Ekki ánægður með stöðu Hákons Rafns Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2024 13:24 Hákon Rafn Valdimarsson hefur spilað þrettán A-landsleiki. vísir/hulda margrét Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að Hákon Rafn Valdimarsson verði að spila meira með sínu félagsliði en hann hefur gert undanfarna mánuði. Eftir frábært tímabil með Elfsborg 2023 gekk Hákon í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Brentford í janúar á þessu ári. Hákon hefur aðeins spilað tvo leiki fyrir aðallið Brentford síðan hann kom til liðsins, báða í enska deildabikarnum. Hákon var hetja Brentford í 1-0 sigri á Colchester United þar sem hann varði vítaspyrnu. Hann spilaði svo í 3-1 sigri á Leyton Orient um miðjan september. Hareide segir að Hákon sé ekki í ákjósanlegri stöðu og vonast til að hann fari að spila meira. „Ég er ekki ánægður með stöðuna. Hann spilaði gegn Leyton Orient og var mikið í boltanum en það reyndi lítið á hann,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag. Hinir markverðirnir í íslenska landsliðshópnum, Elías Rafn Ólafsson og Patrik Sigurður Gunnarsson, eru markverðir númer eitt hjá sínum liðum, Midtjylland og Kortirjk. „Elías og Patrik eru að spila reglulega. Við verðum að bíða og sjá. Hákon er skynsamur. Hann skilur að hann er ekki að spila nóg. Hákon hefur gert ágætlega en við þurfum að fylgjast vel með þessari stöðu fyrir undankeppni HM á næsta ári,“ sagði Hareide. Hákon hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins upp á síðkastið. Á fundinum var Hareide spurður hvort íhugaði að gera breytingu á markvarðastöðunni. „Nei, ég veit ekki. Við verðum að tala við hann þegar hann kemur. Við höfum þrjá mjög góða markverði,“ sagði Hareide. Ísland mætir Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni 11. og 14. október. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Sjá meira
Eftir frábært tímabil með Elfsborg 2023 gekk Hákon í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Brentford í janúar á þessu ári. Hákon hefur aðeins spilað tvo leiki fyrir aðallið Brentford síðan hann kom til liðsins, báða í enska deildabikarnum. Hákon var hetja Brentford í 1-0 sigri á Colchester United þar sem hann varði vítaspyrnu. Hann spilaði svo í 3-1 sigri á Leyton Orient um miðjan september. Hareide segir að Hákon sé ekki í ákjósanlegri stöðu og vonast til að hann fari að spila meira. „Ég er ekki ánægður með stöðuna. Hann spilaði gegn Leyton Orient og var mikið í boltanum en það reyndi lítið á hann,“ sagði Hareide á blaðamannafundi í dag. Hinir markverðirnir í íslenska landsliðshópnum, Elías Rafn Ólafsson og Patrik Sigurður Gunnarsson, eru markverðir númer eitt hjá sínum liðum, Midtjylland og Kortirjk. „Elías og Patrik eru að spila reglulega. Við verðum að bíða og sjá. Hákon er skynsamur. Hann skilur að hann er ekki að spila nóg. Hákon hefur gert ágætlega en við þurfum að fylgjast vel með þessari stöðu fyrir undankeppni HM á næsta ári,“ sagði Hareide. Hákon hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins upp á síðkastið. Á fundinum var Hareide spurður hvort íhugaði að gera breytingu á markvarðastöðunni. „Nei, ég veit ekki. Við verðum að tala við hann þegar hann kemur. Við höfum þrjá mjög góða markverði,“ sagði Hareide. Ísland mætir Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni 11. og 14. október. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Sjá meira