Kynferðisleg svefnröskun hélt ekki vatni Jón Þór Stefánsson skrifar 3. október 2024 18:57 Brotið var framið í íbúð í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm á hendur manni í nauðgunarmáli. Honum var gefið að sök að nauðga konu sem var sofandi, en maðurinn bar fyrir sig að hann sé haldinn af kynferðislegri svefnröskun. Atvikið sem málið varðar átti sér stað að morgni sunnudagsins 23. maí 2023 í svefnherbergi konunnar. Hún lýsti því að hún hefði verið í samkvæmi kvöldið áður og farið ásamt unnusta sínum heim á leið í Keflavík. Skömmu seinna hafi vinur þeirra, sakborningur málsins, sem hún hafi þekkt frá tólf ára aldri komið til þeirra. Þau hafi leyft honum að gista, en hann hefði oft gert það áður. Konan og unnusti hennar hafi farið að sofa, og hún kvaðst hafa verið nakin. Hún hefði vaknað við það að vinurinn væri kominn upp í rúm til þeirra, legið á hliðinni og verið að hafa samfarir við hana um leggöng. Hún hafi vaknað, stokkið upp og ofan á unnusta sinn sem vaknaði fyrir vikið. Hún hafi sagt unnustanum frá því sem átti sér stað. Unnustinn hafi spurt vininn hvað hann hefði verið að gera og hann sagði ekkert hafa gerst, hann hefði verið sofandi. Skömmu síðar hafi vinurinn farið úr íbúðinni. Maðurinn krafðist að hann yrði sýknaður, og byggði á því að hann væri haldinn kynferðislegri svefnröskun. Hann hafi því sýnt af sér ósjálfráða og óviljandi kynferðislega hegðun þegar hann var sofandi. Fyrir Landsrétti setti hann út á niðurstöðu héraðsdóms og benti á að bæði barnsmóðir hans og sambýliskona hans hefðu lýst kynferðislegu athæfi hans á meðan hann var sofandi. Framburður mannsins ekki óstöðugur Matsmenn voru kallaðir fyrir héraðsdóm og Landsrétt til þess að meta þessa svefnröskun. Þeir sögðu að atburðarásin í þessu máli væri ekki dæmigerð fyrir kynferðislega svefnröskun. Í úrlausn sinni segir Landsréttur að þrátt fyrir að framburður mannsins hafi ekki verið óstöðgur væri það mat matsmannanna að það væri mjög ólíklegt og nánast útilokað að maðurinn hefði framið brotið undir áhrifum kynferðislegrar svefnröskunar þegar atvikið átti sér stað. Því var það niðurstaða dómsins að maðurinn hefði haft samræði við konuna umrætt sinn þegar hún var sofandi og án hennar samþykkis. Hann hefði því notfært sér ástand hennar þegar hún gat ekki spornað við verknaðnum. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur tveggja og hálfs árs fangelsisdóm mannsins. Þá var honum gert að greiða áfrýjunarkostnað málsins, um tvær og hálfa milljón króna, sem bætast við miskabætur, fyrri lögmannskostnað, og sakarkostnað sem samtals hljóðaði upp á rúmar átta milljónir. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjanesbær Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað að morgni sunnudagsins 23. maí 2023 í svefnherbergi konunnar. Hún lýsti því að hún hefði verið í samkvæmi kvöldið áður og farið ásamt unnusta sínum heim á leið í Keflavík. Skömmu seinna hafi vinur þeirra, sakborningur málsins, sem hún hafi þekkt frá tólf ára aldri komið til þeirra. Þau hafi leyft honum að gista, en hann hefði oft gert það áður. Konan og unnusti hennar hafi farið að sofa, og hún kvaðst hafa verið nakin. Hún hefði vaknað við það að vinurinn væri kominn upp í rúm til þeirra, legið á hliðinni og verið að hafa samfarir við hana um leggöng. Hún hafi vaknað, stokkið upp og ofan á unnusta sinn sem vaknaði fyrir vikið. Hún hafi sagt unnustanum frá því sem átti sér stað. Unnustinn hafi spurt vininn hvað hann hefði verið að gera og hann sagði ekkert hafa gerst, hann hefði verið sofandi. Skömmu síðar hafi vinurinn farið úr íbúðinni. Maðurinn krafðist að hann yrði sýknaður, og byggði á því að hann væri haldinn kynferðislegri svefnröskun. Hann hafi því sýnt af sér ósjálfráða og óviljandi kynferðislega hegðun þegar hann var sofandi. Fyrir Landsrétti setti hann út á niðurstöðu héraðsdóms og benti á að bæði barnsmóðir hans og sambýliskona hans hefðu lýst kynferðislegu athæfi hans á meðan hann var sofandi. Framburður mannsins ekki óstöðugur Matsmenn voru kallaðir fyrir héraðsdóm og Landsrétt til þess að meta þessa svefnröskun. Þeir sögðu að atburðarásin í þessu máli væri ekki dæmigerð fyrir kynferðislega svefnröskun. Í úrlausn sinni segir Landsréttur að þrátt fyrir að framburður mannsins hafi ekki verið óstöðgur væri það mat matsmannanna að það væri mjög ólíklegt og nánast útilokað að maðurinn hefði framið brotið undir áhrifum kynferðislegrar svefnröskunar þegar atvikið átti sér stað. Því var það niðurstaða dómsins að maðurinn hefði haft samræði við konuna umrætt sinn þegar hún var sofandi og án hennar samþykkis. Hann hefði því notfært sér ástand hennar þegar hún gat ekki spornað við verknaðnum. Líkt og áður segir staðfesti Landsréttur tveggja og hálfs árs fangelsisdóm mannsins. Þá var honum gert að greiða áfrýjunarkostnað málsins, um tvær og hálfa milljón króna, sem bætast við miskabætur, fyrri lögmannskostnað, og sakarkostnað sem samtals hljóðaði upp á rúmar átta milljónir.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjanesbær Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent