Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Árni Sæberg skrifar 7. október 2024 11:40 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Vísir/Arnar Lögregla fylgdi eftir ábendingum um að menn úr undirheimum hafi komið að andláti tíu ára stúlku sem fannst látin við Krýsuvíkurveg þann 15. september. Ekki er talið að nokkuð bendi til aðkomu annarra en föður stúlkunnar, sem grunaður er um að hafa ráðið henni bana. Orðrómur hefur verið á kreiki frá því að greint var frá andláti stúlkunnar um að það tengdist einhvers konar uppgjöri í undirheiminum og aðrir en Sigurður Fannar Þórsson, faðir hennar, tengdust því. Sigurður Fannar hringdi sjálfur á lögreglu að kvöldi 15. september síðastliðinn og sagðist hafa orðið dóttur sinni að bana. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að lögregla hafi fylgt eftir ábendingum um aðkomu skipulagðrar glæpastarfsemi að andlátinu. Grímur sagði í samtali við fréttastofu tveimur dögum eftir andlát stúlkunnar að lögregla eyddi ekki tíma í að eltast við sögusagnir í tengslum við andlátið. „Við fylgdum eftir ákveðnum upplýsingum í þessu sambandi en það er að okkar mati ekkert sem bendir til þess að það séu aðrir sem komu að þessu máli heldur en sá sem situr í gæsluvarðhaldi,“ segir hann nú. Ítrekar að faðirinn hringdi sjálfur Hvað varðar rannsóknina segir Grímur að lögregla telji sig vera með skýra mynd af atburðum sem leiddu til andlátsins. Sigurður Fannar sé ekki yfirheyrður reglulega heldur aðeins þegar tilefni er talið til þess. Spurður um það hvort játning liggi fyrir í málinu segist Grímur ekki geta greint frá því sem fram hefur komið í yfirheyrslum. „Ég hef bent á það að viðkomandi sem var handtekinn og situr í gæsluvarðhaldi, hann náttúrulega hringdi inn sjálfur.“ Engin myndskeið velt þúfum Fjórum dögum eftir handtöku Sigurðar Fannars óskaði lögreglan eftir myndefni frá vegfarendum sem óku um Krýsuvíkurveg, á milli Vallahverfis í Hafnarfirði og Vigdísarvallavegar, á milli klukkan 13 og 18 á sunnudaginn 15. september. Grímur segir að nokkuð hafi borist af myndefni og enn sé verið að fara yfir það. „Það er kannski ekki búið að skoða allt myndefnið í þaula en það er allavega ekkert sem hefur velt einhverjum þúfum.“ Gefur ekkert upp um morðvopn Grímur segir að bráðabirgðaniðurstöður frá réttarmeinafræðingum liggi fyrir þó að endanleg krufningarskýrlsa liggi fyrir. Hann geti ekkert farið út í hvert banamein stúlkunnar var né hvort vopni hafi verið beitt eða lögregla hafi fundið hugsanlegt morðvopn. „Ég bara ítreka það að við teljum okkur vera með nokkuð góða mynd af því sem þarna gerðist.“ Reiknar með að skila málinu frá sér á tíu vikum Grímur segir að rannsókn málsins miði vel og hann geri ráð fyrir því að henni verði lokið innan lögbundins frests. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er heimilt að halda sakborningi í gæsluvarðhaldi í tólf vikur án þess að ákæra sé gefin út. Grímur reiknar með því að málið verði komið á borð ákærusviðs um tíu vikum eftir handtöku, svo því gefist rými til þess að taka ákvörðun um útgáfu ákæru. Nú eru rétt rúmar þrjár vikur liðnar frá handtöku Sigurðar Fannars. Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Tengdar fréttir Eyða ekki tíma í að eltast við sögusagnir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna ekki ætla að eyða tíma í að eltast við sögusagnir í Krýsuvíkurmálinu þegar engar ábendingar eða sönnunargögn um annað en það sem faðirinn hefur sagt hafa borist lögreglu. 17. september 2024 16:41 Halda styrktartónleika fyrir fjölskyldu Kolfinnu Eldeyjar Stór hópur listamanna á Akureyri heldur styrktartónleika fyrir aðstandendur Kolfinnu Eldeyjar Sigurðardóttur. Tónleikarnir eru haldnir næsta miðvikudag, 2. október, klukkan 20. Hildur Eir Bolladóttir verður kynnir á tónleikunum. 30. september 2024 13:15 Ekkert sem bendir til þess að sakborningum fjölgi Rannsókn lögreglu á andláti tíu ára stúlku miðar vel. Faðir stúlkunnar er enn í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið henni að bana. Lögregla segir að ekkert bendi til þess að sakborningum í málinu muni fjölga. 21. september 2024 12:31 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Orðrómur hefur verið á kreiki frá því að greint var frá andláti stúlkunnar um að það tengdist einhvers konar uppgjöri í undirheiminum og aðrir en Sigurður Fannar Þórsson, faðir hennar, tengdust því. Sigurður Fannar hringdi sjálfur á lögreglu að kvöldi 15. september síðastliðinn og sagðist hafa orðið dóttur sinni að bana. