Munu hlýða kröfu landsfundar verði tillaga um stjórnarslit samþykkt Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 4. október 2024 23:13 Jódís Skúladóttir, þingmaður VG í Norðausturkjördæmi og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður VG, bjóða sig bæði fram til varaformanns Vinstri grænna. Varaformannsefnin tvö í Vinstri grænum eru sammála um að verði tillaga um stjórnarslit samþykkt á landsfundi flokksins geti nýkjörin forysta ekki annað en slitið stjórnarsamstarfinu. Landsfundur Vinstri grænna hófst nú síðdegis í Víkingsheimilinu við Safamýri og stendur yfir fram á sunnudag. Á fundinum verður kjörinn nýr formaður, það er varaformannsslagur í uppsiglingu og svo liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. Svandís Svavarsdóttir er ein í framboði til formanns þar sem fresturinn rann út í kvöld. Jódís Skúladóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson bjóða sig bæði fram til varaformanns. Kosið verður um embættin í eftirmiðdaginn á morgun. Fréttastofa ræddi við varaformannsefnin tvö í kvöld. Boða ólíkar áherslur Það liggur beinast við að spyrja ykkur bæði tvö: Af hverju þú en ekki hinn frambjóðandinn? „Við erum góðir félagar og erum held ég algjörlega hæf til að fara í þetta embætti. Við höfum þó ólíkar áherslur. Ég lít ekki svo á að við séum að etja kappi gegn hvoru öðru í einhverri hörku heldur erum við að bjóða fram krafta okkar í ákveðið embætti og svo fær fundurinn að skera úr um það,“ sagði Jódís. Guðmundur? „Við yrðum bæði betri. Það er alveg ljóst. En ég tek undir með Jódísi, við erum tveir valkostir sem fólk hefur og eigum margt sameiginlegt enda í sömu stjórnmálahreyfingunni og bjóðum fram krafta okkur hvort um sig,“ sagði Guðmundur. Það hefur verið talað um það í aðdraganda fundarins að staðan innan stjórnarsamstarfsins og staðan almennt verði rædd. Í síðustu könnun Gallúp var fylgið einhver fjögur prósent. Það hlýtur að vera svolítill hiti í fundarmönnum? „Við erum hérna á fyrsta degi og búið að vera mjög góð stemming. Ég skynja að það er mikil eftirvænting hjá fólki og kraftur í fólki. Það vill fara að setja fram skýrar áherslur og valkosti. Ég ræddi í ræðu minni áðan að við þyrftum að mynda félagshyggjustjórn eftir næstu kosningar þar sem VG á að vera innanborðs. Þannig við förum inn í þennan fund full af krafti og gleði og ætlum að skerpa á okkar áherslum,“ sagði Guðmundur. Ef það kæmi fram hávær krafa um stjórnarslit, væri ekki erfitt fyrir nýja forystu að hunsa það og heldurðu að hún verði hávær? „Ég held að það sé alveg ljóst að ef það er afgerandi niðurstaða landsfundar að slíta þá er alveg sama hver situr í forystunni, það væri ekki í takt við VG að hlusta ekki á raddir landsfundar. En við erum eins og Mummi segir á fyrsta degi og við munum taka þessa umræðu. Ég er mjög glöð að þessi tillaga kemur fram af því það hefur verið orðræðan í grasrótinni lengi: hvenær er komið gott? Þannig ég held að það sé mjög mikilvægt að við eigum þetta samtal og svo verður niðurstaða fundarins að koma í ljós þegar við afgreiðum ályktanir,“ sagði Jódís. Ertu sammála þessu Guðmundur? „Ég er sammála því og tek undir með Jódísi. Við þurfum að ræða þetta. Landsfundur er lýðræðislegasti vettvangur flokksins og við erum vön því að taka samtalið í VG. Við erum þannig fólk,“ sagði Guðmundur að lokum. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Sjá meira
Landsfundur Vinstri grænna hófst nú síðdegis í Víkingsheimilinu við Safamýri og stendur yfir fram á sunnudag. Á fundinum verður kjörinn nýr formaður, það er varaformannsslagur í uppsiglingu og svo liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. Svandís Svavarsdóttir er ein í framboði til formanns þar sem fresturinn rann út í kvöld. Jódís Skúladóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson bjóða sig bæði fram til varaformanns. Kosið verður um embættin í eftirmiðdaginn á morgun. Fréttastofa ræddi við varaformannsefnin tvö í kvöld. Boða ólíkar áherslur Það liggur beinast við að spyrja ykkur bæði tvö: Af hverju þú en ekki hinn frambjóðandinn? „Við erum góðir félagar og erum held ég algjörlega hæf til að fara í þetta embætti. Við höfum þó ólíkar áherslur. Ég lít ekki svo á að við séum að etja kappi gegn hvoru öðru í einhverri hörku heldur erum við að bjóða fram krafta okkar í ákveðið embætti og svo fær fundurinn að skera úr um það,“ sagði Jódís. Guðmundur? „Við yrðum bæði betri. Það er alveg ljóst. En ég tek undir með Jódísi, við erum tveir valkostir sem fólk hefur og eigum margt sameiginlegt enda í sömu stjórnmálahreyfingunni og bjóðum fram krafta okkur hvort um sig,“ sagði Guðmundur. Það hefur verið talað um það í aðdraganda fundarins að staðan innan stjórnarsamstarfsins og staðan almennt verði rædd. Í síðustu könnun Gallúp var fylgið einhver fjögur prósent. Það hlýtur að vera svolítill hiti í fundarmönnum? „Við erum hérna á fyrsta degi og búið að vera mjög góð stemming. Ég skynja að það er mikil eftirvænting hjá fólki og kraftur í fólki. Það vill fara að setja fram skýrar áherslur og valkosti. Ég ræddi í ræðu minni áðan að við þyrftum að mynda félagshyggjustjórn eftir næstu kosningar þar sem VG á að vera innanborðs. Þannig við förum inn í þennan fund full af krafti og gleði og ætlum að skerpa á okkar áherslum,“ sagði Guðmundur. Ef það kæmi fram hávær krafa um stjórnarslit, væri ekki erfitt fyrir nýja forystu að hunsa það og heldurðu að hún verði hávær? „Ég held að það sé alveg ljóst að ef það er afgerandi niðurstaða landsfundar að slíta þá er alveg sama hver situr í forystunni, það væri ekki í takt við VG að hlusta ekki á raddir landsfundar. En við erum eins og Mummi segir á fyrsta degi og við munum taka þessa umræðu. Ég er mjög glöð að þessi tillaga kemur fram af því það hefur verið orðræðan í grasrótinni lengi: hvenær er komið gott? Þannig ég held að það sé mjög mikilvægt að við eigum þetta samtal og svo verður niðurstaða fundarins að koma í ljós þegar við afgreiðum ályktanir,“ sagði Jódís. Ertu sammála þessu Guðmundur? „Ég er sammála því og tek undir með Jódísi. Við þurfum að ræða þetta. Landsfundur er lýðræðislegasti vettvangur flokksins og við erum vön því að taka samtalið í VG. Við erum þannig fólk,“ sagði Guðmundur að lokum.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Sjá meira