Rekstur Rammagerðarinnar gaf vel í fyrra Árni Sæberg skrifar 3. október 2024 10:05 Bjarney Harðardóttir á Rammagerðina ásamt eiginmanni sínum Helga Rúnari Óskarssyni. Aðsend Rammagerðin ehf., sem rekur samnefndar gjafavöruverslanir, hagnaðist um 76 milljónir króna í fyrra. Tekjur ársins voru 41 prósenti meiri en árið áður, alls 2,2 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu frá Rammagerðinni segir að rekstur á árinu 2023 hafi einkennst fyrst og fremst af vexti í sölu, um 630 milljónir króna milli ára, og fjárfestingu í innviðum. Í fyrra hafi verið gengið frá langtímaleigusamningum vegna lykilstaðsetninga á verslunum félagsins eins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt flaggskipsverslun á Laugavegi 31. Félagið reki nú átta gjafavöruverslanir með íslenska hönnun. Allur arður fluttur til næsta árs Eignir félagsins í árslok samkvæmt efnahagsreikningi hafi numið ríflega 896 milljónum króna. Bókfært eigið fé í árslok hafi numið 217 milljónir króna. Fjöldi ársverka á síðastliðnu ári hafi verið 57. Ákveðið hafi verið að flytja arð félagsins til næsta árs. Eigendur Rammagerðarinnar ehf. séu Helgi Rúnar Óskarsson og Bjarney Harðardóttir. „Eftir erfið ár í kórónufaraldrinum er ánægjulegt að sjá félagið aftur vaxa og dafna. Árið í fyrra einkenndist af því að byggja upp innviði félagsins, innleiða nýtt upplýsingakerfi, ganga frá nýjum langtímaleigusamningum og styrkja teymið okkar. Hækkun á innkaupsverði og verðbólga hafði neikvæð áhrif á rekstur okkar. Við höfum unnið að endurskipulagi á aðfangakeðju okkar með það að markmiði að bæta framlegð til lengri tíma,“ er haft eftir Bjarneyju. Vilja byggja upp heimili íslenskrar hönnunar Haft er eftir Bjarneyju að frá því að þau Helgi Rúnar, sem er eiginmaður hennar, tóku við Rammagerðinni hafi sýn þeirra verið að byggja upp heimili íslenskrar hönnunar. Í dag vinnum þau með yfir 400 íslenskum hönnuðum og handverksfólki og Rammagerðin sé mikilvægur vettvangur fyrir þennan hóp til að koma vöru sinni á framfæri. „Íslendingar kunna vel að meta íslenska hönnun en þó hefur okkar helsti viðskiptavinur verið erlendir ferðamenn. Í júlí í ár opnuðum við nýja glæsilega Rammagerðarverslun á Keflavíkurflugvelli og við erum nú á lokametrunum að opna tvær nýjar verslanir á Laugaveginum. Þar verða meðal annars í boði vörur frá íslenska vörumerkinu Varma sem eru framleiddar á Íslandi.“ Uppgjör og ársreikningar Tíska og hönnun Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Rammagerðinni segir að rekstur á árinu 2023 hafi einkennst fyrst og fremst af vexti í sölu, um 630 milljónir króna milli ára, og fjárfestingu í innviðum. Í fyrra hafi verið gengið frá langtímaleigusamningum vegna lykilstaðsetninga á verslunum félagsins eins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt flaggskipsverslun á Laugavegi 31. Félagið reki nú átta gjafavöruverslanir með íslenska hönnun. Allur arður fluttur til næsta árs Eignir félagsins í árslok samkvæmt efnahagsreikningi hafi numið ríflega 896 milljónum króna. Bókfært eigið fé í árslok hafi numið 217 milljónir króna. Fjöldi ársverka á síðastliðnu ári hafi verið 57. Ákveðið hafi verið að flytja arð félagsins til næsta árs. Eigendur Rammagerðarinnar ehf. séu Helgi Rúnar Óskarsson og Bjarney Harðardóttir. „Eftir erfið ár í kórónufaraldrinum er ánægjulegt að sjá félagið aftur vaxa og dafna. Árið í fyrra einkenndist af því að byggja upp innviði félagsins, innleiða nýtt upplýsingakerfi, ganga frá nýjum langtímaleigusamningum og styrkja teymið okkar. Hækkun á innkaupsverði og verðbólga hafði neikvæð áhrif á rekstur okkar. Við höfum unnið að endurskipulagi á aðfangakeðju okkar með það að markmiði að bæta framlegð til lengri tíma,“ er haft eftir Bjarneyju. Vilja byggja upp heimili íslenskrar hönnunar Haft er eftir Bjarneyju að frá því að þau Helgi Rúnar, sem er eiginmaður hennar, tóku við Rammagerðinni hafi sýn þeirra verið að byggja upp heimili íslenskrar hönnunar. Í dag vinnum þau með yfir 400 íslenskum hönnuðum og handverksfólki og Rammagerðin sé mikilvægur vettvangur fyrir þennan hóp til að koma vöru sinni á framfæri. „Íslendingar kunna vel að meta íslenska hönnun en þó hefur okkar helsti viðskiptavinur verið erlendir ferðamenn. Í júlí í ár opnuðum við nýja glæsilega Rammagerðarverslun á Keflavíkurflugvelli og við erum nú á lokametrunum að opna tvær nýjar verslanir á Laugaveginum. Þar verða meðal annars í boði vörur frá íslenska vörumerkinu Varma sem eru framleiddar á Íslandi.“
Uppgjör og ársreikningar Tíska og hönnun Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Sjá meira