Fjórtán ára ráðinn til að hefna fyrir morðið á fimmtán ára Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. október 2024 07:43 Fátækt er útbreidd í Marseille. Getty Yfirvöld í Marseille á Frakklandi segja átök glæpahópa um fíkniefnamarkaðinn í borginni vera að ná til afar ungra einstaklinga, sem séu ráðnir af hópunum til að fremja ofbeldisbrot. Nýjasta málið kom upp fyrir helgi en þá var 14 ára drengur ráðinn af fanga til að hefna fyrir morðið á 15 ára pilti sem sami fangi hafði ráðið til að kveikja í útidyrahurð keppninautar. Fanginn setti sig í samband við fimmtán ára drenginn í gegnum netið í síðustu viku og sagðist myndu greiða honum 2.000 evrur fyrir að skjót á og kveikja í dyrum andstæðings síns. Það komst hins vegar upp um táninginn við verknaðinn, sem var stunginn 50 sinnum og kveikt í honum. Nokkrum dögum síðar hafði fanginn samband við fjórtán ára piltinn í gegnum samfélagsmiðla og hét honum 50.000 evrum fyrir að hefna morðsins. Pilturinn tók leigubíl á vettvang en þegar bílstjórinn neitaði að bíða eftir honum, skaut pilturinn hann í höfuðið og flúði. Myrti var 36 ára áhugamaður í knattspyrnu sem var þekktur í Marseille og fannst í leigubifreiðinni skammt frá aðallestarstöð borgarinnar. Hann er ekki talinn hafa haft nein tengsl við undirheima. Það var fanginn sem hafði samband við lögreglu og vísaði þeim á piltinn og virðist í leiðinni hafa bendlað sjálfan sig við verknaðinn. Lögregla rannsakar nú hvað honum gekk til með því. Marseille er næst stærsta borg Frakklands og sú borg landsins þar sem fátækt er einna útbreiddust. Átök um fíkniefnamarkaðinn í borginni hafa verið fyrirferðamikil síðustu ár en Emmanuel Macron Frakklandsforseti hét því fyrr á þessu ári að grípa til aðgerða. Sautján hafa látist í átökum tengdum fíkniefnamarkaðnum í borginni á þessu ári og yfirvöld segja bæði fórnarlömbin og gerendur sífellt verða yngri. Frakkland Fíkniefnabrot Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Nýjasta málið kom upp fyrir helgi en þá var 14 ára drengur ráðinn af fanga til að hefna fyrir morðið á 15 ára pilti sem sami fangi hafði ráðið til að kveikja í útidyrahurð keppninautar. Fanginn setti sig í samband við fimmtán ára drenginn í gegnum netið í síðustu viku og sagðist myndu greiða honum 2.000 evrur fyrir að skjót á og kveikja í dyrum andstæðings síns. Það komst hins vegar upp um táninginn við verknaðinn, sem var stunginn 50 sinnum og kveikt í honum. Nokkrum dögum síðar hafði fanginn samband við fjórtán ára piltinn í gegnum samfélagsmiðla og hét honum 50.000 evrum fyrir að hefna morðsins. Pilturinn tók leigubíl á vettvang en þegar bílstjórinn neitaði að bíða eftir honum, skaut pilturinn hann í höfuðið og flúði. Myrti var 36 ára áhugamaður í knattspyrnu sem var þekktur í Marseille og fannst í leigubifreiðinni skammt frá aðallestarstöð borgarinnar. Hann er ekki talinn hafa haft nein tengsl við undirheima. Það var fanginn sem hafði samband við lögreglu og vísaði þeim á piltinn og virðist í leiðinni hafa bendlað sjálfan sig við verknaðinn. Lögregla rannsakar nú hvað honum gekk til með því. Marseille er næst stærsta borg Frakklands og sú borg landsins þar sem fátækt er einna útbreiddust. Átök um fíkniefnamarkaðinn í borginni hafa verið fyrirferðamikil síðustu ár en Emmanuel Macron Frakklandsforseti hét því fyrr á þessu ári að grípa til aðgerða. Sautján hafa látist í átökum tengdum fíkniefnamarkaðnum í borginni á þessu ári og yfirvöld segja bæði fórnarlömbin og gerendur sífellt verða yngri.
Frakkland Fíkniefnabrot Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira