú þannig að það eru ekki næstum allir íbúar Dalabyggðar með þetta app sem um ræðir og alls ekki allir með þann búnað sem til þarf né hafa tök á að koma því upp,“ skrifar Björn Bjarki til Vísis. Hann segist einnig hvetja forsvarsmenn Samkaupa til þess að láta vörúrval verslunarinnar taka meira mið af þörfum íbúa sem reki heimili í Dalabyggð. Uppsetning verslunarinnar og vöruúrval sé enn í þeim anda að um sé að ræða verslun fyrir ferðamanninn miklu frekar en að markhópurinn sé heimafólk. Hann segir sveitarstjórn hafa komið þeim sjónarmiðum á framfæri við Samkaup og geri það nú enn og aftur. Íbúar njóti kjaranna strax „Okkar ósk er að Samkaup breyti uppsetningu verslunarinnar í þeim anda sem ég hér lýsi og lagi verðlag þannig að viðskiptavinir séu ekki að safna inneign í gegnum fyrrnefnt „app“ heldur njóti kjaranna strax og viðskiptin eiga sér stað, frá degi til dags,“ skrifar Björn Bjarki. „Við núverandi fyrirkomulag munum við áfram búa við það að fólk sem hér býr þurfi að sækja út fyrir byggðarlagið til þess að sækja sér nauðsynjavöru fyrir heimilið og má kalla það innviða brest líkt og við búum við innviða brest í vegakerfinu okkar svo eitthvað sé nefnt. Við höfum mikinn metnað hér í Dölunum til þess að gera kröftugt og gott samfélag enn sterkara og þessi þáttur skiptir miklu máli í þeim efnum.“
Dalabyggð Verslun Byggðamál Matvöruverslun Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira