Nítján börn og þrír kennarar eru sagðir hafa bjargast.
Samkvæmt vitnum virðist sprungið dekk hafa orðið til þess að bifreiðin ók á steyptan vegtálma og braust eldurinn út í kjölfarið. Myndskeið tekin af viðstöddum sýna bílstjóran reyna að slökkva eldinn en flýja síðan af vettvangi.
Hann gaf sig fram við lögreglu síðar um daginn.
Að sögn samgönguráðherrans Suriyahe Juangroongruangkit var skólabifreiðin knúin með afar hættulegu samanþjöppuðu náttúrulegu gasi. Segist hann munu leita allra leiða til að banna notkun orkugjafans í farþegabifreiðum.
Ekki er vitað um nákvæman aldur barnanna en þau sóttu skóla fyrir aldursbilið þriggja til fimmtán ára.
Umferðaröryggi er afar ábótavant í Taílandi, þar sem um 20 þúsund manns látast í umferðinni á hverju ári.