Bankarnir verði að lækka vexti jafnhratt og þeir hækkuðu Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 4. október 2024 14:52 Fjármálaráðherra segir bankana ekki mega sitja á vaxtalækkunum. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra segir mikilvægt að stýrivaxtalækkanir skili sér til neytenda, ekki hægar en stýrivaxtahækkanir. Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir gleðilegt að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að lækka stýrivexti í fyrsta skipti síðan árið 2020 á miðvikudag. „Ég var búinn að lýsa því að ég væri vongóður með að það gerðist. Ástæðan er sú að við höfðum séð mikla kólnun á hagkerfinu. Við í fjármálaeftirlitinu höfum haft áhyggjur af því að það gæti snöggkólnað hraðar. Við erum að leita eftir þessari mjúku lendingu. Þannig að viðbrögðin voru jákvæð. Þó að lækkunin hafi ekki verið mikil þá skiptir hún máli upp á væntingar til framtíðar,“ segir Sigurður Ingi. Rætt var við hann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ferlið hafið Sigurður Ingi segist telja að haldi þau teikn, sem hafi verið á lofti síðustu vikur og mánuði, áfram þá sé alveg ljóst að vaxtalækkunarferlið sé hafið. „Við munum sjá áframhaldandi hjöðnun á verðbólgunni og vonandi vöxtunum jafnhratt niður,“ segir Sigurður Ingi. Hækkunin hafi hvatt til lækkunar Loks segir Sigurður Ingi að hann hafi áður sagt að ákvörðun stóru viðskiptabankanna þriggja um að hækka vexti verðtryggðra útlána, án undanfarandi stýrivaxtahækkunar, myndi hafa þau áhrif að enn frekari kólnun yrði og drægi úr þenslu, sem myndi hvetja til vaxtalækkunar. Seðlabankastjóri sagði, á fundi þar sem ákvörðun peningastefnunefndar var rökstudd, að vaxtahækkun bankanna hefði vegið þungt í ákvörðun hans um vaxtalækkun. „Viðskiptaráðherra hefur líka látið greina það í skýrslu að þeir hafi kannski farið aðeins fram úr sér. Það var sjónarmið sem ég heyrði líka Seðlabankann hafa áhyggjur af. Ég hef líka sagt að ef að svo væri, þá þyrftu þeir auðvitað að endurskoða það. En það er mikilvægt að stýrivaxtalækkanir skili sér til neytenda og bankarnir sitji ekki á þeim.“ Þá kannski jafnhratt og þessar hækkanir skiluðu sér? „Ekki síður.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir gleðilegt að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að lækka stýrivexti í fyrsta skipti síðan árið 2020 á miðvikudag. „Ég var búinn að lýsa því að ég væri vongóður með að það gerðist. Ástæðan er sú að við höfðum séð mikla kólnun á hagkerfinu. Við í fjármálaeftirlitinu höfum haft áhyggjur af því að það gæti snöggkólnað hraðar. Við erum að leita eftir þessari mjúku lendingu. Þannig að viðbrögðin voru jákvæð. Þó að lækkunin hafi ekki verið mikil þá skiptir hún máli upp á væntingar til framtíðar,“ segir Sigurður Ingi. Rætt var við hann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ferlið hafið Sigurður Ingi segist telja að haldi þau teikn, sem hafi verið á lofti síðustu vikur og mánuði, áfram þá sé alveg ljóst að vaxtalækkunarferlið sé hafið. „Við munum sjá áframhaldandi hjöðnun á verðbólgunni og vonandi vöxtunum jafnhratt niður,“ segir Sigurður Ingi. Hækkunin hafi hvatt til lækkunar Loks segir Sigurður Ingi að hann hafi áður sagt að ákvörðun stóru viðskiptabankanna þriggja um að hækka vexti verðtryggðra útlána, án undanfarandi stýrivaxtahækkunar, myndi hafa þau áhrif að enn frekari kólnun yrði og drægi úr þenslu, sem myndi hvetja til vaxtalækkunar. Seðlabankastjóri sagði, á fundi þar sem ákvörðun peningastefnunefndar var rökstudd, að vaxtahækkun bankanna hefði vegið þungt í ákvörðun hans um vaxtalækkun. „Viðskiptaráðherra hefur líka látið greina það í skýrslu að þeir hafi kannski farið aðeins fram úr sér. Það var sjónarmið sem ég heyrði líka Seðlabankann hafa áhyggjur af. Ég hef líka sagt að ef að svo væri, þá þyrftu þeir auðvitað að endurskoða það. En það er mikilvægt að stýrivaxtalækkanir skili sér til neytenda og bankarnir sitji ekki á þeim.“ Þá kannski jafnhratt og þessar hækkanir skiluðu sér? „Ekki síður.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira