Þúsund Walesverjar í Dalnum og Åge kallar eftir hjálp Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2024 16:00 Íslenska landsliðið fékk fínan stuðning gegn Svartfjallalandi í september, í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni, og fagnaði sigri. vísir/Hulda Margrét Til að eiga möguleika á að vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni, og tryggja sér sæti í umspili fyrir HM 2026, er ljóst að Ísland þarf góð úrslit úr leikjunum við Wales og Tyrkland á Laugardalsvelli. Leikurinn við Wales er föstudagskvöldið 11. október og Tyrkir mæta svo þremur dögum síðar. Ísland er með þrjú stig í sínum riðli eftir sigur gegn Svartfellingum á Laugardalsvelli, en tap gegn Tyrkjum ytra. Tyrkir og Wales eru með fjögur stig hvort en Svartfellingar neðstir, án stiga. Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, sagði á blaðamannafundi í dag að búið væri að selja 3.400 miða á leik Íslands við Wales. Þar af hefðu hins vegar heilir 1.000 miðar farið til Walesverja sem ætla greinilega að fjölmenna til Reykjavíkur. Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vonast til þess að Íslendingar láti vel í sér heyra. „Stuðningur þeirra sem mættu á leikinn við Svartfjallaland var mjög góður. En ég vona að við fáum enn fleiri stuðningsmenn á heimaleikina við Wales og Tyrkland. Það er svo mikilvægt fyrir okkur og leikmennina að hafa stuðninginn á heimavelli,“ sagði Hareide og bætti við: „Wales hefur tilkynnt að það komi 1.000 stuðningsmenn en við eigum að geta yfirgnæft þá í stúkunni og vonandi gerum við það innan vallar líka. Það myndi hjálpa mikið að hafa stuðningsmennina með okkur.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Landsliðshópurinn: Sverrir kemur inn og Brynjólfur valinn Åge Hareide hefur tilkynnt hóp íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem mætir Wales og Tyrklandi í Þjóðadeild Evrópu í þessum mánuði. 2. október 2024 12:50 Enn pláss fyrir Aron sem fer í segulómun Åge Hareide segir ekki útilokað að hann bæti Aroni Einari Gunnarssyni við í landsliðshóp sinn sem 24. manni fyrir leikina við Wales og Tyrkland á Laugardalsvelli 11. og 14. október. Hann bindur vonir við að Gylfi Þór Sigurðsson verði klár í slaginn. 2. október 2024 13:13 Ekki ánægður með stöðu Hákons Rafns Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að Hákon Rafn Valdimarsson verði að spila meira með sínu félagsliði en hann hefur gert undanfarna mánuði. 2. október 2024 13:24 Kristian ekki spilað nóg en fer í U21 Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður Ajax, er í U21-landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM eftir að hafa ekki verið valinn í A-landsliðið sem spilar á sama tíma. 2. október 2024 14:47 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira
Leikurinn við Wales er föstudagskvöldið 11. október og Tyrkir mæta svo þremur dögum síðar. Ísland er með þrjú stig í sínum riðli eftir sigur gegn Svartfellingum á Laugardalsvelli, en tap gegn Tyrkjum ytra. Tyrkir og Wales eru með fjögur stig hvort en Svartfellingar neðstir, án stiga. Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, sagði á blaðamannafundi í dag að búið væri að selja 3.400 miða á leik Íslands við Wales. Þar af hefðu hins vegar heilir 1.000 miðar farið til Walesverja sem ætla greinilega að fjölmenna til Reykjavíkur. Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide vonast til þess að Íslendingar láti vel í sér heyra. „Stuðningur þeirra sem mættu á leikinn við Svartfjallaland var mjög góður. En ég vona að við fáum enn fleiri stuðningsmenn á heimaleikina við Wales og Tyrkland. Það er svo mikilvægt fyrir okkur og leikmennina að hafa stuðninginn á heimavelli,“ sagði Hareide og bætti við: „Wales hefur tilkynnt að það komi 1.000 stuðningsmenn en við eigum að geta yfirgnæft þá í stúkunni og vonandi gerum við það innan vallar líka. Það myndi hjálpa mikið að hafa stuðningsmennina með okkur.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Landsliðshópurinn: Sverrir kemur inn og Brynjólfur valinn Åge Hareide hefur tilkynnt hóp íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem mætir Wales og Tyrklandi í Þjóðadeild Evrópu í þessum mánuði. 2. október 2024 12:50 Enn pláss fyrir Aron sem fer í segulómun Åge Hareide segir ekki útilokað að hann bæti Aroni Einari Gunnarssyni við í landsliðshóp sinn sem 24. manni fyrir leikina við Wales og Tyrkland á Laugardalsvelli 11. og 14. október. Hann bindur vonir við að Gylfi Þór Sigurðsson verði klár í slaginn. 2. október 2024 13:13 Ekki ánægður með stöðu Hákons Rafns Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að Hákon Rafn Valdimarsson verði að spila meira með sínu félagsliði en hann hefur gert undanfarna mánuði. 2. október 2024 13:24 Kristian ekki spilað nóg en fer í U21 Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður Ajax, er í U21-landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM eftir að hafa ekki verið valinn í A-landsliðið sem spilar á sama tíma. 2. október 2024 14:47 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira
Landsliðshópurinn: Sverrir kemur inn og Brynjólfur valinn Åge Hareide hefur tilkynnt hóp íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem mætir Wales og Tyrklandi í Þjóðadeild Evrópu í þessum mánuði. 2. október 2024 12:50
Enn pláss fyrir Aron sem fer í segulómun Åge Hareide segir ekki útilokað að hann bæti Aroni Einari Gunnarssyni við í landsliðshóp sinn sem 24. manni fyrir leikina við Wales og Tyrkland á Laugardalsvelli 11. og 14. október. Hann bindur vonir við að Gylfi Þór Sigurðsson verði klár í slaginn. 2. október 2024 13:13
Ekki ánægður með stöðu Hákons Rafns Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að Hákon Rafn Valdimarsson verði að spila meira með sínu félagsliði en hann hefur gert undanfarna mánuði. 2. október 2024 13:24
Kristian ekki spilað nóg en fer í U21 Kristian Nökkvi Hlynsson, miðjumaður Ajax, er í U21-landsliðshópnum fyrir komandi leiki í undankeppni EM eftir að hafa ekki verið valinn í A-landsliðið sem spilar á sama tíma. 2. október 2024 14:47