Níu ára stúlka sem féll niður loftræstistokk á rétt á skaðabótum Jón Þór Stefánsson skrifar 4. október 2024 11:00 Atvikið sem málið varðar átti sér stað í Þverholti í Mosfellsbæ árið 2015 Vísir/Vilhelm Barnung stúlka féll niður loftræstistokk við Þverholt í Mosfellsbæ árið 2015 og hlaut skaða af. Landsréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms um að eigandi fasteignarinnar þar sem slysið átti sér stað bæri skaðabótaábyrgð á slysinu. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að stúlkan, sem var þá níu ára gömul, hafi verið að leika sér með frænku sinni við Þverholt 2, þar sem er rekin verslunar- og þjónustumiðstöð. Skopparabolti sem þær hafi verið að leika sér með hafi dottið niður í loftræstiop með járngrind ofan á. Þegar stúlkan steig ofan á grindina til að huga að boltanum gaf grindin sig og stúlkan féll tvo metra niður loftræstiopið. Fyrir vikið hlaut hún innkýlt höfuðkúpubrot og þurfti að gangast undir aðgerð á Landspítalanum. Fram kemur í dómnum að hún hafi fundið fyrir afleiðingum slyssins síðan, en hún hefur verið metin með tólf prósent varanlega örorku. Frágangurinn hafi skaðað hættu Árið 2022, sjö árum síðar, höfðaði stúlkan mál á hendur eiganda fasteignarinnar Reitum – verslun ehf., og til vara á hendur húsfélaginu í Þverholti 2. Dómsmálið varðaði að miklu leyti hvort Reitir eða húsfélagið bæri skaðabótaábyrgð, en í héraði var viðurkennd skaðabótaskylda Reita, en húsfélagið sýknað. Reitir áfrýjuðu til Landsréttar. Í niðurstöðukafla Landsréttar kemur fram að í máli sínu hafi stúlkan vísað til laga sem varða varnir við slys á lóð. Þar segir: „Öll op eða gryfjur, á eða við lóðir bygginga, sem eru aðgengilegar og fólk kemst að og getur hugsanlega fallið niður um skulu lokuð með handriði, grindum eða þar til gerðum lokum. Sama á við um alla stoðveggi við mishæðir og annars staðar þar sem fallhætta er á lóð. Þessar hindranir skulu festar tryggilega svo barn geti ekki fjarlægt þær og hafa nægan styrk til að þola fyrirhugað álag.“ Dómurinn féll í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Í dómi Landsréttar segir að það sé ljóst af atvikum másins að áður en stúlkan steig á stálgreindina hafi boltafesting, sem átti að halda henni í falsi yfir loftræstiopinu, gefið sig. Grindin hefði færst þannig að hún gæti gefið eftir þegar stigið væri á hana. Frágangur hafi því verið í ósamræmi við ofangreint lagaákvæði. Í húsnæðinu væri rekin ýmis konar þjónustustarfsemi sem laði til sín fólk. Frágangurinn hafi skapað hættu, einkum fyrir börn sem áttu leið um lóðina, en opið var skammt frá aðalinngangi Þverholts. „Hættan sem stafaði af ófullnægjandi frágangi við loftræstiopið var því veruleg,“ segir í dómnum. Útilokað að frænkurnar hafi fært grindina Þar segir jafnframt að það sé útilokað að stúlkan og frænka hennar hafi fært grindina. Þá væri önnur tilgáta sem hafi komið upp við rekstur málsins afar ósennileg, en hún gekk út á að sama dag og slysið varð hefðu skemmdarverk verið unnin á grindinni sem eigendum hefði ekki verið kunnugt um. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að rekja mætti slysið til saknæmrar vanrækslu húsráðenda fasteignarinnar við viðhald á grindinni. Þá bæru Reitir ábyrgð á því vegna þess að þeir væru eigandi séreigna í fasteigninni. Landsréttur staðfesti því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að viðurkenna skaðabótaksyldu Reita vegna slyssins. Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að stúlkan, sem var þá níu ára gömul, hafi verið að leika sér með frænku sinni við Þverholt 2, þar sem er rekin verslunar- og þjónustumiðstöð. Skopparabolti sem þær hafi verið að leika sér með hafi dottið niður í loftræstiop með járngrind ofan á. Þegar stúlkan steig ofan á grindina til að huga að boltanum gaf grindin sig og stúlkan féll tvo metra niður loftræstiopið. Fyrir vikið hlaut hún innkýlt höfuðkúpubrot og þurfti að gangast undir aðgerð á Landspítalanum. Fram kemur í dómnum að hún hafi fundið fyrir afleiðingum slyssins síðan, en hún hefur verið metin með tólf prósent varanlega örorku. Frágangurinn hafi skaðað hættu Árið 2022, sjö árum síðar, höfðaði stúlkan mál á hendur eiganda fasteignarinnar Reitum – verslun ehf., og til vara á hendur húsfélaginu í Þverholti 2. Dómsmálið varðaði að miklu leyti hvort Reitir eða húsfélagið bæri skaðabótaábyrgð, en í héraði var viðurkennd skaðabótaskylda Reita, en húsfélagið sýknað. Reitir áfrýjuðu til Landsréttar. Í niðurstöðukafla Landsréttar kemur fram að í máli sínu hafi stúlkan vísað til laga sem varða varnir við slys á lóð. Þar segir: „Öll op eða gryfjur, á eða við lóðir bygginga, sem eru aðgengilegar og fólk kemst að og getur hugsanlega fallið niður um skulu lokuð með handriði, grindum eða þar til gerðum lokum. Sama á við um alla stoðveggi við mishæðir og annars staðar þar sem fallhætta er á lóð. Þessar hindranir skulu festar tryggilega svo barn geti ekki fjarlægt þær og hafa nægan styrk til að þola fyrirhugað álag.“ Dómurinn féll í Landsrétti.Vísir/Vilhelm Í dómi Landsréttar segir að það sé ljóst af atvikum másins að áður en stúlkan steig á stálgreindina hafi boltafesting, sem átti að halda henni í falsi yfir loftræstiopinu, gefið sig. Grindin hefði færst þannig að hún gæti gefið eftir þegar stigið væri á hana. Frágangur hafi því verið í ósamræmi við ofangreint lagaákvæði. Í húsnæðinu væri rekin ýmis konar þjónustustarfsemi sem laði til sín fólk. Frágangurinn hafi skapað hættu, einkum fyrir börn sem áttu leið um lóðina, en opið var skammt frá aðalinngangi Þverholts. „Hættan sem stafaði af ófullnægjandi frágangi við loftræstiopið var því veruleg,“ segir í dómnum. Útilokað að frænkurnar hafi fært grindina Þar segir jafnframt að það sé útilokað að stúlkan og frænka hennar hafi fært grindina. Þá væri önnur tilgáta sem hafi komið upp við rekstur málsins afar ósennileg, en hún gekk út á að sama dag og slysið varð hefðu skemmdarverk verið unnin á grindinni sem eigendum hefði ekki verið kunnugt um. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að rekja mætti slysið til saknæmrar vanrækslu húsráðenda fasteignarinnar við viðhald á grindinni. Þá bæru Reitir ábyrgð á því vegna þess að þeir væru eigandi séreigna í fasteigninni. Landsréttur staðfesti því dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að viðurkenna skaðabótaksyldu Reita vegna slyssins.
Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Dónatal í desember Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Fleiri fréttir Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Sjá meira