„Öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. október 2024 19:15 Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segist vongóð um að hægt verði að klára síðustu skref í átt að verksamningi um Ölfusárbrú á næstu dögum og vikum. Brúin verði að rísa sem allra fyrst. Í kvöldfréttum okkar í gær sagði fulltrúi Vegagerðarinnar allt til reiðu hjá stofnuninni til að skrifa undir verksamning um Ölfusárbrú, sem upphaflega átti að gera í júlí, en beðið væri eftir ráðuneytunum. Innviðaráðherra segist hafa átt í miklum samskiptum við fjármálaráðherra vegna málsins. „Næsta skref er að hitta umhverfis- og samgöngunefnd og fjárlaganefnd þingsins. Það skiptir miklu máli að vera í þéttu samstarfi við þingið um þessi skref. En ég held að okkur sé öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa, hana verður að byggja. Þetta er ein mikilvægasta samgönguframkvæmd samtímans. Ég vonast til að við sjáum það hreyfast á næstu dögum og vikum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Kostnaður við nýja brú er áætlaður um fjórtán milljarðar króna, en hún verður fjármögnuð með veggjöldum, en sérfræðingar ríkisábyrgðarsjóðs efast um að dæmið gangi upp. „Þetta eru útreikningar sem liggja til grundvallar og margar breytur inn í framtíðina bæði er varðar notkun, gjaldtöku og svo framvegis. Það eru ýmis sjónarmið sem þarf að horfa til þar. En við teljum að við höfum leið til að leysa það og munum kynna fyrir nefndum þingsins á næstu dögum.“ Bæjarstjóri Árborgar sagði tafir á framkvæmdinni ekki góðar fyrir sveitarfélagið eða svæðin í kring. „Ég er bara sammála því,“ segir Svandís. „Við eigum ekki að bíða lengur eftir því að byrja að byggja Ölfusárbrú.“ Samgöngur Ný Ölfusárbrú Vegagerð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Árborg Flóahreppur Tengdar fréttir Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22 Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. 3. október 2024 22:07 Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar í gær sagði fulltrúi Vegagerðarinnar allt til reiðu hjá stofnuninni til að skrifa undir verksamning um Ölfusárbrú, sem upphaflega átti að gera í júlí, en beðið væri eftir ráðuneytunum. Innviðaráðherra segist hafa átt í miklum samskiptum við fjármálaráðherra vegna málsins. „Næsta skref er að hitta umhverfis- og samgöngunefnd og fjárlaganefnd þingsins. Það skiptir miklu máli að vera í þéttu samstarfi við þingið um þessi skref. En ég held að okkur sé öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa, hana verður að byggja. Þetta er ein mikilvægasta samgönguframkvæmd samtímans. Ég vonast til að við sjáum það hreyfast á næstu dögum og vikum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Kostnaður við nýja brú er áætlaður um fjórtán milljarðar króna, en hún verður fjármögnuð með veggjöldum, en sérfræðingar ríkisábyrgðarsjóðs efast um að dæmið gangi upp. „Þetta eru útreikningar sem liggja til grundvallar og margar breytur inn í framtíðina bæði er varðar notkun, gjaldtöku og svo framvegis. Það eru ýmis sjónarmið sem þarf að horfa til þar. En við teljum að við höfum leið til að leysa það og munum kynna fyrir nefndum þingsins á næstu dögum.“ Bæjarstjóri Árborgar sagði tafir á framkvæmdinni ekki góðar fyrir sveitarfélagið eða svæðin í kring. „Ég er bara sammála því,“ segir Svandís. „Við eigum ekki að bíða lengur eftir því að byrja að byggja Ölfusárbrú.“
Samgöngur Ný Ölfusárbrú Vegagerð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Árborg Flóahreppur Tengdar fréttir Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22 Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. 3. október 2024 22:07 Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22
Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. 3. október 2024 22:07
Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20