Bankarnir verði að lækka vexti jafnhratt og þeir hækkuðu Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 4. október 2024 14:52 Fjármálaráðherra segir bankana ekki mega sitja á vaxtalækkunum. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra segir mikilvægt að stýrivaxtalækkanir skili sér til neytenda, ekki hægar en stýrivaxtahækkanir. Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir gleðilegt að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að lækka stýrivexti í fyrsta skipti síðan árið 2020 á miðvikudag. „Ég var búinn að lýsa því að ég væri vongóður með að það gerðist. Ástæðan er sú að við höfðum séð mikla kólnun á hagkerfinu. Við í fjármálaeftirlitinu höfum haft áhyggjur af því að það gæti snöggkólnað hraðar. Við erum að leita eftir þessari mjúku lendingu. Þannig að viðbrögðin voru jákvæð. Þó að lækkunin hafi ekki verið mikil þá skiptir hún máli upp á væntingar til framtíðar,“ segir Sigurður Ingi. Rætt var við hann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ferlið hafið Sigurður Ingi segist telja að haldi þau teikn, sem hafi verið á lofti síðustu vikur og mánuði, áfram þá sé alveg ljóst að vaxtalækkunarferlið sé hafið. „Við munum sjá áframhaldandi hjöðnun á verðbólgunni og vonandi vöxtunum jafnhratt niður,“ segir Sigurður Ingi. Hækkunin hafi hvatt til lækkunar Loks segir Sigurður Ingi að hann hafi áður sagt að ákvörðun stóru viðskiptabankanna þriggja um að hækka vexti verðtryggðra útlána, án undanfarandi stýrivaxtahækkunar, myndi hafa þau áhrif að enn frekari kólnun yrði og drægi úr þenslu, sem myndi hvetja til vaxtalækkunar. Seðlabankastjóri sagði, á fundi þar sem ákvörðun peningastefnunefndar var rökstudd, að vaxtahækkun bankanna hefði vegið þungt í ákvörðun hans um vaxtalækkun. „Viðskiptaráðherra hefur líka látið greina það í skýrslu að þeir hafi kannski farið aðeins fram úr sér. Það var sjónarmið sem ég heyrði líka Seðlabankann hafa áhyggjur af. Ég hef líka sagt að ef að svo væri, þá þyrftu þeir auðvitað að endurskoða það. En það er mikilvægt að stýrivaxtalækkanir skili sér til neytenda og bankarnir sitji ekki á þeim.“ Þá kannski jafnhratt og þessar hækkanir skiluðu sér? „Ekki síður.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir gleðilegt að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að lækka stýrivexti í fyrsta skipti síðan árið 2020 á miðvikudag. „Ég var búinn að lýsa því að ég væri vongóður með að það gerðist. Ástæðan er sú að við höfðum séð mikla kólnun á hagkerfinu. Við í fjármálaeftirlitinu höfum haft áhyggjur af því að það gæti snöggkólnað hraðar. Við erum að leita eftir þessari mjúku lendingu. Þannig að viðbrögðin voru jákvæð. Þó að lækkunin hafi ekki verið mikil þá skiptir hún máli upp á væntingar til framtíðar,“ segir Sigurður Ingi. Rætt var við hann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ferlið hafið Sigurður Ingi segist telja að haldi þau teikn, sem hafi verið á lofti síðustu vikur og mánuði, áfram þá sé alveg ljóst að vaxtalækkunarferlið sé hafið. „Við munum sjá áframhaldandi hjöðnun á verðbólgunni og vonandi vöxtunum jafnhratt niður,“ segir Sigurður Ingi. Hækkunin hafi hvatt til lækkunar Loks segir Sigurður Ingi að hann hafi áður sagt að ákvörðun stóru viðskiptabankanna þriggja um að hækka vexti verðtryggðra útlána, án undanfarandi stýrivaxtahækkunar, myndi hafa þau áhrif að enn frekari kólnun yrði og drægi úr þenslu, sem myndi hvetja til vaxtalækkunar. Seðlabankastjóri sagði, á fundi þar sem ákvörðun peningastefnunefndar var rökstudd, að vaxtahækkun bankanna hefði vegið þungt í ákvörðun hans um vaxtalækkun. „Viðskiptaráðherra hefur líka látið greina það í skýrslu að þeir hafi kannski farið aðeins fram úr sér. Það var sjónarmið sem ég heyrði líka Seðlabankann hafa áhyggjur af. Ég hef líka sagt að ef að svo væri, þá þyrftu þeir auðvitað að endurskoða það. En það er mikilvægt að stýrivaxtalækkanir skili sér til neytenda og bankarnir sitji ekki á þeim.“ Þá kannski jafnhratt og þessar hækkanir skiluðu sér? „Ekki síður.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira