Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem Solanke er valinn í enska landsliðið. Hann hefur leikið einn A-landsleik, gegn Brasilíu 2017 þegar hann var leikmaður Liverpool.
Tottenham keypti Solanke frá Bournemouth fyrir tímabilið. Hann hefur skorað þrjú mörk fyrir liðið í vetur og var meðal annars á skotskónum í 0-3 sigrinum á Manchester United á sunnudaginn.
Jude Bellingham kemur aftur inn í enska hópinn en hann missti af fyrstu tveimur leikjunum í Þjóðadeildinni vegna meiðsla.
Lee Carsley, sem stýrir enska landsliðinu til bráðabirgða, valdi einnig Kyle Walker frá Manchester City í enska hópinn á ný. Harry Maguire var hins vegar ekki valinn að þessu sinni. Jarrod Bowen, Tino Livramento og Eberechi Eze detta einnig út úr enska hópnum.
Ready to go again. 🦁🦁🦁
— England (@England) October 3, 2024
England mætir Grikklandi á Wembley 10. október og Finnlandi í Helsinki þremur dögum seinna. Englendingar eru með fullt hús stiga í Þjóðadeildinni.