Markmið Ísraela er að þeirra sögn að reka vígamenn Hezbollah frá suðurhluta Líbanon til að tryggja það að um sextíu þúsund Ísraelar sem þurftu að flýja heimili sín í norðanverðu Ísrael fyrir tæpu ári, geti snúið aftur.
Yfirvöld í Líbanon segja að um 1,2 milljónir manna hafi þurft að flýja heimili sín þar í landi vegna árása Ísraela og að nærri því tvö þúsund manns hafi fallið á síðasta ári. Þar af flestir á síðustu tveimur vikum.
Ísraelar segja að nærri því tvö hundruð eldflaugum hafi verið skotið frá Líbanon í dag og nokkrum sjálfsprengidrónum hafi einnig verið flogið yfir landamærin.
Herinn birti í dag myndefni af hermönnum úr varaliði landsins í Líbanon og er það í fyrsta sinn sem staðfest er að varalið komi að árásinni. Nokkur stórfylki af varaliði hafa verið kölluð út og send að landamærum Líbanon á undanförnum dögum.
חטיבת ׳עציוני׳ (6) נכנסו ביממה האחרונה ללחימה בדרום לבנון לאחר שנה בה החטיבה פעלה להגנה על ישובי הצפון.
— צבא ההגנה לישראל (@idfonline) October 3, 2024
בשנה האחרונה, כוחות החטיבה גיוסו לשירות מספר פעמים, התאמנו והעלו את כשירותם לפעולה קרקעית בלבנון>> pic.twitter.com/pF4KSiE8Lc
Hingað til hafa ísraelskir hermenn í Líbanon haldið sig nærri landamærum Ísrael og hafa loftárásir verið gerðar norðar í landinu. Ein þeirra er sögð hafa beinst að fjölmiðladeild Hezbollah-samtakanna í Beirút.
AP fréttaveitan hefur eftir meðlimi Hezbollah að enginn hafi fallið í árásinni.
Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir að minnsta kosti níu hafa fallið í einni loftárás Ísraela í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag.
Þá hefur komið til átaka milli ísraelskra hermanna og meðlima Hezbollah í suðurhluta Líbanon og virðist það hafa fyrst gert í dag, síðan Ísraelar hófu innrásina. Ísraelar segja að átta hermenn hafi fallið og þar af fimm sérsveitarmenn, í átökum við vígamenn sem eiga að hafa átt sér stað í miklu návígi, samkvæmt New York Times.
Engar árásir væntanlegar í dag
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að ekki væri von á því í dag að Ísraelar gerðu árásir á Íran, eftir að Íranar skutu um tvö hundruð skotflaugum. Fregnir hafa borist af því að Ísraelar væru að íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkurannsóknarstöðar í Íran.
Sjá einnig: Íhuga árásir á olíuvinnslur og kjarnorkustöðvar í Íran
Biden sagði fyrr í dag að hann væri ekki hlynntur árásum á kjarnorkustöðvar en seinna þegar hann ræddi við blaðamenn sagði hann að embættismenn í Ísrael og í Bandaríkjunum væru að ræða árásir á olíuvinnslur en forsetinn virtist ekki hlynntur því.
„Við erum að ræða það. Ég held að það væri...en allavega,“ sagði Biden.
Here what Biden said:
— Javier Blas (@JavierBlas) October 3, 2024
(Vídeo: @faisalislam) https://t.co/pm8USsmGfR pic.twitter.com/sY80ZjZ8eS