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að lögregla hafi fylgt eftir ábendingum um aðkomu skipulagðrar glæpastarfsemi að andlátinu. Grímur sagði í samtali við fréttastofu tveimur dögum eftir andlát stúlkunnar að lögregla eyddi ekki tíma í að eltast við sögusagnir í tengslum við andlátið. „Við fylgdum eftir ákveðnum upplýsingum í þessu sambandi en það er að okkar mati ekkert sem bendir til þess að það séu aðrir sem komu að þessu máli heldur en sá sem situr í gæsluvarðhaldi,“ segir hann nú. Ítrekar að faðirinn hringdi sjálfur Hvað varðar rannsóknina segir Grímur að lögregla telji sig vera með skýra mynd af atburðum sem leiddu til andlátsins. Sigurður Fannar sé ekki yfirheyrður reglulega heldur aðeins þegar tilefni er talið til þess. Spurður um það hvort játning liggi fyrir í málinu segist Grímur ekki geta greint frá því sem fram hefur komið í yfirheyrslum. „Ég hef bent á það að viðkomandi sem var handtekinn og situr í gæsluvarðhaldi, hann náttúrulega hringdi inn sjálfur.“ Engin myndskeið velt þúfum Fjórum dögum eftir handtöku Sigurðar Fannars óskaði lögreglan eftir myndefni frá vegfarendum sem óku um Krýsuvíkurveg, á milli Vallahverfis í Hafnarfirði og Vigdísarvallavegar, á milli klukkan 13 og 18 á sunnudaginn 15. september. Grímur segir að nokkuð hafi borist af myndefni og enn sé verið að fara yfir það. „Það er kannski ekki búið að skoða allt myndefnið í þaula en það er allavega ekkert sem hefur velt einhverjum þúfum.“ Gefur ekkert upp um morðvopn Grímur segir að bráðabirgðaniðurstöður frá réttarmeinafræðingum liggi fyrir þó að endanleg krufningarskýrlsa liggi fyrir. Hann geti ekkert farið út í hvert banamein stúlkunnar var né hvort vopni hafi verið beitt eða lögregla hafi fundið hugsanlegt morðvopn. „Ég bara ítreka það að við teljum okkur vera með nokkuð góða mynd af því sem þarna gerðist.“ Reiknar með að skila málinu frá sér á tíu vikum Grímur segir að rannsókn málsins miði vel og hann geri ráð fyrir því að henni verði lokið innan lögbundins frests. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála er heimilt að halda sakborningi í gæsluvarðhaldi í tólf vikur án þess að ákæra sé gefin út. Grímur reiknar með því að málið verði komið á borð ákærusviðs um tíu vikum eftir handtöku, svo því gefist rými til þess að taka ákvörðun um útgáfu ákæru. Nú eru rétt rúmar þrjár vikur liðnar frá handtöku Sigurðar Fannars.
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Tengdar fréttir Eyða ekki tíma í að eltast við sögusagnir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna ekki ætla að eyða tíma í að eltast við sögusagnir í Krýsuvíkurmálinu þegar engar ábendingar eða sönnunargögn um annað en það sem faðirinn hefur sagt hafa borist lögreglu. 17. september 2024 16:41 Halda styrktartónleika fyrir fjölskyldu Kolfinnu Eldeyjar Stór hópur listamanna á Akureyri heldur styrktartónleika fyrir aðstandendur Kolfinnu Eldeyjar Sigurðardóttur. Tónleikarnir eru haldnir næsta miðvikudag, 2. október, klukkan 20. Hildur Eir Bolladóttir verður kynnir á tónleikunum. 30. september 2024 13:15 Ekkert sem bendir til þess að sakborningum fjölgi Rannsókn lögreglu á andláti tíu ára stúlku miðar vel. Faðir stúlkunnar er enn í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið henni að bana. Lögregla segir að ekkert bendi til þess að sakborningum í málinu muni fjölga. 21. september 2024 12:31 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Eyða ekki tíma í að eltast við sögusagnir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna ekki ætla að eyða tíma í að eltast við sögusagnir í Krýsuvíkurmálinu þegar engar ábendingar eða sönnunargögn um annað en það sem faðirinn hefur sagt hafa borist lögreglu. 17. september 2024 16:41
Halda styrktartónleika fyrir fjölskyldu Kolfinnu Eldeyjar Stór hópur listamanna á Akureyri heldur styrktartónleika fyrir aðstandendur Kolfinnu Eldeyjar Sigurðardóttur. Tónleikarnir eru haldnir næsta miðvikudag, 2. október, klukkan 20. Hildur Eir Bolladóttir verður kynnir á tónleikunum. 30. september 2024 13:15
Ekkert sem bendir til þess að sakborningum fjölgi Rannsókn lögreglu á andláti tíu ára stúlku miðar vel. Faðir stúlkunnar er enn í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið henni að bana. Lögregla segir að ekkert bendi til þess að sakborningum í málinu muni fjölga. 21. september 2024 12:31