Njósnar ekki fyrir Heimi eftir gagnrýni á leikmenn: „Þekki manninn ekki neitt“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2024 10:02 Heimir Hallgrímsson átti erfiða byrjun með írska landsliðinu í síðasta mánuði þegar það tapaði gegn Englandi og Grikklandi á heimavelli. Nú bíða leikir við Finnland og Grikkland. Getty/Tim Clayton Írinn Glenn Whelan, fyrrverandi leikmaður Stoke og fleiri félaga, er hættur sem leikgreinandi fyrir írska karlalandsliðið í fótbolta, og því ekki í teymi landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Whelan gagnrýndi leikmenn írska liðsins harðlega í síðasta mánuði en óljóst er hvort það hafði áhrif á brotthvarf hans. Frá þessu greinir Irish Independent í dag og hefur eftir Heimi að hann hefði sjálfur ekki farið sömu leið og Whelan, sem lét vaða á súðum sem sérfræðingur í sjónvarpi í síðasta mánuði. Írar höfðu þá tapað gegn Englandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni, í fyrstu leikjunum undir stjórn Heimis. Whelan hafði verið í Aþenu að fylgjast með gríska liðinu spila við Finna, og skilaði svo skýrslu um Grikkland til Heimis fyrir leik Íra við Grikki sem fylgdi í kjölfarið, samkvæmt Irish Independent. Whelan var svo í kjölfarið mættur sem sérfræðingur í sjónvarpi og talaði um „skort á trú“ hjá leikmönnum. „Það eru of margir leikmenn að spila fyrir Írland sem eru vanir því að tapa leikjum. Strákar sem hafa alltaf verið að tapa fyrir Írland og það er ekki gott,“ sagði Whelan. Glenn Whelan var aðstoðarlandsliðsþjálfari í skamman tíma áður en Heimir tók við írska landsliðinu.Getty/Stephen McCarthy Síðan þá hefur Whelan tekið að sér þjálfarastöðu hjá enska C-deildarliðinu Wigan og hann er ekki lengur í teymi Heimis, sem vill þó ekki gagnrýna Whelan. „Ég þekki Glenn ekki neitt. Ég veit ekki við hverju ég hefði átt að búast. Ég hefði ekki gert þetta. En ég þekki manninn ekki neitt. Ég hef aldrei talað við hann. Hann er ekki að leikgreina lengur,“ sagði Heimir. Heimir gerði umtalsverðar breytingar á írska hópnum frá síðasta mánuði, þegar hann valdi hópinn sem mætir Finnum næsta fimmtudag og Grikkjum í kjölfarið þremur dögum síðar. Heimir tók við írska liðinu í sumar í mikilli lægð og hann vill koma því á réttan kjöl. „Það er afar mikilvægt að við stöðvum blæðinguna á einhverjum tímapunkti. Það að tapa verður að vana, rétt eins og að vinna, og við verðum að hætta því,“ sagði Heimir. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira
Frá þessu greinir Irish Independent í dag og hefur eftir Heimi að hann hefði sjálfur ekki farið sömu leið og Whelan, sem lét vaða á súðum sem sérfræðingur í sjónvarpi í síðasta mánuði. Írar höfðu þá tapað gegn Englandi og Grikklandi í Þjóðadeildinni, í fyrstu leikjunum undir stjórn Heimis. Whelan hafði verið í Aþenu að fylgjast með gríska liðinu spila við Finna, og skilaði svo skýrslu um Grikkland til Heimis fyrir leik Íra við Grikki sem fylgdi í kjölfarið, samkvæmt Irish Independent. Whelan var svo í kjölfarið mættur sem sérfræðingur í sjónvarpi og talaði um „skort á trú“ hjá leikmönnum. „Það eru of margir leikmenn að spila fyrir Írland sem eru vanir því að tapa leikjum. Strákar sem hafa alltaf verið að tapa fyrir Írland og það er ekki gott,“ sagði Whelan. Glenn Whelan var aðstoðarlandsliðsþjálfari í skamman tíma áður en Heimir tók við írska landsliðinu.Getty/Stephen McCarthy Síðan þá hefur Whelan tekið að sér þjálfarastöðu hjá enska C-deildarliðinu Wigan og hann er ekki lengur í teymi Heimis, sem vill þó ekki gagnrýna Whelan. „Ég þekki Glenn ekki neitt. Ég veit ekki við hverju ég hefði átt að búast. Ég hefði ekki gert þetta. En ég þekki manninn ekki neitt. Ég hef aldrei talað við hann. Hann er ekki að leikgreina lengur,“ sagði Heimir. Heimir gerði umtalsverðar breytingar á írska hópnum frá síðasta mánuði, þegar hann valdi hópinn sem mætir Finnum næsta fimmtudag og Grikkjum í kjölfarið þremur dögum síðar. Heimir tók við írska liðinu í sumar í mikilli lægð og hann vill koma því á réttan kjöl. „Það er afar mikilvægt að við stöðvum blæðinguna á einhverjum tímapunkti. Það að tapa verður að vana, rétt eins og að vinna, og við verðum að hætta því,“ sagði Heimir.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira