Enn pláss fyrir Aron sem fer í segulómun Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2024 13:13 Aron Einar Gunnarsson lék í gær sinn fyrsta leik fyrir katarska liðið Al Gharafa, í Meistaradeild Asíu. VÍSIR/VILHELM Åge Hareide segir ekki útilokað að hann bæti Aroni Einari Gunnarssyni við í landsliðshóp sinn sem 24. manni fyrir leikina við Wales og Tyrkland á Laugardalsvelli 11. og 14. október. Hann bindur vonir við að Gylfi Þór Sigurðsson verði klár í slaginn. Hareide tilkynnti 23 manna hóp í dag en þar er Aron Einar ekki á lista. Hann gæti þó mögulega komið inn, en sömuleiðis er möguleiki á að kallað verði í Júlíus Magnússon, miðjumann Fredrikstad í Noregi. Aron Einar lék í gærkvöld sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja félag í Katar, Al Gharafa, í Meistaradeild Asíu. Aron var í byrjunarliðinu og lék rúmlega sjötíu mínútur, í 4-2 sigri á Al Ain frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hareide neitaði því aðspurður, að Aron hefði farið meiddur af velli, en sagði hann þurfa að fara í skoðun áður en hægt væri að velja hann. „Ég ræddi við Aron fyrr í þessari viku. Hann varð bara þreyttur í aftari lærvöðva og fór af velli. Við sögðum honum að fara í segulómun og ef eitthvað er að kemur hann ekki. Við getum tekið inn 24 en getum ekki tekið inn menn sem eiga í einhverjum vandræðum í aðdraganda leikjanna,“ sagði Hareide. Aron á að baki 103 A-landsleiki. Þar af eru tveir undir stjórn Åge Hareide, í fyrrahaust, þegar Aron hafði ekkert verið að spila með þáverandi félagsliði sínu Al Arabi. Aron var hins vegar farinn að spila fyrir uppeldisfélag sitt Þór á Akureyri, í Lengjudeildinni í sumar, þegar Hareide valdi síðasta landsliðshóp, fyrir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni. Norðmaðurinn sagði þá að ekki kæmi til greina að velja Aron í landsliðshópinn á meðan að hann væri leikmaður Þórs í næstefstu deild á Íslandi. Síðan þá hefur hann haldið utan og til liðs við Al Gharafa. Gylfi og Sverrir með en Arnór úr leik Arnór Sigurðsson er ekki í landsliðshópnum núna eftir að hafa verið að glíma við veikindi frá því í landsleikjunum í september. Sverrir Ingi Ingason er hins vegar til taks í vörninni að nýju eftir að hafa misst af sigrinum gegn Svartfellingum og tapinu geg Tyrkjum. Hareide segir ekki mikla óvissu um stöðuna á Gylfa Þór Sigurðssyni, sem missti af leik Vals við Víking í byrjun vikunnar vegna bakmeiðsla. „Ég ræddi við Gylfa fyrir tveimur dögum. Hann var kominn á ferðina aftur þá. Hann hefur áður glímt við þetta bakvesen í sumar. Við sjáum til hvernig hann verður um helgina og hvort hann geti spilað, en annað er ekki að frétta af honum.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Hareide tilkynnti 23 manna hóp í dag en þar er Aron Einar ekki á lista. Hann gæti þó mögulega komið inn, en sömuleiðis er möguleiki á að kallað verði í Júlíus Magnússon, miðjumann Fredrikstad í Noregi. Aron Einar lék í gærkvöld sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja félag í Katar, Al Gharafa, í Meistaradeild Asíu. Aron var í byrjunarliðinu og lék rúmlega sjötíu mínútur, í 4-2 sigri á Al Ain frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hareide neitaði því aðspurður, að Aron hefði farið meiddur af velli, en sagði hann þurfa að fara í skoðun áður en hægt væri að velja hann. „Ég ræddi við Aron fyrr í þessari viku. Hann varð bara þreyttur í aftari lærvöðva og fór af velli. Við sögðum honum að fara í segulómun og ef eitthvað er að kemur hann ekki. Við getum tekið inn 24 en getum ekki tekið inn menn sem eiga í einhverjum vandræðum í aðdraganda leikjanna,“ sagði Hareide. Aron á að baki 103 A-landsleiki. Þar af eru tveir undir stjórn Åge Hareide, í fyrrahaust, þegar Aron hafði ekkert verið að spila með þáverandi félagsliði sínu Al Arabi. Aron var hins vegar farinn að spila fyrir uppeldisfélag sitt Þór á Akureyri, í Lengjudeildinni í sumar, þegar Hareide valdi síðasta landsliðshóp, fyrir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni. Norðmaðurinn sagði þá að ekki kæmi til greina að velja Aron í landsliðshópinn á meðan að hann væri leikmaður Þórs í næstefstu deild á Íslandi. Síðan þá hefur hann haldið utan og til liðs við Al Gharafa. Gylfi og Sverrir með en Arnór úr leik Arnór Sigurðsson er ekki í landsliðshópnum núna eftir að hafa verið að glíma við veikindi frá því í landsleikjunum í september. Sverrir Ingi Ingason er hins vegar til taks í vörninni að nýju eftir að hafa misst af sigrinum gegn Svartfellingum og tapinu geg Tyrkjum. Hareide segir ekki mikla óvissu um stöðuna á Gylfa Þór Sigurðssyni, sem missti af leik Vals við Víking í byrjun vikunnar vegna bakmeiðsla. „Ég ræddi við Gylfa fyrir tveimur dögum. Hann var kominn á ferðina aftur þá. Hann hefur áður glímt við þetta bakvesen í sumar. Við sjáum til hvernig hann verður um helgina og hvort hann geti spilað, en annað er ekki að frétta af honum.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira